Um kjörbréfanefnd

Kjörbréfanefnd er kosin á fyrsta fundi þingsins eftir kosningar til Alþingis. Hlutverk hennar er að prófa kjörbréf og kosningu nýkjörinna þingmanna og varaþingmanna. Kýs nefndin sér formann og framsögumann og gerir tillögu til þingsins um hvort kosning og kjörgengi þingmanns teljist gild.

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 11. júní 2011, tekur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd við rannsókn kjörbréfa út kjörtímabilið eftir að kosið hefur verið í fastanefndir.