Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 89. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 8/143.

Þingskjal 508  —  89. mál.


Þingsályktun

um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar.


     Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra, í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra, að móta geðheilbrigðisstefnu og gera aðgerðaáætlun til fjögurra ára þar sem fram komi m.a. greining á núverandi geðheilbrigðisþjónustu, hvar þörfin sé mest fyrir þjónustuna og hvernig megi mæta henni, ásamt stefnumótun til framtíðar í geðheilbrigðismálum fyrir alla landsmenn. Með aðgerðaáætluninni fylgi áætlun um fjárframlög. Ráðherra leggi slíka geðheilbrigðisstefnu fram á vorþingi 2015.

Samþykkt á Alþingi 15. janúar 2014.