Ferill 516. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.



Þingskjal 895  —  516. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2014 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014–2015.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2014, frá 16. maí 2014, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 96/26/EB, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/ 2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/2006.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2014, frá 16. maí 2014, um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 96/26/EB, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/ 2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/2006.
    Gerðirnar kveða á um sameiginlegar reglur um skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum og um aðgang að mörkuðum fyrir alþjóðlega fólks- og farmflutninga á vegum. Með gerðunum er stefnt að því að stuðla að skilvirkum vöru- og fólksflutningum á vegum og búa til sanngjörn samkeppnisskilyrði án mismununar.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðanna sem hér um ræðir, en þær fela ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðunum sjálfum.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild í 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en jafnframt getur Alþingi heimilað stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir og 7. mgr. 45. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, sem kveður á um að stjórnskipulegum fyrirvara skv. 103. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæði beri að aflétta með þingsályktun, er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 96/26/EB, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/2006.
    Eins og að framan greinir kveða gerðirnar á um sameiginlegar reglur um skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum og um aðgang að mörkuðum fyrir alþjóðlega fólks- og farmflutninga á vegum. Í stuttu máli má segja að reglugerð (EB) nr. 1071/2009 fjalli um aðgang að þeirri atvinnugrein sem flutningar á vegum eru, en að reglugerðir (EB) nr. 1072/2009 og 1073/2009 fjalli annars vegar um aðgang að markaðnum fyrir alþjóðlega vöruflutninga á vegum og hins vegar um alþjóðlega flutninga á farþegum á vegum. Gildissvið síðastnefndu tveggja gerðanna einskorðast þannig í raun við alþjóðlega vöru- eða farþegaflutninga, þ.e. slíka flutninga yfir landamæri, og munu þær því hafa takmörkuð áhrif hérlendis.
    Nánar tiltekið fjallar reglugerð (EB) nr. 1071/2009 um aðgang að landflutningagreininni sem slíkri og er ætlað að skapa samræmdar reglur um skilmála og skilyrði sem þarf að uppfylla til að stunda flutningastarfsemi á landi. Eins og nánar er greint frá í næsta kafla mun þessi gerð hafa nokkur áhrif hérlendis. Helstu skilyrði sem þarf að uppfylla eru að flutningastjóri hafi umsjón með flutningum, að fyrirtækið hafi heimilisfesti innan EES-svæðisins og að það njóti trausts, eða „good repute“. Þá eru sett fram skilyrði um fjárhagsstöðu fyrirtækisins sem og menntunarkröfur, en fyrirtæki sem hafa starfað í a.m.k. tíu ár geta fengið undanþágu frá því ákvæði.
    Með reglugerð (EB) nr. 1072/2009 eru eins og áður segir settar samræmdar reglur um alþjóðlega farmflutninga á vegum innan EES. Gerð er krafa um að viðkomandi flutningsaðili hafi fengið sérstakt skírteini, „Community licence“, sem gefið er út til þeirra sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. Þá er í reglugerðinni kveðið á um svokölluð ökumannsvottorð, eða „driver attestation“, sem gefið er út til ökumanna sem eru á vegum fyrirtækja sem hafa uppfyllt skilyrði reglugerðarinnar. Í reglugerðinni er jafnframt fjallað um svokölluð gestaflutningaleyfi, „cabotage“, þ.e. heimildir til flutninga á vegum á milli landa Evrópusambandsins en það hefur afar takmarkað gildi hér á landi vegna staðsetningar Íslands.
    Þá er í reglugerð (EB) nr. 1073/2009 kveðið á um sameiginlegar reglur um alþjóðlegan flutning á farþegum í hóp- og áætlunarakstri innan EES-svæðisins gegn gjaldi eða á eigin reikning. Með henni er jafnframt breytt reglugerð (EB) nr. 561/2006. Ef ekið er til þriðja ríkis gildir reglugerðin um aðildarland sem ekið er um til þess ríkis. Samkvæmt reglugerðinni er gert ráð fyrir að gefin verði út skírteini, „Community licence“, vegna aksturs yfir landamæri innan EES svæðisins. Gerðin gerir jafnframt ráð fyrir að hin svokallaða 12-daga regla um aksturs- og hvíldartíma ökumanna verði tekin aftur upp í alþjóðaakstri hóp- og áætlunarbifreiða.

4. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Innleiðing gerðanna kallar á lagabreytingar hérlendis og er gert ráð fyrir því að nauðsynlegra lagaheimilda til að innleiða reglugerðirnar verði aflað í nýjum frumvörpum til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni annars vegar og hins vegar um farmflutninga á landi, sem m.a. leysa af hólmi lög nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi. Frumvörpin hafa verið nokkurn tíma í vinnslu í innanríkisráðuneytinu og er stefnt að því að leggja þau fram á yfirstandandi löggjafarþingi.
    Eins og að framan greinir er ekki gert ráð fyrir því að innleiðing reglugerða (EB) nr. 1072/ 2009 og 1073/2009 hafi mikil áhrif hérlendis sökum legu Íslands þar sem gildissvið þeirra er takmarkað við alþjóðlegan akstur, þ.e. akstur yfir landamæri. Reglugerð (EB) nr. 1071/ 2009 mun hins vegar hafa í för með sér nokkur áhrif. Í henni eru eins og áður sagði settar fram sameiginlegar reglur um skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum. Með það að markmiði þurfa aðildarríkin að halda rafræna skrá yfir fyrirtæki sem stunda farm- og fólksflutninga á vegum og hafa fengið til þess leyfi frá yfirvöldum. Settar eru fram kröfur um samræmingu skránna milli landa og lágmarkskröfur til upplýsinga sem þar koma fram. Kröfur um leyfi til flutninga á vegum hafa verið við lýði á Íslandi. Breytingin nú er að setja þarf upp sams konar skrá og sett hefur verið upp í öðrum löndum EES- svæðisins. Metinn hefur verið kostnaður við að setja upp slíkan gagnagrunn en einnig er kveðið á um sameiginlegar reglur varðandi samtengingu rafrænna landaskráa yfir flutningafyrirtæki á vegum í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1213/2010. Talið er að kostnaður við uppsetninguna nemi um 31 millj. kr. miðað við þær kröfur sem kveðið er á um í framangreindri reglugerð (ESB) nr. 1213/2010. Einnig verður að gera ráð fyrir rekstrarkostnaði vegna rafrænu landaskráarinnar en samkvæmt óformlegu mati Samgöngustofu má búast við að árlegur rekstrarkostnaður vegna skráarinnar nemi tæpum 2 millj. kr.



Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 88/2014

frá 16. maí 2014

um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:


1)        Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 96/26/EB ( 1 ).

2)        Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa (endurútgefin) ( 2 ).

3)        Fella ber inn í EES-samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/2006 ( 3 ).

4)        Samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1073/2009 fellur úr gildi tilskipun ráðsins 96/26/EB ( 4 ), en sú gerð hefur verið felld inn í EES-samninginn og ber því að fella hana úr EES-samningnum.

5)        Samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1072/2009 falla úr gildi reglugerðir ráðsins (EBE) nr. 881/92 ( 5 ) og (EBE) nr. 3118/93 ( 6 ) og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/94/EB ( 7 ), en þær gerðir hafa verið felldar inn í EES-samninginn og ber því að fella þær úr EES-samningnum.

6)        Samkvæmt ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1073/2009 falla úr gildi reglugerðir ráðsins (EBE) nr. 684/92 ( 8 ) og (EB) nr. 12/98 ( 9 ), en þær gerðir hafa verið felldar inn í EES- samninginn og ber því að fella þær úr EES-samningnum.

7)        XIII. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.

Ákvæði XIII. viðauka við EES-samninginn breytist sem hér segir:

1.        Eftirfarandi liður bætist við á eftir 19. lið (tilskipun ráðsins 96/26/EB):

        „19a.     32009 R 1071: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 96/26/EB (Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 51).

