33. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. maí 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Jakob Frímann Magnússon var fjarverandi. Logi Einarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson viku af fundi kl. 10:50

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

2002. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Kosning varaformanns Kl. 09:00
Diljá Mist Einarsdóttir var kosin varaformaður nefndarinnar.

3) ETS-losunarheimildir í flugi Kl. 09:00
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3 og 4.

Á fund nefndarinnar kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ingólfur Friðriksson og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fjallaði um málin og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Ástandið í Úkraínu Kl. 09:00
Sjá athugasemd við dagskrárlið 3.

5) Þróunarsamvinnustefna Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar komu Elín Rósa Sigurðardóttir og Þórarinna Söebech frá utanríkisráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:55
Dagskrárliðnum var frestað.

7) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1158 frá 20. júní 2019 um jafnvægi milli vinnu og einkalífs í lífi foreldra og umönnunaraðila og niðurfellingu tilskipunar ráðsins 2010/18/ESB Kl. 10:55
Dagskrárliðnum var frestað.

8) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1807 frá 14. nóvember 2018 um ramma um frjálst flæði ópersónulegra upplýsinga í Evrópusambandinu Kl. 10:55
Dagskrárliðnum var frestað.

9) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/858 frá 30. maí 2022 um skipulag til reynslu fyrir markaðsinnviði sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni (DLT) og sem breytir reglugerðum (ESB) nr. 600/2014 og (ESB) 909/2014 og tilskipun 2014/65/ESB. Kl. 10:55
Dagskrárliðnum var frestað.

10) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1152 frá 20. júní 2019 um gagnsæ og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði í Evrópusambandinu Kl. 10:55
Dagskrárliðnum var frestað.

11) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/1232 um tímabundna undanþágu frá tilteknum ákvæðum tilskipunar 2002/58/EB í þágu baráttu gegn kynferðilegu ofbeldi gegn börnum Kl. 10:55
Dagskrárliðnum var frestað.

12) Önnur mál Kl. 10:55
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:06