Ásta R. Jóhannesdóttir

Ásta R. Jóhannesdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2013 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar–mars 1987, mars 1992 (Framsóknarflokkur).

Félags- og tryggingamálaráðherra 2009.

1. varaforseti Alþingis 2007–2009, forseti Alþingis 2009–2013.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 16. október 1949. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason (fæddur 18. júlí 1920, dáinn 8. júní 1995) verkfræðingur, sonur Bjarna Ásgeirssonar alþingismanns og ráðherra, og Margrét Sigrún Ragnarsdóttir (fædd 7. nóvember 1924) húsmóðir. Maki: Einar Örn Stefánsson (fæddur 24. júlí 1949) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Stefán Þórður Guðjohnsen og Guðrún Gréta Runólfsdóttir. Börn: Ragna Björt (1972), Ingvi Snær (1976).

Þýskunámskeið í Lindau í Þýskalandi 1967. Stúdentspróf MR 1969. Nám í félagsvísindum og ensku HÍ 1969–1973. Námskeið fyrir fararstjóra erlendis 1979. Ýmis stjórnunarnámskeið hjá Háskóla Íslands, Endurmenntunarstofnun og Iðntæknistofnun 1987, 1990 og 1993–1994.

Flugfreyja hjá Loftleiðum 1969–1972. Plötusnúður í Glaumbæ 1969–1971, auk þess í Tónabæ og Klúbbnum. Kennari við Gagnfræðaskólann á Hellu 1974–1976. Kennari við Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði 1976–1979. Starfsmaður barnaársnefndar menntamálaráðuneytisins á barnaári Sameinuðu þjóðanna 1979 og sá um útvarps- og sjónvarpsþætti um málefni barna það ár í tengslum við verkefni nefndarinnar. Dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu 1971–1990, umsjón með dægurmála-, tónlistar- og fréttatengdum þáttum bæði í útvarpi og sjónvarpi. Dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni 1983. Fararstjóri fyrir Íslendinga erlendis 1980–1994. Deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins 1990–1995. Félags- og tryggingamálaráðherra 1. febrúar 2009 til 10. maí 2009.

Í stjórn Landssambands framsóknarkvenna 1983–1989. Í stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur 1983–1994. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1984–1995 og framkvæmdastjórn (landsstjórn) flokksins 1986–1995. Í stjórn Friðarhreyfingar kvenna 1985–1988. Varamaður í yfirkjörstjórn Reykjavíkurborgar 1987–1991. Í útvarpsráði 1987–1995. Í starfshópi um endurskoðun íslenskrar heilbrigðislöggjafar 1988. Í nefnd um eflingu heimilisiðnaðar 1991–1993. Í undirbúningsnefnd fyrir alþjóðlegu kvennaráðstefnuna „Global Forum for Women“ í Dublin 1992. Í fulltrúaráði Sólheima 1993–1999. Í stjórn Heilsugæslustöðvar Vesturbæjar, Miðbæjar og Hlíðahverfis 1994–2003. Í stjórn Regnbogans, félags um Reykjavíkurlista, 1994–1996. Í nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga 1995. Í nefnd um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu 1995–1998. Sat í stýrihópi geðræktarverkefnis landlæknisembættisins, Geðhjálpar og Landspítala - háskólasjúkrahúss 2000–2003, í ráðgjafarhópi samgönguráðherra um stefnumótun í ferðamálum 2003–2004, í verkefnisstjórn um heilsufar kvenna á vegum heilbrigðisráðuneytisins 2001–2007. Formaður verkefnisstjórnar Straumhvarfa, átaksverkefnis fyrir geðfatlaða, á vegum félagsmálaráðuneytisins 2007–2009. Varaformaður nefndar á vegum heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu 2007–2009 og átti sæti í framkvæmdanefnd hennar. Í stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar síðan 2007. Varaformaður nefndar þingmannasamtaka NATO um málefni Miðjarðarhafsríkja og Miðausturlanda 2008–2009.

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2013 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykvíkinga febrúar–mars 1987, mars 1992 (Framsóknarflokkur).

Félags- og tryggingamálaráðherra 2009.

1. varaforseti Alþingis 2007–2009, forseti Alþingis 2009–2013.

Heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–2003 og 2004–2007, samgöngunefnd 1995–1999 og 2003–2004, iðnaðarnefnd 1999–2000 og 2003–2005, félagsmálanefnd 2000–2003 og 2007, félags- og tryggingamálanefnd 2007–2009, umhverfisnefnd 2005–2007, kjörbréfanefnd 2007–2011, utanríkismálanefnd 2007–2009, þingskapanefnd 2011–2013.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1995–1999, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 1999–2003, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2003–2007, Íslandsdeild NATO-þingsins 2007–2009.

Hefur skrifað bókarkafla og fjölda greina um tryggingamál, ferðamál, heilbrigðismál og stjórnmál.

Ritstjóri: Í ritstjórn 19. júní (1985). Almannatryggingar, tímarit um velferðarmál (1994–1995). Í ritstjórn tímaritsins Sterkar saman (1998).

Æviágripi síðast breytt 30. janúar 2015.

Áskriftir