                    Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

                    a)    Orðin „í gjaldmiðlum EFTA-ríkja“ komi í stað orðanna „í gjaldmiðlum aðildarríkja, sem taka ekki þátt í þriðja áfanga Efnahags- og Myntbandalagsins“ og orðin „birt opinberlega í hverju EFTA-ríki“ komi í stað orðanna „birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins“ í 1. mgr. 7. gr.

                    b)    EFTA-ríkin skulu viðurkenna vottorð sem aðildarríki ESB gefa út í samræmi við 21. gr. reglugerðarinnar. Að því er slíka viðurkenningu varðar, skulu orðin „aðildarríki ESB, Ísland, Liechtenstein og Noregur“ koma í stað tilvísana í „aðildarríki“ í ákvæðum vottorðsins, sem sett er fram í III. viðauka við reglugerðina.

                    c)    Bandalagið og aðildarríki EB skulu viðurkenna vottorð sem Ísland, Liechtenstein og Noregur gefa út í samræmi við reglugerðina, með áorðnum breytingum samkvæmt aðlögunarákvæðum í 7. viðbæti við þennan viðauka.

                    d)    Vottorð sem Ísland, Liechtenstein og Noregur gefa út skal samsvara fyrirmyndinni sem sett er fram í 7. viðbæti við þennan viðauka.

                    e)    Í stað tilvísunar í ákvörðun ráðsins 85/368/EBE í I. viðauka, komi tilvísun í tilmæli 2008/C 111/01 frá 23. apríl 2008 um að koma á fót evrópskum ramma um menntun og hæfi að því er varðar símenntun.“

2.        Eftirfarandi bætist við í lið 24e (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 561/2006):

        „eins og henni var breytt með:

        –             32009 R 1073: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/2009 frá 21. október 2009 (Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 88).“

3.        Eftirfarandi liður bætist við á eftir 25. lið (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/94/EB):

        „25a.     32009 R 1072: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa (endurútgefin) (Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 72).

                    Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

                    a)    Ákvæði 2. mgr. 1. gr. hljóði svo:

                            „Ef um er að ræða flutninga frá samningsaðila til þriðja lands eða öfugt gildir reglugerðin ekki um þann hluta leiðarinnar innan yfirráðasvæðis samningsaðila þar sem ferming eða afferming fer fram, nema samningsaðilar hafi samið um annað.“

                    b)    Ákvæði 3. mgr. 1. gr. hljóði svo:

                            „Reglugerð þessi skal ekki hafa áhrif á ákvæði um flutninga frá EFTA-ríki til þriðja lands sem um getur í 2. mgr., sem mælt er fyrir um tvíhliða samningum sem EFTA-ríki hefur gert við þriðja land er heimila farmflytjendum með staðfestu í öðru samningsríki að ferma og afferma í samningsríki, annaðhvort samkvæmt tvíhliða leyfi eða fyrirkomulagi á afnámi hafta, að því tilskildu að meginreglan um bann við mismunun milli farmflytjenda Bandalagsins og farmflytjenda í EFTA-ríki sé virt.“

                        c)    EFTA-ríkin skulu viðurkenna Bandalagsleyfi og ökumannsvottorð sem aðildarríki ESB gefa út í samræmi við reglugerðina. Að því er slíka viðurkenningu varðar, komi orðin „Bandalagið og Ísland, Liechtenstein og Noregur“ í stað tilvísana í „Bandalagið“ og orðin „aðildarríki ESB og (eða) Ísland, Liechtenstein og Noregur“ komi í stað tilvísana í „aðildarríki“ í almennum ákvæðum Bandalagsleyfisins, sem sett eru fram í II. viðauka við þessa reglugerð, og í ökumannsvottorðið, sem sett eru fram í III. viðauka við þessa reglugerð.

                    d)    Bandalagið og aðildarríki EB skulu viðurkenna leyfi og ökumannsvottorð sem EFTA-ríki gefur út í samræmi við reglugerð þessa, með áorðnum breytingum samkvæmt aðlögunarákvæðum í b-hluta II. og III. viðauka í 2. viðbæti við þennan viðauka.

                    e)    Leyfi og ökumannsvottorð sem EFTA-ríki gefur út skulu vera í samræmi við fyrirmyndina sem sett er fram í 2. viðbæti við þennan viðauka.

