Ferill 448. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 643  —  448. mál.
Stjórnartillaga.



Tillaga til þingsályktunar


um staðfestingu rammasamkomulags milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum.


Frá utanríkisráðherra.



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd rammasamkomulag milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs, um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum, sem gert var í London 21. júní 2018, ásamt eftirtöldum viðaukum:
    I. viðauki: Samkomulag um langtímaveiðistjórnun loðnustofnsins á hafsvæðinu milli Austur-Grænlands, Íslands og Jan Mayen.
    II. viðauki: Ráðstafanir varðandi aðgang og tæknileg skilyrði til loðnuveiða milli Íslands og Grænlands.
    III. viðauki: Ráðstafanir varðandi aðgang og tæknileg skilyrði til loðnuveiða milli Íslands og Noregs.
    IV. viðauki: Aðgangur til loðnuveiða milli Noregs og Grænlands/Danmerkur.
    V. viðauki: Tafla 1 og 2. Skýrslugjöf um aflamörk loðnu og loðnuafla á hafsvæðinu milli Íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen.

Greinargerð.

    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á rammasamkomulagi milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum, sem undirritað var fyrir Íslands hönd 21. júní 2018. Samkomulagið er prentað sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt viðaukum. Gert er ráð fyrir að samningsaðilar geti breytt efni viðauka á árlegum samráðsfundi ríkjanna um loðnustofninn ef samningsaðilar, sem hagsmuna hafa að gæta, samþykkja.
    Samningaviðræður milli þeirra ríkja sem eiga hagsmuna að gæta vegna veiða úr loðnustofninum og skilgreind eru sem strandríki, Grænlands, Noregs og Íslands, hófust árið 2016. Sjö samningafundir voru haldnir. Á viðræðufundi íslenskra, grænlenskra og norskra embættismanna í London dagana 18.–21. júní 2018 náðist niðurstaða um gerð nýs þríhliða samkomulags milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs um skiptingu leyfilegs hámarksafla og fyrirkomulag kvótaúthlutunar.
    Forsaga málsins er sú að fulltrúar Grænlands óskuðu árið 2015 eftir því að svokölluð lífsferilsskýrsla (e. zonal-attachment) yrði unnin um loðnustofninn. Skýrslan var kynnt ríkjunum vorið 2016. Í henni kom meðal annars fram að umtalsverðar breytingar hefðu orðið á lífsferli loðnu miðað við niðurstöðu skýrslu frá árinu 1986. Í fyrri lífsferilsskýrslu var talið að loðna væri um 20% af lífsferli sínum í grænlenskri lögsögu en niðurstaða nýrrar skýrslu gaf til kynna að loðnan væri 75%–95% eftir árabilum af sínum lífsferli í grænlenskri lögsögu. Auk þess kom fram að loðnan væri ekki í lögsögu Jan Mayen.
    Í kjölfar skýrslunnar settu fulltrúar Grænlands fram þá kröfu að hlutdeild Grænlands í heildaraflanum yrði yfir helmingur heildaraflans á vertíð. Jafnframt óskuðu grænlensk yfirvöld eftir auknum aðgangi að íslenskri lögsögu til loðnuveiða sinna skipa. Fulltrúar Íslands töldu þessar kröfur óraunhæfar. Þar sem ný lífsferilsskýrsla sýndi að loðna væri ekki í lögsögu Jan Mayen voru uppi sjónarmið um að Noregur ætti ekki rétt til hlutdeildar í loðnuveiðum ríkjanna. Afstaða íslenskra yfirvalda var að Noregur yrði áfram samningsaðili enda gæti hegðun og göngumynstur loðnu breyst í framtíðinni og hún gengið aftur í lögsögu Jan Mayen.
