ETS-losunarheimildir í flugi

EES mál (2302254)
Utanríkismálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
22.05.2023 37. fundur utanríkismálanefndar ETS-losunarheimildir í flugi
Á fund nefndarinnar komu Martin Eyjólfsson, Ingólfur Friðriksson og Hendrik Daði Jónsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
03.05.2023 33. fundur utanríkismálanefndar ETS-losunarheimildir í flugi
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3 og 4.

Á fund nefndarinnar kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ingólfur Friðriksson og María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fjallaði um málin og svaraði spurningum nefndarmanna.
06.03.2023 25. fundur utanríkismálanefndar ETS-losunarheimildir í flugi
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson og Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Auk þess voru gestir fundarins Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel, og Sigurbergur Björnsson, fulltrúi innviðaráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel, sem tengdust fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
27.02.2023 24. fundur utanríkismálanefndar ETS-losunarheimildir í flugi
Á fund nefndarinnar kom Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Auðunni Atlasyni frá forsætisráðuneyti.

Kveðið var á um trúnað á umfjölluninni í samræmi við 24. gr. þingskapa.