                    f)    Orðin „í skilningi tilskipunar ráðsins 2003/109/EB frá 25. nóvember 2003 um ríkisborgara þriðju landa sem hafa stöðu einstaklinga með fasta búsetu“ og „í skilningi tilskipunar 2003/109/EB“ í stafl. b) í 1. mgr. 5. gr. og í 2. mgr. 5. gr. gilda ekki.

                    g)    Texti stafl. e) í 1. mgr. 9. gr. hljóði svo:

                            „virðisaukaskatt (VSK) eða veltuskatt á flutningaþjónustu.“

                    h)    Við aðstæður sem um getur í 10. gr.:

                            –    Að því er varðar EFTA-ríkin komi orðin „Eftirlitsstofnun EFTA“ í stað orðsins „framkvæmdastjórnin“ og orðin „fastanefnd EFTA“ í stað orðsins „ráðið“.

                            –    Berist framkvæmdastjórninni beiðni frá aðildarríki ESB eða Eftirlitsstofnun EFTA frá Íslandi, Liechtenstein eða Noregi um að samþykkja verndarráðstafanir, skal tafarlaust tilkynna sameiginlegu EES-nefndinni um það og láta henni í té allar viðeigandi upplýsingar.

                                Samráð skal, að beiðni samningsaðila, fara fram innan sameiginlegu EES- nefndarinnar. Einnig er heimilt að óska eftir slíku samráði ef um er að ræða framlengingu verndarráðstafana.

                                Þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eða Eftirlitsstofnun EFTA hafa samþykkt ákvörðun ber að tilkynna sameiginlegu EES-nefndinni þegar í stað þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar.

                                Telji eitthvert viðkomandi samningsríkja að verndarráðstafanirnar leiði til ójafnvægis milli réttinda og skuldbindinga samningsaðilanna, gildir 114. gr. að breyttu breytanda.“

4.         Eftirfarandi liður bætist við á eftir 32. lið (reglugerð ráðsins (EBE) nr. 684/92):

        „32a.         32009 R 1073: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/ 2006 (Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 88).

                        Ákvæði reglugerðarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

                        a)    Ákvæði 2. mgr. 1. gr. hljóði svo:

                            „Ef um er að ræða flutninga frá samningsaðila til þriðja lands eða öfugt gildir þessi reglugerð ekki um þann hluta leiðarinnar innan yfirráðasvæðis samningsaðila þar sem farþegar eru sóttir eða þeim skilað, nema samningsaðilar hafi samið um annað.“

                        b)    Ákvæði 3. mgr. 1. gr. gilda ekki.

                        c)    EFTA-ríkin skulu viðurkenna Bandalagsleyfi sem aðildarríki ESB gefa út í samræmi við reglugerðina. Að því er slíka viðurkenningu varðar, komi orðin „aðildarríki ESB, Ísland, Liechtenstein og/eða Noregur“ í stað tilvísana til orðanna „aðildarríki“ í ákvæðum Bandalagsleyfisins, sem sett eru fram í II. viðauka við reglugerðina.

                        d)    Bandalagið og aðildarríki EB skulu viðurkenna leyfin sem Ísland, Liechtenstein og Noregur gefa út í samræmi við reglugerðina, með áorðnum breytingum samkvæmt aðlögunarákvæðum í 4. viðbæti við þennan viðauka.

                        e)    Leyfi sem Ísland, Liechtenstein og Noregur gefa úr skulu vera í samræmi við fyrirmyndina sem sett er fram í 4. viðbæti við þennan viðauka.

                        f)    Ákvæði stafl. e) í 1. mgr. 16. gr. hljóði svo:

                            „virðisaukaskatt (VSK) eða veltuskatt á flutningaþjónustu.““

5.        Texti 19. liðar (tilskipun ráðsins 96/26/EB), 25. liðar (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/94/EB), liðar 26a (reglugerð ráðsins (EBE) nr. 881/92), liðar 26c (reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3118/93), 32. liðar (reglugerð ráðsins (EBE) nr. 684/92) og liðar 33b (reglugerð ráðsins (EB) nr. 12/98) falli brott.

