Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 294. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 41/143.

Þingskjal 1243  —  294. mál.


Þingsályktun

um aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fylgja eftir vitundarvakningu um málefni mænuskaða á alþjóðavettvangi, jafnhliða stuðningi við átak Sameinuðu þjóðanna um bætt umferðaröryggi. Í þeim tilgangi verði leitað stuðnings við það að eitt af þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem sett verða árið 2015 beinist að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða á taugakerfinu. Jafnframt beiti stjórnvöld sér fyrir því að komið verði á sérstökum hvatningarverðlaunum sem veitt verði fyrir þróun vísindalegra aðferða og mótun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Þá beiti stjórnvöld sér á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni þannig að áherslu á mænuskaða á formennskuárinu verði fylgt eftir á næstu árum í norrænu samstarfi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.