    Loðnuveiðar á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Jan Mayen hafa á undanförnum árum farið fram á grundvelli þríhliða samnings milli Íslands, Grænlands/Danmerkur og Noregs, sem gerður var í Reykjavík 8. júlí 2003 og tvíhliða samninga milli landanna sem gerðir voru í Reykjavík 8. og 9 júlí 2003. Í nýju rammasamkomulagi milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum felst að hlutur Íslands í heildaraflanum lækkar úr 81% í 80% en hlutur Noregs minnkar úr 8% í 5% frá fyrri samningi. Hlutur Grænlands hækkar því úr 11% í 15%.
    Samkomulagið staðfestir með formlegum hætti að ákvörðun heildarafla á hverri vertíð byggist á langtíma nýtingarstefnu, en Alþjóða hafrannsóknarráðið (ICES) hefur staðfest að þessi nýtingarstefna, eins og hún er skilgreind í viðauka I við samkomulagið, sé í samræmi við viðmið um ábyrgar veiðar, sjálfbærni stofnsins og varúðarsjónarmið. Ákvörðun um heildarafla á vertíð hefur síðustu tvær vertíðar grundvallast á framangreindri nýtingarstefnu. Með þessari nýtingarstefnu er einnig staðfest sú samstaða strandríkjanna, sem hafði verið á milli þeirra frá árinu 2015, að stunda ekki ósjálfbærar sumarveiðar. Þessi samstaða þýðir að nær engin loðna er lengur veidd í fiskveiðilögsögu annarra ríkja en Íslands.
    Hið nýja samkomulag gerir ekki ráð fyrir öðrum breytingum á fyrirkomulagi kvótaúthlutunar. Íslandi er því t.d. áfram heimilt, komi í ljós að hlutur Grænlands eða Noregs veiðist ekki að fullu, að veiða það magn sem óveitt er, en Ísland þarf að greiða bætur vegna slíkra veiða ef grænlensk og norsk skip ná ekki að veiða sína hlutdeild vegna síðbúinnar ákvörðunar um leyfilegan hámarksafla. Í nýju rammasamkomulagi er bótaskylda þó miðuð við að ákvörðun um heildarafla sé tekin 5. febrúar eða síðar á árinu. Slíkt tímamark var ekki í fyrri samningi.
    Skilyrði fyrir tvíhliða aðgangi að fiskveiðilögsögu samningsaðila og tæknilegar takmarkanir koma fram í viðaukum II, III og IV við rammasamkomulagið. Aðgangur norskra skipa að íslenskri lögsögu er óbreyttur frá fyrri samningi, sem kvað á um að norsk skip hefðu einungis heimild til að veiða sína hlutdeild í heildarafla loðnu í fiskveiðilandhelgi Íslands norðan við breiddargráðu 64°30´N. Fjöldi norskra skipa, sem samtímis fá leyfi til að veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, takmarkast eins og áður við 30 skip. Grænlenskum skipum er heimilt samkvæmt samkomulaginu að veiða 35.000 lestir sunnan breiddargráðu 64°30´N eftir 15. febrúar 2018. Jafnframt er þremur tilgreindum grænlenskum skipum heimilt að vinna að hámarki 6.500 lestir samtals af afla um borð, meðan skipin eru í fiskveiðilandhelgi Íslands. Aðgangur grænlenskra skipa er þannig nánast óbreyttur, en fyrri samningur heimilaði einungis tveimur grænlenskum skipum að vinna þess 6.500 tonn í staða þriggja samkvæmt nýja rammasamkomulagi.
    Í rammasamkomulaginu lýsa samningsaðilar yfir þeim vilja sínum að eiga náið samstarf um frekari rannsóknir á loðnustofninum. Nýja samkomulagið hefur jafnframt að geyma skýrari ákvæði um skýrsluskil og miðlun upplýsinga um afla og framsal aflahlutdeildar en fyrri samningur. Fiskistofa safnar og heldur utan um allar aflaupplýsingar hvað varðar veiði á loðnu. Jafnskjótt og upplýsingum hefur verið safnað skal Fiskistofa miðla þessum upplýsingum á sérstöku formi, sem tilgreint er í samkomulaginu, til samningsaðila.
    Nýja rammasamkomulagið er ótímabundið, en hægt er að segja því upp með einnar vertíðar fyrirvara. Samkomulagið tók gildi til bráðabirgða við undirritun þess og mun öðlast gildi endanlega þegar stjórnskipulegum fyrirvörum hvers lands um sig hefur verið fullnægt.

Fylgiskjal.


