3. fundur
kjörbréfanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. nóvember 2021 kl. 09:05


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:05
Inga Sæland (IngS), kl. 09:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:05

Inga Sæland tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. 1. mgr. 17. gr. þingskapa, sbr. einnig 1. mgr. 48. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 1. og 2. fundar voru samþykktar.

2) Rannsókn kjörbréfa Kl. 09:05
Nefndin fól skrifstofu Alþingis að vera í samskiptum við kærendur þegar Alþingi hefur skorið úr gildi alþingiskosninganna, sbr. 46. gr. stjórnarskrárinnar.

Birgir Ármannsson, formaður, gerði grein fyrir áliti og tillögu hans, Diljár Mistar Einarsdóttur, Ingu Sæland, Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, Líneikar Önnu Sævarsdóttur og Vilhjálms Árnasonar.

Þórunn Sveinbjarnardóttir gerði grein fyrir séráliti og tillögu þar um.

Svandís Svavarsdóttir gerði grein fyrir séráliti og tillögu þar um.

Björn Leví Gunnarsson gerði grein fyrir séráliti og tillögu þar um.

Nefndin samþykkti afgreiðslu álitanna og tillagna til þingsins um hvort kosning og kjörgengi þingmanns skuli talin gild, sbr. 2. mgr. 1. gr. þingskapa.

3) Störf nefndarinnar Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10