Karl Garðarsson

Karl Garðarsson

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 2. júlí 1960. Foreldrar: Garðar Karlsson (fæddur 15. janúar 1935) og Sigrún Óskarsdóttir (fædd 26. júlí 1937). Börn Karls og Lindu Bjarkar Loftsdóttur: Helena (1990), Steinar (1993).

Stúdentspróf MK 1980. BA-próf í almennri bókmenntafræði og ensku HÍ 1984. MA-próf í fjölmiðlafræði University of Minnesota 1986. Stundaði nám í rekstrar- og viðskiptafræði EHÍ 1999. BA-gráða í lögfræði HR 2013.

Fréttamaður á Bylgjunni/Stöð 2 1986–1996. Varafréttastjóri Stöðvar 2 1996–2000. Fréttastjóri Stöðvar 2 2000–2004. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Stöðvar 2 2004–2005. Framkvæmdastjóri og ritstjóri Blaðsins 2005–2007. Útgáfustjóri prentmiðla Árvakurs hf. 2007–2008.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Fjárlaganefnd 2013–2015, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013–2015, utanríkismálanefnd 2015–2016, allsherjar- og menntamálanefnd 2015–2016.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2013–2016 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 31. október 2016.

Áskriftir