RAMMASAMKOMULAG MILLI GRÆNLANDS/DANMERKUR, ÍSLANDS OG NOREGS UM VERNDUN LOÐNUSTOFNSINS OG STJÓRNUN VEIÐA ÚR HONUM


     1.      Sendinefndir frá Íslandi, Grænlandi og Noregi (hér á eftir nefnd „aðilar“) hittust í London 18.–21. júní til að eiga viðræður um rammasamkomulag um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum (á hafsvæðinu milli Íslands, Austur-Grænlands og Jan Mayen). Í forsvari fyrir sendinefndunum voru Emanuel Rosing fyrir hönd Grænlands, Jóhann Guðmundsson fyrir hönd Íslands og Ann Kristin Westberg fyrir hönd Noregs. Formenn sendinefndanna komu sér saman um að leggja til, hver við sín yfirvöld, að eftirfarandi fyrirkomulagi verði komið á:

Fundir um stjórnun veiða
     2.      Aðilar skulu koma saman a.m.k. einu sinni á ári til strandríkjafunda. Aðilar skulu samþykkja sameiginlega bókun um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum fyrir hvert fiskveiðitímabil. Alla viðauka við þetta samkomulag má endurskoða árlega með sameiginlegri bókun að því tilskildu að hlutaðeigandi aðilar samþykki það.

Fiskveiðitímabil
     3.      Fiskveiðitímabilið hefst 20. júní og því lýkur 15. apríl árið eftir. Frá og með árinu 2021 hefst fiskveiðitímabilið 15. október og því lýkur 15. apríl árið eftir.

Ákvörðun leyfilegs hámarksafla
     4.      Leyfilegur hámarksafli á fiskveiðitímabilinu skal ákvarðaður í samræmi við áætlun um stjórnun veiða til langs tíma í I. viðauka.
     5.      Leyfilegur hámarksafli skal ákvarðaður í þremur áföngum, upphafsaflamark, milliaflamark og lokaaflamark.
                  a.      Ákvörðun upphafsaflamarks skal vera í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) sem gefin er út eigi síðar en 1. desember fyrir fiskveiðitímabilið sem hefst árið eftir, í samræmi við 3. gr. Upphafsaflamark skal byggjast á áætluðu magni ókynþroska loðnu (að undanskildum seiðum á fyrsta ári) samkvæmt haustmælingu.
                  b.      Milliaflamark skal leysa upphafsaflamarkið af hólmi og grundvallast á áætluðu magni kynþroska loðnu samkvæmt haustmælingu á fiskveiðitímabilinu. Þessi ráðgjöf skal birt án ástæðulausrar tafar að mælingu lokinni.
                  c.      Lokaaflamark skal ákveða veturinn eftir, að lokinni mælingu á hrygningarstofni loðnu, yfirleitt í janúar/febrúar. Uppfæra má lokaaflamark á grundvelli niðurstaðna næstu vetrarmælingar (eða -mælinga) á eftir. Þessi ráðgjöf skal birt án ástæðulausrar tafar að mælingu lokinni.
     6.      Áætlun um stjórnun veiða til langs tíma skal að jafnaði endurskoðað fimmta hvert ár. Þó er heimilt að endurskoða hana á árlegum strandríkjafundum. Komist aðilar að samkomulagi um að breyta áætluninni um stjórnun veiða til langs tíma skulu breytingarnar ekki taka gildi fyrr en Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur staðfest að þær séu í samræmi við varúðarnálgun.

Fyrirkomulag skiptingar
     7.      Leyfilegur hámarksafli, sem ákveðinn er skv. 4.–6. gr., skiptist milli aðila þannig:
  —      Ísland:          80 af hundraði.
  —      Grænland     15 af hundraði.
  —      Noregur:     5 af hundraði.

Fyrirkomulag aðgangs, tæknilegar ráðstafanir o.s.frv.
     8.      Aðilar mega veiða það aflamark, sem þeim er úthlutað, hver innan sinnar fiskveiðilögsögu, og að auki í samræmi við það fyrirkomulag aðgangs og þær tæknilegu ráðstafanir sem lýst er í II., III. og IV. viðauka.
     9.      Aðilar skulu heimila löndun loðnuafla í höfnum sínum.

Bætur
     10.      Ekki má færa ónýtt aflamark til næsta fiskveiðitímabils sakir lífsferils tegundarinnar. Ef aðili veiðir stærri hlut en sem nemur aflamarki sínu skal draga sama magn loðnu frá aflamarki hans fyrir næsta fiskveiðitímabil og úthluta því til annarra aðila að þessum samningi. Ef engar veiðar eru leyfðar á komandi fiskveiðitímabili skal draga magnið, sem umfram var, frá fyrir næsta tímabil þegar veiðar eru leyfðar.
     11.      Nýti Grænland og Noregur ekki það aflamark sem þeim er úthlutað fyrir tiltekið fiskveiðitímabil er Íslandi heimilt að veiða það magn sem óveitt er. Sé lokaaflamark ákvarðað 5. febrúar eða síðar er Íslandi heimilt að veiða ónýtt aflamark gegn fullum bótum til Noregs og Grænlands fyrir það magn sem veitt er á næsta tímabili. Ísland skal upplýsa Grænland og Noreg að veiðitímabilinu loknu um útreikning á ónotuðu aflamarki þeirra og nýtingu þess.

