Ferill 441. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1750  —  441. mál.
2. umræða.



Nefndarálit með frávísunartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 (takmarkanir á notkun verðtryggingar í lánssamningum til neytenda).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðmund Kára Kárason og Ólaf Heiðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Hrannar Má Gunnarsson frá BSRB, Guðmund Ásgeirsson og Vilhjálm Bjarnason frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Arnór Sighvatsson og Lúðvík Elíasson frá Seðlabanka Íslands.
    Umsagnir bárust frá Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Guðbirni Jónssyni, Hagsmunasamtökum heimilanna, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum fjármálafyrirtækja og Seðlabanka Íslands.
    Í frumvarpinu er kveðið á um að annars vegar verði hámarkstími verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda 25 ár. Þó verði áfram heimilt að veita slík fasteignalán til lengri tíma en 25 ára að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Hins vegar verði lágmarkstími verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda tíu ár í stað fimm ára.
    Í ljósi þeirra umsagna sem bárust um málið leggur meiri hlutinn til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem það sæti skoðun í ljósi framkominna athugasemda.

Alþingi, 12. júní 2021.

Þórarinn Ingi Pétursson,
frsm.
Jón Steindór Valdimarsson. Brynjar Níelsson.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Bryndís Haraldsdóttir. Ólafur Þór Gunnarsson.
Smári McCarthy.