Fundargerð 154. þingi, 2. fundi, boðaður 2023-09-13 19:40, stóð 19:40:55 til 21:31:44 gert 13 21:56
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

2. FUNDUR

miðvikudaginn 13. sept.,

kl. 7.40 síðdegis.

Dagskrá:


Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana.

[19:40]

Horfa

Umræðurnar skiptust í tvær umferðir. Hver þingflokkur hafði 6 mínútur í hvorri umferð en forsætisráðherra hafði 12 mínútur til framsögu.

Röð flokkanna var í báðum umferðum þessi: Vinstri hreyfingin grænt -- framboð, Samfylkingin, Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Miðflokkurinn.

Ræðumenn fyrir Vinstrihreyfinguna -- grænt framboð voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í fyrri umferð og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í seinni umferð.

Fyrir Samfylkinguna töluðu Kristrún Frostadóttir, 3. þm. Reykv. s., í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, 4. þm. Reykv. n., í seinni umferð.

Fyrir Flokk fólksins töluðu Inga Sæland, 7. þm. Reykv. s., í fyrri umferð og Jakob Frímann Magnússon, 8. þm. Norðaust., í seinni umferð.

Fyrir Sjálfstæðisflokk töluðu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrri umferð og í seinni umferð Diljá Mist Einarsdóttir, 6. þm. Reykv. n.

Ræðumenn Pírata voru í fyrri umferð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, 7. þm. Suðvest., og í seinni umferð Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, 11. þm. Reykv. s.

Fyrir Framsóknarflokk töluðu í fyrri umferð Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og í seinni umferð Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Ræðumenn Viðreisnar voru í fyrri umferð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 5. þm. Suðvest., og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, 8. þm. Reykv. n., í þeirri seinni.

Ræðumenn Miðflokksins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þm. Norðaust., í fyrri umferð og Bergþór Ólafsson, 8. þm. Norðvest, í seinni umferð.

[21:31]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 21:31.

---------------