Vísindasamstarf
     12.      Aðilar voru einhuga um að mikil þörf væri á rannsóknum í tengslum við að betrumbæta vísitölu loðnu og þekkingu á vistfræði og dreifingu hennar og samþykktu að vinna saman og leggja sitt af mörkum í þessu tilliti.
     13.      Skipuleggja skal og framkvæma vöktunarmælingar, greina þær og endurskoða í samstarfi við alla aðila sem að þeim koma og skal Ísland annast samræmingu bæði haust- og vetrarmælinga. Niðurstöðum og ráðgjöf skal miðlað án tafar til allra aðila.

Formennska samráðsfunda
     14.      Árlegir samráðsfundir skulu haldnir eigi síðar en 15. júní og skulu Grænland, Ísland og Noregur skiptast á um að fara með formennsku þeirra.

Aflatilkynningar
     15.      Sérhver aðili skal eigi síðar en 15. apríl ár hvert veita upplýsingar um heildarafla sinn á því fiskveiðitímabili.
     16.      Sérhver aðili skal, eins fljótt og auðið er, tilkynna hinum aðilunum um hvers kyns framsal aflaheimilda vegna loðnu.
     17.      Aðilar skulu veita aflaupplýsingar á því sniði sem fram kemur í V. viðauka við þetta rammasamkomulag. Upplýsingar skv. 15. og 16. gr. skulu sendar Fiskistofu á Íslandi. Jafnskjótt og upplýsingum hefur verið safnað, á sniðinu sem lýst er í V. viðauka, skal Fiskistofa tilkynna öllum aðilum um það.

Gildistími og málsmeðferð við að draga sig út úr samkomulaginu
     18.      Rammasamkomulag þetta gildir til bráðabirgða frá undirritunardegi þar til lokastaðfesting hefur farið fram skv. 19. gr. Samkomulagið skal gilda uns einhver aðilanna dregur sig út úr því skv. 20.–22. gr.
     19.      Rammasamkomulag þetta tekur endanlega gildi þegar aðilarnir hafa uppfyllt stjórnskipuleg skilyrði fyrir gildistöku samkomulagsins.
     20.      Sérhverjum aðila er heimilt að draga sig út úr þessu rammasamkomulagi með formlegri tilkynningu til hinna aðilanna fyrir 15. maí með skýringu og rökstuðningi fyrir því af hverju hann kýs að draga sig út úr samkomulaginu.
     21.      Rammasamkomulag þetta gildir áfram a.m.k. til loka næsta fiskveiðitímabils eftir að formleg tilkynning hefur verið lögð fram.
     22.      Eftir viðtöku formlegrar tilkynningar skal formaðurinn efna til og skipuleggja fundi milli aðila með það að markmiði að komast að niðurstöðu um nýtt rammasamkomulag áður en rammasamkomulag þetta fellur úr gildi.

London, 21. júní 2018


Fyrir hönd Grænlands
Emanuel Rosing
Fyrir hönd Noregs
Ann Kristin Westberg
Fyrir hönd Íslands
Jóhann Guðmundsson


I. viðauki

SAMKOMULAG UM LANGTÍMAVEIÐISTJÓRNUN LOÐNUSTOFNSINS Á HAFSVÆÐINU MILLI AUSTUR-GRÆNLANDS, ÍSLANDS OG JAN MAYEN

    Á strandríkjafundi í maí 2015 komust aðilarnir að samkomulagi um að samþykkja ráðgjafarregluna, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið mat sem svo í janúar 2015 að samrýmdist varúðarnálguninni, sem aflareglu fyrir loðnustofninn. Forsendurnar á bak við regluna eru tilgreindar í ICES 2015. 1
    Markmið aflareglunnar er að ákvarða lokaaflamark er tryggi, með 95% líkum, að eftir standi að lágmarki 150 000 tonna (B lim) hrygningarstofn. Þetta er gert með röð bergmálsmælinga frá september til febrúar og er leyfilegur hámarksafli ákvarðaður í þremur áföngum, upphafsaflamark, milliaflamark og lokaaflamark.

