Pétur H. Blöndal

Pétur H. Blöndal

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2013, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2015 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 24. júní 1944, dáinn 26. júní 2015. Foreldrar: Haraldur H. J. Blöndal (fæddur 29. mars 1917, dáinn 22. júní 1964) sjómaður og verkamaður og Sigríður G. Blöndal (fædd 5. september 1915, dáin 29. júní 2000) skrifstofumaður. Maki 1 (1. september 1968): Monika Blöndal (fædd 31. janúar 1947) kennari. Þau skildu. Foreldrar: Fritz Dworczak og Maria Dworczak. Maki 2: Guðrún Birna Guðmundsdóttir (fædd 2. maí 1966) tölvunarfræðingur. Þau skildu. Foreldrar: Guðmundur Unnar Agnarsson og Ingveldur Björnsdóttir, dóttir Björns Þórarinssonar varaþingmanns. Maki 3: Eyrún Rós Árnadóttir (fædd 1975). Börn og kjörbörn Péturs og Moniku: Davíð (1972), Dagný (1972), Stefán Patrik (1976), Stella María (1980). Börn Péturs og Guðrúnar Birnu: Baldur (1989), Eydís (1994).

Stúdentspróf MR 1965. Diplom-próf í eðlisfræði, stærðfræði og tölvufræði við Kölnarháskóla 1968. Diplom-próf í hagnýtri stærðfræði, líkindafræði, tölfræði, tryggingastærðfræði og alþýðutryggingum við Kölnarháskóla 1971. Doktorspróf við sama háskóla 1973.

Sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands 1973–1975. Stundakennari við Háskóla Íslands 1973–1977. Forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna 1977–1984. Tryggingafræðileg ráðgjöf og útreikningar fyrir lífeyrissjóði og einstaklinga 1977–1994. Framkvæmdastjóri Kaupþings hf. 1984–1991. Kennari við Verslunarskóla Íslands 1991–1994. Starfandi stjórnarformaður Tölvusamskipta hf. 1994–1995.

Var í nefnd um gjaldhæfi og greiðsluhæfi vátryggingafélaga 1977. Formaður skattamálanefndar Sjálfstæðisflokksins 1981–1982. Í stjórn Húseigendafélagsins 1981–1992, lengst af formaður. Formaður framkvæmdanefndar Landssambands lífeyrissjóða 1980–1984. Formaður Landssambands lífeyrissjóða 1984–1990. Var í endurskoðunarnefnd lífeyriskerfisins 1984–1986. Í stjórn Verðbréfaþings Íslands 1985–1990. Í stjórn Félags íslenskra tryggingafræðinga af og til. Í stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda 1981–1988. Í stjórn Kaupþings hf. 1982–1986 og formaður nokkurra dótturfyrirtækja 1987–1991. Stjórnarformaður Silfurþings ehf. síðan 1988. Í nefnd um reglugerð fyrir húsbréfakerfið 1988. Í stjórn Tölvusamskipta hf. 1990–2001, lengst af formaður. Í stjórn SH-verktaka hf. 1991–1992. Stjórnarformaður Veðs hf. og Veðafls hf. 1992–1993. Í stjórn Sæplasts hf. 1991–1996. Varaformaður Marstars hf. 1994–1997. Í bankaráði Íslandsbanka hf. 1994–1995. Í stjórn SPRON 2003–2004. Í nefnd um endurskoðun stærðfræðikennslu 1994–1998.

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2013, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2015 (Sjálfstæðisflokkur).

Iðnaðarnefnd 1995–2003, félagsmálanefnd 1995–2007, efnahags- og viðskiptanefnd 1995–2000 og 2003–2007 (formaður), sérnefnd um fjárreiður ríkissins 1996–1997, heilbrigðis- og trygginganefnd 2003–2007, efnahags- og skattanefnd 2007–2011 (formaður 2007–2009), félags- og tryggingamálanefnd 2007–2011, heilbrigðisnefnd 2007–2009, velferðarnefnd 2011–2012, efnahags- og viðskiptanefnd 2012–2013 og 2013–2015, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013–2015.

Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 1995–2000, 2003–2013 (formaður 1996–2000 og 2003–2007) og 2013–2015.

Hefur ritað greinar í blöð og tímarit um húsnæðismál, fjármál og lífeyrismál og flutt útvarpserindi um sama efni.

Æviágripi síðast breytt 23. september 2021.

Áskriftir