2. gr.

Ákvæði 2., 4. og 7. viðbætis við XIII. viðauka við EES-samninginn breytist eins og tilgreint er í viðauka við ákvörðun þessa.

3. gr.

Íslenskur og norskur texti reglugerða (EB) nr. 1071/2009, (EB) nr. 1072/2009 og (EB) nr. 1073/2009, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

4. gr.

Ákvörðun þessi öðlast gildi 17. maí 2014, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins hafi borist ( * ).

5. gr.

Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 16. maí 2014.

Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar

Gianluca Grippa

formaður.




VIÐAUKI

við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2014 frá 16. maí 2014


Ákvæði 1., 4. og 7. viðbætis við XIII. viðauka við EES-samninginn breytist sem hér segir:

1.        Ákvæði 2. viðbætis hljóði svo:

„2. VIÐBÆTIR

SKJÖL SEM ER AÐ FINNA Í VIÐAUKA VIÐ REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) NR. 1072/2009, SAMKVÆMT ÁKVÆÐUM TIL AÐLÖGUNAR AÐ EES-SAMNINGNUM
(sjá aðlögunarlið f) í 25. lið XIII. viðauka við samninginn)


II. VIÐAUKI

EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ
a)

(Pantone ljósblár sellulósapappír, hið minnsta 100 g/m2, snið: DIN A4)
(Fyrsta síða leyfisins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum EFTA-ríkisins sem gefur leyfið út)

Auðkennisstafir ríkisins ( 1 ) sem gefur leyfið út

Heiti lögbærs yfirvalds eða stofnunar

LEYFI NR. …
(eða)
STAÐFEST, RÉTT ENDURRIT NR.
fyrir vöruflutninga á vegum milli landa gegn gjaldi

Þetta leyfi heimilar ( 2 )     
að stunda vöruflutninga á vegum milli landa gegn gjaldi á hvaða leið sem er, á ferðum eða hlutum ferða sem farnir eru gegn gjaldi á yfirráðasvæði Bandalagsins og Íslands, Liechtensteins og Noregs ( 3 ), eins og mælt er fyrir um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa, með áorðnum breytingum samkvæmt ákvæðum til aðlögunar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum), og í samræmi við almenn ákvæði þessa leyfis.
Sérstakar athugasemdir:     
    
Þetta leyfi gildir frá      til     
Gefið út í      hinn     
     ( 4 )

b)
(Önnur síða leyfisins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum EFTA-ríkisins sem gefur leyfið út)
ALMENN ÁKVÆÐI

Þetta leyfi er gefið út samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1072/2009, með áorðnum breytingum samkvæmt ákvæðum til aðlögunar að EES-samningnum.
Það veitir leyfishafa rétt til að stunda vöruflutninga á vegum milli landa gegn gjaldi á hvaða leið sem er á ferðum eða hlutum ferða sem eru farnir á yfirráðasvæði Bandalagsins og EFTA-ríkjanna og, eftir atvikum, með skilyrðum sem mælt er fyrir í leyfinu:
–    þar sem brottfararstaður og komustaður eru hvor í sínu ríkinu, sem annaðhvort eru aðildarríki ESB eða EFTA-ríki, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki ESB eða EFTA-ríki eða þriðju lönd,
–    frá aðildarríki ESB eða EFTA-ríki til þriðja lands eða öfugt, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki ESB eða EFTA-ríki eða þriðju lönd,
–    milli þriðju landa þar sem farið er í gegnum yfirráðasvæði eins eða fleiri aðildarríkja ESB eða EFTA-ríkja,
og ferðir án farms í tengslum við slíkan flutning.
Ef um er að ræða flutning frá aðildarríki ESB eða EFTA-ríki til þriðja lands eða öfugt gildir þetta leyfi á þeim hluta ferðarinnar sem er farinn utan aðildarríkja ESB eða EFTA-ríkjanna þar sem fermt er eða affermt.
Leyfið er bundið við leyfishafa og er ekki framseljanlegt.
Lögbært yfirvald í EFTA-ríkinu, þar sem leyfið er gefið út, getur afturkallað það, s.s. ef leyfishafi:
–    uppfyllir ekki öll skilyrði um notkun leyfisins,
–    hefur veitt rangar upplýsingar að því er varðar gögn sem eru nauðsynleg vegna útgáfu leyfisins eða framlengingar á því.
Frumrit leyfisins skal geymt hjá farmflytjandanum.
Staðfest endurrit skal geymt í ökutækinu . Þegar um er að ræða samtengd ökutæki skal það fylgja vélknúna ökutækinu ( 1 ). Það gildir fyrir samtengd ökutæki jafnvel þótt eftirvagn eða festivagninn sé hvorki skráður á nafn leyfishafa né hann hafi akstursleyfi fyrir honum eða vagninn skráður eða með akstursleyfi í aðildarríki ESB eða EFTA-ríki.
Framvísa verður leyfinu að beiðni viðurkennds eftirlitsmanns.
Handhafinn verður að fara að gildandi lögum og stjórnsýslufyrirmælum á yfirráðasvæði hvers aðildarríkis ESB og EFTA-ríkis, einkum þeim er varða flutninga og umferð.