     1.      Upphafsaflamark fyrir næsta fiskveiðitímabil er ákvarðað á grundvelli mats á ókynþroska hluta stofnsins í kjölfar bergmálsmælingar að hausti (september-október).

             Skilgreindir eru tveir fastir punktar:
                  a.      U trigger = 50 milljarðar af ókynþroska loðnu.
                  b.      TAC MAX = 400 000 tonn fyrir U >127 milljarðar af ókynþroska loðnu.

             Aðferðin við að ákvarða upphafs-/bráðabirgðaaflamark er:
              *      TAC = 5,2x(U imm–U trigger) þús. tonna fyrir U imm á bilinu 50–127 milljarðar.
              *      TAC = 0 ef U imm <50 milljarðar.
              *      TAC = 400 000 tonn ef U imm >127 milljarðar.

     2.      Milliaflamark fyrir yfirstandandi fiskveiðitímabil er ákvarðað í kjölfar bergmálsmælingarinnar að hausti. Áætlaðar tölur um lífmassa hrygningarstofns (SSB) loðnu að teknu tilliti til óvissumats eru tengdar við gögn um áætlaðar stærðir og dreifingu ránfiskstofna. Áætluðu tölurnar eru settar inn í afránslíkan sem keyrt er með mismunandi aflatölum fram að hrygningu í mars. Milliaflamarkið er ákvarðað við þann afla sem gefur p(SSB <B lim = 150 000 tonn) <0,05.

     3.      Lokaaflamark er ákvarðað í kjölfar bergmálsmælingar að vetri (janúar–febrúar). Áætlaðar tölur um lífmassa hrygningarstofns loðnu að teknu tilliti til óvissumats eru tengdar við gögn um áætlaðar stærðir og dreifingu ránfiskstofna. Lokaaflamarkið er ákveðið á grundvelli allra bergmálsmælinga á kynþroska hluta stofnsins frá hausti fram á vetur. Áætluðu tölurnar eru settar inn í afránslíkan sem keyrt er með mismunandi afla fram að hrygningu í mars. Milliaflamarkið er ákvarðað við þann afla sem gefur p(SSB<B lim = 150 000 tonn) <0,05.


II. viðauki

Ráðstafanir varðandi aðgang og tæknileg skilyrði til loðnuveiða milli Íslands og Grænlands

    Grænlenskum skipum er heimilt að stunda loðnuveiðar í efnahagslögsögu Íslands.
     1.      Eftir 15. febrúar og sunnan 64°30.N breiddargráðu er einungis heimilt að veiða að hámarki 35.000 tonn af loðnu.
     2.      Þremur tilgreindum grænlenskum skipum er heimilt að vinna að hámarki 6.500 tonn samtals af afla um borð meðan skipið er innan efnahagslögsögu Íslands.
     3.      Grænlensk skip skulu hlíta sömu reglum varðandi veiðarfæri og eiga við um íslensk skip meðan þau eru innan efnahagslögsögu Íslands.
     4.      Veiðum skal haga í samræmi við ákvæði reglugerða sem eiga við um veiðar erlendra skipa í viðeigandi sérefnahagslögsögu eða reglur sem aðilar sammælast um. Aðilar skulu upplýsa hver annan um viðeigandi reglugerðir sem gilda um loðnuveiðar í sérefnahagslögsögu þeirra. Senda skal upplýsingar um fyrirliggjandi reglugerðir. Aðilum er gert að samræma reglugerðir sínar eins og frekast er kostur.

London, 21. júní 2018.


Fyrir hönd Grænlands
Emanuel Rosing
Fyrir hönd Íslands
Jóhann Guðmundsson


III. viðauki

Ráðstafanir varðandi aðgang og tæknileg skilyrði til loðnuveiða milli Íslands og Noregs

