Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 348. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 42/143.

Þingskjal 1244  —  348. mál.


Þingsályktun

um mótmæli gegn ofsóknum gegn samkynhneigðum í Úganda.


    Alþingi fordæmir harðlega nýlega samþykkt þingsins í Úganda og staðfestingu forseta landsins á lögum sem heimila ofsóknir gegn samkynhneigðum.
    Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að ítreka hörð mótmæli íslenskra stjórnvalda gagnvart stjórnvöldum í Úganda vegna þeirra mannréttindabrota sem í löggjöfinni felast og jafnframt að fara yfir fyrirkomulag þróunaraðstoðar við Úganda með það fyrir augum að auka fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu og annarra frjálsra félagasamtaka án þess að draga úr heildarframlögum til landsins að sinni.
    Jafnframt felur Alþingi utanríkisráðherra að kynna afstöðu þingsins þeim ríkjum sem eiga í þróunarsamvinnu við Úganda, einkum Norðurlöndunum, og leita samstöðu um að fleiri ríki hagi viðbrögðum sínum með sama hætti.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.