III. VIÐAUKI
EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ
a)

(Pantone bleikur sellulósapappír, hið minnsta 100 g/m2, snið: DIN A4)
(Fyrsta síða vottorðsins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum EFTA-ríkisins sem gefur vottorðið út)

Auðkennisstafir ríkisins ( 1 ) sem gefur vottorðið út Heiti lögbærs yfirvalds eða stofnunar

ÖKUMANNSVOTTORÐ NR. …
fyrir vöruflutninga á vegum gegn gjaldi samkvæmt Bandalagsleyfi eða leyfi sem Ísland, Liechtenstein eða Noregur gefa út ( 2 )
(Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa)

Þetta vottorð staðfestir á grundvelli skjalanna sem eru lögð fram af:          ( 3 )
að ökumaðurinn:
Kenninafn og eiginnafn:
Fæðingardagur og ár Ríkisfang
Gerð og númer persónuskilríkja:
Útgáfudagur: Útgáfustaður
Númer ökuskírteinis
Útgáfudagur: Útgáfustaður
Almannatrygginganúmer
er ráðinn í samræmi við lög og stjórnsýslufyrirmæli og, ef við á, kjarasamninga í samræmi við gildandi reglur í eftirfarandi EFTA-ríki um ráðningarskilmála og starfsþjálfun ökumanna í því EFTA-ríki til að annast flutninga á vegum þar: ( 4 )
Sérstakar athugasemdir:     
Þetta vottorð gildir frá      til     
Gefið út í      hinn     
    ( 5 )

b)
(Önnur síða vottorðsins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum EFTA-ríkisins sem gefur vottorðið út)
ALMENN ÁKVÆÐI

Þetta vottorð er gefið út samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1072/2009, með áorðnum breytingum samkvæmt ákvæðum til aðlögunar að EES-samningnum.
Það er staðfesting á því að ökumaðurinn sem er nafngreindur þar sé ráðinn í samræmi við lög og stjórnsýslufyrirmæli og, ef við á, kjarasamninga í samræmi við gildandi reglur EFTA-ríkisins, sem er nafngreint í vottorðinu, um ráðningarskilmála og starfsþjálfun ökumanna í því EFTA-ríki til að annast flutninga á vegum þar.
Ökumannsvottorðið skal tilheyra farmflytjandanum sem afhendir það ökumanninum sem er nafngreindur í leyfinu þegar sá ökumaður ekur ökutæki ( 1 ) í flutningum samkvæmt Bandalagsleyfi eða leyfi EFTA-ríkis sem er gefið út fyrir það flutningafyrirtæki. Óheimilt er að framselja ökumannsvottorðið til annars manns. Ökumannsvottorð gildir einungis svo framarlega sem skilyrðin fyrir útgáfu þess eru uppfyllt og farmflytjandanum ber skylda til að skila því til yfirvaldanna sem gáfu þau út jafnskjótt og þau skilyrði eru ekki lengur uppfyllt.
Lögbært yfirvald í EFTA-ríkinu, þar sem leyfið er gefið út, getur afturkallað það, einkum ef handhafi:
–    hefur ekki virt öll skilyrði um notkun vottorðsins,
–    hefur veitt rangar upplýsingar að því er varðar nauðsynleg gögn vegna útgáfu eða framlengingar á vottorðinu.
Staðfest, rétt endurrit af vottorðinu skal geymt hjá farmflytjandanum.
Frumrit vottorðsins skal geymt í ökutækinu og skal ökumaður framvísa því hvenær sem viðurkenndur eftirlitsmaður krefst þess.“