     1.      Ísland heimilar norskum skipum að veiða 100% af aflamarki Noregs, óháð uppruna, í sérefnahagslögsögu Íslands norðan við 64°30´N. Framselt aflamark skal nýta innan sama fiskveiðitímabils.
     2.      Fiskveiðitímabili Noregs innan sérefnahagslögsögu Íslands lýkur 22. febrúar. Sé lokaaflamark ákvarðað óvenju seint hafa íslensk yfirvöld samþykkt að íhuga framlengingu fiskveiðitímabilsins.
     3.      Fjöldi norskra skipa, sem samtímis fá leyfi til að veiða í sérefnahagslögsögu Íslands, takmarkast við 30 skip.
     4.      Noregur heimilar íslenskum skipum að veiða 100% af aflamarki sínu í fiskveiðilögsögunni við Jan Mayen, og einnig framselt aflamark loðnu frá öðrum samningsaðilum.
     5.      Umsóknir um leyfi skal senda til Fiskistofunnar í Noregi eða Fiskistofu á Íslandi.
     6.      Veiðum skal haga í samræmi við ákvæði reglugerða sem eiga við um veiðar erlendra skipa í viðeigandi sérefnahagslögsögu eða reglur sem aðilar sammælast um.
     7.      Aðilar skulu upplýsa hver annan um viðeigandi reglugerðir sem gilda um loðnuveiðar í sérefnahagslögsögu þeirra. Senda skal upplýsingar um fyrirliggjandi reglugerðir. Aðilum er gert að samræma reglugerðir sínar eins og frekast er kostur.

21. júní 2018.


Fyrir hönd Noregs
Ann Kristin Westberg
Fyrir hönd Íslands
Jóhann Guðmundsson


IV. viðauki

Aðgangur til loðnuveiða milli Noregs og Grænlands/Danmerkur

     1.      Aðilar komust að samkomulagi um að Grænland heimili norskum skipum aðgang til loðnuveiða í efnahagslögsögu Grænlands á ICES-svæðum XIV og V, N 64 30'.
     2.      Noregur heimilar sömuleiðis grænlenskum skipum aðgang til loðnuveiða innan fiskveiðilögsögu Jan Mayen.
     3.      Svo lengi sem rammasamkomulag þetta er í gildi mun Noregur heimila að aflamark botnfisks sem Grænland fær frá Noregi og Rússlandi sé veitt í efnahagslögsögu Noregs og/eða á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Veiðum skal hagað í samræmi við gildandi reglur.

21. júní 2018.


Fyrir hönd Noregs
Ann Kristin Westberg
Fyrir hönd Grænlands
Emanuel Rosing


V. viðauki



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



FRAMEWORK ARRANGEMENTBETWEEN GREENLAND/DENMARK, ICELAND AND NORWAY ON THE CONSERVATION AND MANAGEMENT OF CAPELIN


     1.      Delegations from Iceland, Greenland and Norway (hereafter “the Parties”) met in London on 18 to 21 June to consult on a Framework Arrangement on the conservation and management of capelin (Iceland Grounds, east Greenland and Jan Mayen area). The delegations were headed by Emanuel Rosing for Greenland, Jóhann Guðmundsson for Iceland and Ann Kristin Westberg for Norway. The Heads of Delegations agreed to recommend to their respective authorities the following arrangements:

Consultations on management
     2.      The Parties shall meet at least once a year for coastal State consultations. The Parties shall adopt an Agreed Record for the conservation and management of the capelin stock for each fishing season. All annexes to this agreement can be revised annually by agreed record, provided that the involved Parties agree.

Fishing season
     3.      The fishing season starts 20 June and ends 15 April the following year. From 2021 the fishing season starts 15 October and ends 15 April the following year.

Establishment of Total Allowable Catch (TAC)
     4.      The TAC for the fishing season shall be established in accordance with the Long Term Management Plan set out in Annex 1.

     5.      The TAC shall be determined in three stages; an initial TAC, an intermediate TAC and a final TAC;
                  a.      The initial TAC shall follow the advice by ICES that is issued no later than 1 rst of December for the fishing season starting in accordance with Article 3 for the year after. The initial TAC shall be based on the estimated abundance of immature capelin (excluding 0-year olds) from the autumn survey.
                  b.      The intermediate TAC shall replace the initial TAC and be based on the estimate of maturing capelin from the autumn survey in the fishing season. This advice shall be released without undue delay after the survey.
                  c.      The final TAC shall be set the following winter after the survey of pre-spawning capelin, typically in January/February. The final TAC may be updated based on subsequent winter survey(s). This advice shall be released without undue delay after the survey.

     6.      As a rule the Long Term Management Plan shall be revised every fifth year. The Long Term Management Plan may however be revised at the yearly coastal State consultations. If Parties agree on changing the Long Term Management Plan, the changes shall not apply until ICES has confirmed that such changes are precautionary.

Sharing arrangement
     7.      The TACs set pursuant to Articles 4-6 shall be shared as follows:
  —      Iceland:          80 percent.
  —      Greenland:     15 percent.
  —      Norway:          5 percent.

