Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1193, 128. löggjafarþing 522. mál: hlutafélög (ársreikningar, samlagshlutafélög).
Lög nr. 39 20. mars 2003.

Lög um breytingu á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. tölul. 2. mgr. 9. gr. laganna orðast svo: Heiti félagsins og hugsanlegt erlent aukheiti.

2. gr.

     Orðin „eða fjárhæðir sem komið hafa fram vegna færslna í endurmatsreikning samkvæmt lögum um ársreikninga“ í 1. mgr. 43. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Í stað orðanna „lagt í varasjóð“ í 1. málsl. 2. mgr. 100. gr. laganna kemur: fært á yfirverðsreikning innborgaðs hlutafjár samkvæmt lögum um ársreikninga.

4. gr.

     4. tölul. 1. mgr. 107. gr. laganna orðast svo: Þegar endurskoðaðir og samþykktir ársreikningar hafa ekki verið sendir ársreikningaskrá fyrir þrjú síðustu reikningsár, sbr. ákvæði laga um ársreikninga um skil á ársreikningum.

5. gr.

     Í stað orðanna „Ef hlutafélagaskrá telur að hlutafélag hafi hætt störfum“ í 1. mgr. 108. gr. laganna kemur: Ef hlutafélagaskrá telur sig hafa upplýsingar um það, m.a. frá ársreikningaskrá, að hlutafélag hafi hætt störfum.

6. gr.

     Í stað orðanna „108. gr.“ í 1. mgr. 109. gr. laganna kemur: 3. mgr. 108. gr.

7. gr.

     Í stað orðanna „hugsanlegt aukheiti“ í 1. tölul. 120. gr. laganna kemur: hugsanlegt erlent aukheiti.

8. gr.

     2. mgr. 142. gr. laganna orðast svo:
     Útibússtjóri skal senda ársreikningaskrá ársreikninga aðalfélags og útibús samkvæmt lögum um ársreikninga.

9. gr.

     3. málsl. 143. gr. laganna orðast svo: Gæta skal ákvæða 8. mgr. 1. gr.

10. gr.

     3. mgr. 147. gr. laganna orðast svo:
     Tilkynningar til hlutafélagaskrár ásamt fylgiskjölum og tilskildum skráningar- og birtingargjöldum skal senda beint til hlutafélagaskrár.

11. gr.

     2. mgr. 149. gr. laganna fellur brott.

12. gr.

     Á eftir 158. gr. kemur ný grein sem orðast svo:
     Lög þessi taka til samlagshlutafélaga eftir því sem við á. Skulu félögin hafa orðið samlagshlutafélag í heiti sínu eða skammstöfunina slhf. Í samþykktum félaganna skulu m.a. vera reglur um réttarsamband milli þeirra sem bera annars vegar takmarkaða og hins vegar ótakmarkaða ábyrgð.

13. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2003.