44. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 30. júní 2023 kl. 11:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 11:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 11:00
Bergþór Ólason (BergÓ) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 11:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 11:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 11:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 11:00

Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir boðuðu forföll. Birgir Þórarinsson var fjarverandi.

Teitur Björn Einarsson vék af fundi kl. 12:10.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

2013. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:00
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 5. júlí 2023 Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Erna Sigríður Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestirnir tengdust fundinum með fjarfundarbúnaði.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 5. júlí nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staðan í Rússlandi Kl. 11:26
Á fund nefndarinnar komu María Mjöll Jónsdóttir og Jónas G. Allansson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir stöðu mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:22