Access arrangements and technical measures etc.
     8.      The Parties may fish their allocated quota in their respective zones of fisheries jurisdiction, as well as in accordance with the access arrangements and the technical measures described in Annexes 2, 3 and 4.

     9.      Parties shall allow landings of catches of capelin in their respective ports.

Compensation
     10.      Unutilized quota cannot be transferred to the following fishing season due to the life cycle of the species. If a Party exceeds its quota, the same amount of capelin should be subtracted from their quota for the following fishing season and allocated to other Parties of this agreement. In case there is no fishery in subsequent fishing season, the exceeded amount shall be subtracted from the next season when fishing is allowed.

     11.      If Greenland and Norway do not utilize their allocated quota for a given fishing season, Iceland can utilize the remaining quantity. In the event that final TAC is established 5 February or later, Iceland can fish the unutilized quota against full compensation to Norway and Greenland for the amount fished the following season. Iceland shall inform Greenland and Norway after the end of the season about the calculation and utilization of their unused quota.

Scientific cooperation
     12.      The Parties agreed that research related to improving abundance estimation as well as the knowledge on ecology and distribution of capelin is much needed and agree to cooperate and contribute on these matters.

     13.      Monitoring surveys shall be planned, conducted, analyzed and reviewed in cooperation with all contributing Parties, with Iceland as the coordinator for both the autumn and winter surveys. The outcome and advice shall without delay be communicated to all Parties.

Chairing of consultations
     14.      The annual consultations shall be held no later than 15 June and chaired on a rotating basis by Greenland, Iceland and Norway.

Communication of catches
     15.      Each Party shall by 15 April provide information on their total catches in the current season.

     16.      Each Party shall, as soon as possible, inform the other Parties on any transfer arrangements involving capelin.

     17.      The Parties shall provide information regarding catches in the format set out in Annex 4 to this framework arrangement. Information pursuant to Articles 15 and 16 shall be transmitted to the Directorate of Fisheries in Iceland. The Directorate shall inform all parties a soon as the information have been collected using the form described in Annex 5.

Duration and opting out procedures
     18.      This framework arrangement enters provisionally into force at the date of signature until final acceptance according to paragraph 19. The arrangement shall continue to apply until a Party opts out pursuant to paragraph 20-22.

     19.      This framework arrangement enters finally into force when the Parties have fulfilled their constitutional requirements necessary for the entry into force of the arrangement.

     20.      Any Party may opt out of this framework arrangement by giving a formal notification to the other Parties before 15 May, containing an explanation and justification of why the Party has chosen to opt out of the arrangement.

     21.      This framework arrangement shall remain in force until at least the end of the next fishing season after a formal notification is submitted.

     22.      After receiving a formal notification, the chair shall initiate and organize consultations among the Parties with the aim of reaching a conclusion on a new framework arrangement before the time when this framework arrangement is no longer in force.

London, 21 June 2018


For the Greenlandic Party Emanuel Rosing For the Norwegian Party
Ann Kristin Westberg
For the Icelandic Party
Johann Gudmundsson

Annex I

ARRANGEMENT FOR LONG-TERM MANAGEMENT OF THE CAPELIN STOCK IN E-GREENLAND – ICELAND – JAN MAYEN AREA


    At the Coastal State consultations in May 2015, the Parties agreed that the advisory rule evaluated by ICES in January 2015 to be consistent with the precautionary approach should be adopted as a Harvest Control Rule for the capelin stock. The rational behind the rule is described in ICES 2015 1
    The objective of the harvest control rule is to set a final TAC which ensures, with a 95% probability, that a minimum of 150,000t (B lim) remains for spawning. This is achieved by a series of acoustic surveys from September – February and the TAC is determined in three stages; an initial TAC, an intermediate TAC and a final TAC.

     1.      The initial TAC for the next fishing season is set based on estimates of the immature part of the stock following an acoustic survey in autumn (September - October).

             Two fixed points are defined:
                  a.      U trigger = 50 billion immature capelin.
                  b.      TAC MAX = 400 000 tonnes for U >127 billion immature capelin.

             The method for setting the initial/preliminary TAC is:
              *      TAC = 5.2x(U imm–U trigger) thous. tonnes for U imm in the range 50–127 billion.
              *      TAC = 0 if U imm <50 billion.
              *      TAC = 400 000 tonnes if U imm >127 billion.

