Mannauðsstefna

Mannauðsstefnu Alþingis er meðal annars ætlað:

  • Að tryggja Alþingi hæft, áhugasamt og traust starfsfólk.
  • Að tryggja góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk og leggja kapp á að aðbúnaður, hollustuhættir og starfsaðstæður séu í góðu horfi.
  • Að Alþingi sé eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem fær tækifæri til að eflast í starfi.
  • Að gott samstarf og gagnkvæmt traust ríki meðal starfsfólks.
  • Að starfsfólk eigi kost á fræðslu og endurmenntun sem eykur þekkingu þess í starfi og auðveldar því að takast á við ný og breytileg viðfangsefni.
  • Að starfsfólk séu vel upplýst um verkefni sín og skyldur og hafi yfirsýn og staðgóða þekkingu á verkefnum Alþingis.
  • Að stuðla að jafnrétti meðal starfsfólks Alþingis.
  • Að auðvelda starfsfólki að samræma fjölskylduábyrgð og starf.
  • Að bæta opinbera þjónustu og auka traust almennings á Alþingi.

Það er á ábyrgð starfsfólks og stjórnenda að vinna að framangreindum markmiðum. Mannauðsstefna Alþingis nær til alls starfsfólks sem starfar á Alþingi. Um starfskjör, réttindi og skyldur starfsfólks fer að lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, og lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, auk laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.