_______


2.        Ákvæði 4. viðbætis hljóði svo:

„4. VIÐBÆTIR
SKJÖL SEM ER AÐ FINNA Í VIÐAUKA VIÐ REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) NR. 1073/2009, SAMKVÆMT ÁKVÆÐUM TIL AÐLÖGUNAR AÐ EES-SAMNINGNUM
(sjá aðlögunarlið e) í 32. lið XIII. viðauka við samninginn)


II. VIÐAUKI
EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ
a)
(Pantone ljósblár sellulósapappír, hið minnsta 100 g/m2, snið: DIN A4)
(Fyrsta síða leyfisins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum EFTA-ríkisins sem gefur leyfið út)

Auðkennisstafir ríkisins ( 1 ) sem gefur leyfið út Heiti lögbærs yfirvalds eða stofnunar

LEYFI NR. …
(eða)
STAÐFEST, RÉTT ENDURRIT NR.
fyrir farþegaflutninga milli landa með hópbifreiðum gegn gjaldi

Handhafi þessa leyfis ( 2 )               
hefur heimild til að stunda farþegaflutninga á vegum milli landa gegn gjaldi á yfirráðasvæði Bandalagsins og Íslands, Liechtensteins og Noregs ( 3 ) samkvæmt þeim skilyrðum, sem mælt er fyrir um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa, samkvæmt ákvæðum til aðlögunar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum), og í samræmi við almenn ákvæði þessa leyfis.
Athugasemdir:     
    
Þetta leyfi gildir frá      til     
Gefið út í      hinn     
    ( 4 )

b)
(Önnur síða leyfisins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum EFTA-ríkisins sem gefur leyfið út)
ALMENN ÁKVÆÐI