     2.      The intermediate TAC for the current fishing season is set following the acoustic survey in autumn. Estimates on capelin spawning stock biomass (SSB) with uncertainty estimate are combined with data on predicted predator stocks size and distribution. The estimates are fed into a predation model run with varying catches until spawning in March. The intermediate TAC is set at the catch giving p(SSB <B lim = 150 000 tonnes) <0.05.

     3.      The final TAC is set following an acoustic survey in winter (January–February). Estimates on capelin spawning stock biomass with uncertainty estimate are combined with data on predicted predator stocks size and distribution. Final TAC is set based on all acoustic surveys on the mature part of the stock from autumn to winter. The estimates are fed into a predation model run with varying catches until spawning in March. The intermediate TAC is set at the catch giving p(SSB <B lim = 150 000 tonnes ) <0.05.


Annex II

Measures for access and technical conditions in the capelin fishery between Iceland and Greenland


Greenlandic vessels are allowed to catch Capelin in the Icelandic Economic zone.


     1.      The amount of Capelin that is fishable after 15 February south of 64°30 shall be limited to 35,000 tonnes.

     2.      Production on board shall be permitted for three specified Greenlandic vessels for a quantity of 6,500 tonnes when operating in the Icelandic Economic zone.

     3.      Greenlandic vessels shall have the same conditions regarding gear as Icelandic vessels when operating in the Icelandic Economic zone.

     4.      The fishery is to be conducted according to regulations applying for foreign vessels fishing in the relevant EEZ, or according to rules agreed upon by the Parties. The Parties shall be notified on a mutual basis on the relevant regulations applying for the capelin fishery in their EEZ. Information about existing regulations shall be forwarded. The Parties are obliged to coordinate their regulations in the best possible manner.

London, 21 June 2018.


For the Greenlandic Party
Emanuel Rosing
For the Icelandic Party
Johann Gudmundsson


Annex III

Measures for access and technical conditions in the capelin fishery between Iceland and Norway


     1.      Iceland permits Norwegian vessels to fish 100% of Norway's quota, regardless of source of origin, in the Icelandic EEZ north of N 64. 30'. Quotas transferred shall be fished within the same fishing season.

     2.      The fishing period for Norway in IEEZ ends on 22 February. In case the final TAC is established unusually late, Icelandic authorities agreed to consider an extension of the fishing period.

     3.      The number of Norwegian vessels permitted to fish in the Icelandic EEZ at the same time is 30.

     4.      Norway permits Icelandic vessels to fish 100% of their quota in the fisheries zone around Jan Mayen, as well as any transfer of capelin from other Parties.

     5.      Applications for licenses should be sent to The Directorate of Fisheries in Norway or The Directorate of Fisheries in Iceland.

     6.      The fishery is to be conducted according to regulations applying for foreign vessels fishing in the relevant EEZ, or according to rules agreed upon by the Parties.

     7.      The Parties shall be notified on a mutual basis on the relevant regulations applying for the capelin fishery in their EEZ. Information about existing regulations shall be forwarded. The Parties are obliged to coordinate their regulations in the best possible manner.

21 June 2018.


For the Norwegian Party
Ann Kristin Westberg
For the Icelandic Party
Johann Gudmundsson


Annex IV

Access in the capelin fishery between Norway and Greenland/Denmark


     1.      The parties agreed that Greenland allows Norwegian vessels access to catch capelin in the Greenlandic Economic Zone in ICES areas XIV and V, N 64 30'.

     2.      Norway allows likewise Greenlandic vessels access to catch capelin in the Fisheries Zone around Jan Mayen.

     3.      As long as this Framework Arrangement is in force, Norway will allow the bottom fish quotas that Greenland receives from Norway and Russia to be fished in the Norwegian Economic Zone and/or in the Fisheries Protection Zone around Svalbard. The fishery shall be conducted in accordance with the current regulations.

21 June 2018.


For the Norwegian Party
Ann Kristin Westberg
For the Greenlandic Party
Emanuel Rosing


Annex V


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



1    ICES. 2015. Report of the Benchmark Workshop of Icelandic Stocks (WKICE), 26–30 January 2015, ICES Headquarters, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2015/ACOM:31.
1    ICES. 2015. Report of the Benchmark Workshop of Icelandic Stocks (WKICE), 26–30 January 2015, ICES Headquarters, Copenhagen, Denmark. ICES CM 2015/ACOM:31.