Ögmundur Jónasson

Ögmundur Jónasson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalagið og óháðir, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.

Formaður þingflokks óháðra 1998–1999. Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 1999–2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 17. júlí 1948. Foreldrar: Jónas B. Jónsson (fæddur 8. apríl 1908, dáinn 1. apríl 2005) fræðslustjóri og Guðrún Ö. Stephensen (fædd 30. október 1914, dáin 11. janúar 2011) húsmóðir. Maki (2. ágúst 1974): Valgerður Andrésdóttir (fædd 12. janúar 1949) erfðafræðingur. Foreldrar: Andrés Björnsson og Margrét Helga Vilhjálmsdóttir. Börn: Andrés (1974), Guðrún (1979), Margrét Helga (1981).

Stúdentspróf MR 1969. MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði Edinborgarháskóla, Skotlandi, 1974.

Kennari við grunnskóla Reykjavíkur 1971–1972. Rannsóknir við Edinborgarháskóla og ýmis hlutastörf 1974–1978. Fréttamaður Ríkisútvarpsins, hljóðvarps og síðan sjónvarps, 1978–1988, í Kaupmannahöfn 1986–1988. Stundakennari við Háskóla Íslands síðan 1979. Formaður BSRB 1988–2009. Heilbrigðisráðherra 1. febrúar til 1. október 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2. september 2010 til 31. desember 2010. Innanríkisráðherra 1. janúar 2011, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013.

Alþingismaður Reykvíkinga 1995–2003 (Alþýðubandalagið og óháðir, þingflokkur óháðra, Vinstrihreyfingin – grænt framboð), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2007–2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Heilbrigðisráðherra 2009, dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2010, innanríkisráðherra 2011–2013.

Formaður þingflokks óháðra 1998–1999. Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 1999–2009.

Allsherjarnefnd 1995–1997, 1998–1999 og 2010, heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–1996, félagsmálanefnd 1997–1998, kjörbréfanefnd 1999–2007, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2003, 2004 og 2005–2007, efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2007, efnahags- og skattanefnd 2007–2009 og 2009–2010, félags- og tryggingamálanefnd 2007–2009 og 2010, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2009–2010, umhverfisnefnd 2009–2010, utanríkismálanefnd 2009–2010, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013–2016 (formaður).

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1999–2003, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2013–2016.

Æviágripi síðast breytt 19. mars 2020.

Áskriftir