25. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. mars 2023 kl. 09:30


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1994. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárliðnum var frestað.

2) ETS-losunarheimildir í flugi Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson og Alexandra Kjærnested Arnarsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Auk þess voru gestir fundarins Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel, og Sigurbergur Björnsson, fulltrúi innviðaráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel, sem tengdust fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 581. mál - hungursneyðin í Úkraínu Kl. 10:15
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 3 og 4.

Á fund nefndarinnar komu Anna Hjartardóttir, Bylgja Árnadóttir, Helen Inga Stankiewicz Von Ernst, Jóhann Þorvarðarson og Ragnar Þorvarðarson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málin og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Formennska Íslands í Evrópuráðinu Kl. 10:15
Sjá athugasemd við 4. dagskrárlið.

5) 738. mál - ákvarðanir nr. 69/2021 og nr. 70/2021 um breytingar á XIX. viðauka og nr. 270/2022 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:50
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti stóðu Bjarni Jónsson form., frsm., Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Jóhann Friðrik Friðriksson, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Birgir Þórarinsson og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

6) 81. mál - stofnun alþjóðlegs björgunarskóla á Íslandi Kl. 10:55
Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

7) Önnur mál Kl. 10:57
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00