56. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2023 kl. 15:05


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 15:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 15:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 15:11
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 15:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:05
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 15:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 15:05

Bjarni Jónsson var fjarverandi.
Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 16:30.

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 55. fundar var samþykkt.

2) 975. mál - vaktstöð siglinga Kl. 15:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Hauksson og Jón Svanberg Hjartarson frá Neyðarlínunni.

kl. 15:40. Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir og Ingileif Eyleifsdóttir frá Skattinum og Bergþóra Kristinsdóttir frá Vegagerðinni.

kl. 16:06 Á fundinn mættu Lilja Ólafsdóttir og Kristín Ósk Jónasdóttir frá Umhverfisstofnun.

3) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 16:31
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Boga Nils Bogason og Ara Guðjónsson frá Icelandair.

4) 858. mál - Land og skógur Kl. 15:28
Nefndin ræddi málið.

5) 383. mál - gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa Kl. 15:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með fresti til 26. maí 2023.
Nefndin samþykkti að Þórunn Sveinbjarnardóttir yrði framsögumaður málsins.

6) ETS losunarheimildir í flugi Kl. 16:03
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þá niðurstöðu sem náðist í viðræðum íslenskra stjórnvalda og ESB um sérlausn fyrir Ísland varðandi losunarheimildir í flugi og greint var frá á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 16. maí 2023.

7) Önnur mál Kl. 17:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:03