33. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. febrúar 2023 kl. 09:06


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:06
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:06
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:06

Njáll Trausti Friðbertsson boðaði forföll.

Bjarni Jónsson vék af fundi kl. 11:20.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Frestað.

2) 531. mál - póstþjónusta Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Þór Gunnsteinsson og Aðalstein Þorsteinsson frá innviðaráðuneytinu.

3) 712. mál - hafnalög Kl. 09:41
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eggert Ólafsson, Gauta Daðason og Ólaf Kr. Hjörleifsson frá innviðaráðuneytinu.

4) 589. mál - umferðarlög Kl. 10:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eggert Ólafsson, Gauta Daðason og Ólaf Kr. Hjörleifsson frá innviðaráðuneytinu.

5) Kynning á reglum um þinglega meðferð EES-mála Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar mættu Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá skrifstofu Alþingis og Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneytinu.

6) ETS losunarheimildir í flugi Kl. 09:06
Nefndin ræddi gagnaöflun vegna málsins.

Ákveðið var að falla frá beiðni um minnisblað forsætisráðuneytisins, sbr. fundargerð 32. fundar, og óska þess í stað eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um málið.

7) 735. mál - stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl. Kl. 11:30
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Ákvörðun um framsögumann var frestað.

8) 485. mál - samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir Kl. 11:30
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Ákvörðun um framsögumann var frestað.

9) Önnur mál Kl. 11:31
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:31