Ferill 765. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1651  —  765. mál.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Við A-lið.
                  a.      Í stað orðsins „Hugað“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: Unnið.
                  b.      Í stað orðanna „Leitast verði við að“ í 4. málsl. 1. mgr. komi: Leitað verði eftir að.
     2.      Við lið A.1.
                  a.      Á eftir 1. málsl. liðarins Markmið komi nýr málsliður, svohljóðandi: Að öðlast þekk­ingu á viðhorfum og reynslu innflytjenda er varðar mikilvæg samfélagsmál.
                  b.      Á eftir orðunum „mennta- og menningarmálaráðuneytið“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: Hagstofan.
                  c.      Liðurinn Kostnaður orðist svo: 3,5 m.kr.
     3.      Á eftir orðinu „Fjölmenningarsetur“ í liðnum Samstarfsaðilar í lið B.1 komi: Hagstofan.
     4.      Við lið B.2.
                  a.      Fyrirsögn liðarins orðist svo: Móttökuáætlun sveitarfélaga.
                  b.      Orðin „Stefnt verði að því“ í liðnum Mælikvarði falli brott.
                  c.      Við liðinn Niðurstaða bætist: og unnið verði samkvæmt henni við móttöku innflytj­enda í þorra sveitarfélaga.
     5.      Við lið B.6.
                  a.      Á eftir orðinu „íþrótta-“ í fyrirsögn liðarins komi: tómstunda-.
                  b.      Orðin „af ólíkum uppruna“ í 2. málsl. liðarins Framkvæmd falli brott.
                  c.      Í stað skammstöfunarinnar „ÍSÍ“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.
                  d.      Í stað 1. og 2. málsl. liðarins Mælikvarði komi einn nýr málsliður, svohljóðandi: Spurningar úr könnun frá árinu 2008 verði lagðar fyrir að nýju við upphaf og lok að­gerðarinnar.
                  e.      Liðurinn Niðurstaða orðist svo: Fleiri börn og ungmenni taki þátt í skipulögðu tómstundastarfi, minna brotthvarf úr skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi, bætt íslenskukunnátta, aukin félagsleg færni og vellíðan barna af erlendum uppruna.
     6.      Við lið B.7.
                  a.      Í stað orðanna „draga þannig úr heimilisofbeldi“ í liðnum Markmið komi: auka for­varnir með það að markmiði að draga úr heimilisofbeldi og afleiðingum þess.
                  b.      Á eftir orðinu „heilsugæsla“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: Jafnréttisstofa.
                  c.      Liðurinn Niðurstaða orðist svo: Betri forvarnir, fleiri úrræði og sterkara stuðningsnet fyrir konur sem verða fyrir heimilisofbeldi.
     7.      Við lið C.1.
                  a.      Liðurinn Markmið orðist svo: Að búa innflytjendum í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum jöfn tækifæri og sömu aðstöðu til náms og öðrum börnum og ung­mennum, bæta námsárangur og styrkja kennslu í íslensku.
                  b.      Liðurinn Mælikvarði orðist svo: Það dragi úr mun á lesskilningi innflytjenda og inn­fæddra í PISA-könnuninni.
     8.      Í stað 2. málsl. liðarins Markmið í lið C.2 komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Allir nemendur grunn- og framhaldsskóla og foreldrar þeirra séu upplýstir um rétt nemenda til að fá eigið móðurmál metið árið 2017. Við reglulegt námsmat skal gerð grein fyrir hvort og með hvaða hætti nemandi fær kennslu í móðurmáli.
     9.      Við lið C.3.
                  a.      Liðurinn Markmið orðist svo: Að fjölga nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku, sem standast námsmarkmið við lok grunnskóla, innritast í framhaldsskóla og ljúka námi formlega með útskrift úr framhaldsskóla.
                  b.      Á undan orðinu „Menntamálastofnun“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: Hagstofan.
                  c.      Í stað orðanna „Árið 2019 er stefnt að því að ekki greinist“ í liðnum Mælikvarði komi: Að árið 2019 greinist ekki.
     10.      Í stað orðanna „sem ekki tala íslensku“ í liðnum Markmið í lið C.4 komi: með annað móðurmál en íslensku.
     11.      Á undan orðinu „Vinnumálastofnun“ í liðnum Samstarfsaðilar í lið D.2 komi: Hagstof­an.
     12.      Liðurinn Mælikvarði í lið D.5 orðist svo: Veittum sérfræðileyfum verði fjölgað um 20% á tímabilinu.
     13.      Í stað orðsins „vegna“ í 3. málsl. 1. mgr. E-liðar komi: við.
     14.      Við lið E.2.
                  a.      Á eftir orðinu „Innanríkisráðuneytið“ í liðnum Samstarfsaðilar komi: mennta- og menningarmálaráðuneytið.
                  b.      Í stað orðanna „að fá fræðslu“ í liðnum Mælikvarði komi: fræðsla.
     15.      Við lið E.3 bætist nýr liður, svohljóðandi: Niðurstaða: Tillögur að laga- og reglugerðar­breytingum þegar þess er þörf, til að tryggja að almenn löggjöf taki með fullnægjandi hætti tillit til sérstöðu flóttafólks.
     16.      Við lið E.4.
                  a.      Fyrirsögn liðarins Samstarf verði: Samstarfsaðilar.
                  b.      Við bætist nýr liður, svohljóðandi: Niðurstaða: Markviss stefnumótun á grundvelli rannsókna um stöðu og líðan flóttafólks.
     17.      Við lið E.5.
                  a.      Í stað orðanna „komi með“ í liðnum Framkvæmd komi: leggi fram.
                  b.      Í stað orðsins „atvinnumarkaði“ í liðnum Framkvæmd komi: vinnumarkaði.
                  c.      Fyrirsögn liðarins Samstarf verði: Samstarfsaðilar.
                  d.      Við bætist nýr liður, svohljóðandi: Niðurstaða: Að flóttafólk fái viðunandi stuðning til þess að hefja þátttöku á vinnumarkaði sem fyrst eftir komu til landsins.