1.        Þetta leyfi er gefið út samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1073/2009, samkvæmt ákvæðum til aðlögunar að EES-samningnum.
2.        Leyfið er gefið út af lögbærum yfirvöldum í EFTA-ríkinu þar sem fyrirtækið sem stundar flutninga gegn gjaldi hefur staðfestu og:
        a)    sem hefur heimild í EFTA-ríkinu þar sem það hefur staðfestu til að stunda reglubundna flutninga, þ.m.t. sérstakar áætlunarferðir eða óreglubundnir flutningar með hópbifreiðum,
        b)    sem uppfyllir þau skilyrði sem mælt er fyrir um í reglum Bandalagsins, samkvæmt ákvæðum til aðlögunar að EES-samningnum, um aðgang að starfsgrein aðila sem stunda farþegaflutninga á vegum innanlands og milli landa,
        c)    sem uppfyllir lagaskilyrði að því er varðar staðla sem gilda um ökumenn og ökutæki.
3.        Þetta leyfi veitir rétt til að stunda farþegaflutninga milli landa með hópbifreiðum gegn gjaldi, á öllum flutningsleiðum sem farnar eru um yfirráðasvæði Bandalagsins og EFTA-ríkjanna:
        a)    þar sem brottfararstaður og komustaður eru í tveimur ríkjum, sem eru annaðhvort aðildarríki ESB eða EFTA-ríki, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki ESB eða EFTA-ríki eða þriðju lönd,
        b)    þar sem brottfararstaður og komustaður eru í sama aðildarríki ESB eða EFTA-ríki en farþegar eru sóttir eða þeim skilað í öðru aðildarríki ESB eða EFTA-ríki eða í þriðja landi,
        c)    frá aðildarríki ESB eða EFTA-ríki til þriðja lands og öfugt, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki ESB eða EFTA-ríki eða þriðju lönd,
        d)    milli þriðju landa þar sem farið er um yfirráðasvæði eins eða fleiri aðildarríkja ESB eða EFTA-ríkja,
        og akstur án farþega í tengslum við flutninga samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í reglugerð (EB) nr. 1073/2009, samkvæmt ákvæðum til aðlögunar að EES-samningnum.
        Ef um er að ræða flutningastarfsemi frá aðildarríki ESB eða EFTA-ríki til þriðja lands og öfugt gildir leyfi þetta ekki um þann hluta ferðarinnar innan yfirráðasvæðis aðildarríkis ESB eða EFTA-ríkis þar sem farþegar eru sóttir eða þeim skilað.
4.        Leyfið er bundið við leyfishafa og er ekki framseljanlegt.
5.        Lögbært yfirvald í EFTA-ríkinu, þar sem leyfið er gefið út, getur afturkallað það, einkum ef flutningafyrirtækið:
        a)    uppfyllir ekki lengur þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 3. gr., reglugerðar (EB) nr. 1073/2009,
        b)    hefur veitt rangar upplýsingar að því er varðar gögn sem krafist er vegna útgáfu eða endurnýjunar leyfisins,
        c)    hefur framið alvarlegt brot eða alvarleg brot á lögum Bandalagsins um flutninga á vegum, samkvæmt ákvæðum til aðlögunar að EES-samningnum, í einhverju aðildarríki ESB eða EFTA-ríki, einkum með tilliti til reglna um ökutæki, aksturstíma og hvíldartíma ökumanna og veitingu, án heimildar, samhliða eða tímabundinnar þjónustu sem um getur í fimmtu undirgrein 1. mgr. 5. gr. reglugerðar (EB) nr. 1073/2009. Lögbær yfirvöld í EFTA-ríkinu, þar sem hið brotlega flutningafyrirtæki hefur staðfestu, geta m.a. afturkallað leyfi eða afturkallað tímabundið eða varanlega sum eða öll staðfest, rétt endurrit leyfisins.
        Slík viðurlög skulu ákveðin í samræmi við það hversu alvarlegt brot handhafa leyfisins telst og hve mörg staðfest, rétt endurrit hann hefur undir höndum vegna millilandaflutninga sinna.
6.        Frumrit leyfisins skal geymt hjá flutningafyrirtækinu. Staðfest, rétt endurrit leyfisins skal vera um borð í ökutækinu sem er notað til millilandaflutninganna.
7.        Framvísa verður leyfinu að beiðni viðurkennds eftirlitsmanns.
8.        Handhafinn verður að fara að gildandi lögum og stjórnsýslufyrirmælum á yfirráðasvæði hvers aðildarríkis ESB eða EFTA-ríkis, einkum þeim er varða flutninga og umferð.
9.        „Reglubundnir flutningar“: flutningar á farþegum milli tiltekinna staða með tilteknu millibili á ákveðnum leiðum þar sem farþegar eru sóttir og þeim skilað á fyrirfram ákveðnum viðkomustöðum og sem eru opnir öllum, sbr. þó, eftir því sem við á, hvort nauðsynlegt geti verið að panta far.
        Flutningar teljast áfram til reglubundinna flutninga þótt breytingar séu gerðar á rekstrarskilyrðum þeirra.
        Veita þarf leyfi fyrir reglubundnum flutningum.
        „Sérstakar áætlunarferðir“: reglubundnir flutningar, óháð skipuleggjanda, þar sem séð er fyrir flutningi á tilteknum hópum farþega, en aðrir farþegar eru útilokaðir, með tilteknu millibili á ákveðnum leiðum þar sem farþegar eru sóttir eða þeim skilað á fyrirfram ákveðnum viðkomustöðum.
        Til sérstakra áætlunarferða teljast:
        a)    flutningar á starfsmönnum til og frá vinnustað,
        b)    flutningur á nemendum til og frá skóla.
        Sérstakar áætlunarferðir teljast áfram til reglubundinna flutninga jafnvel þótt þær kunni að vera lagaðar að mismunandi þörfum notenda.
        Ekki þarf að sækja um leyfi fyrir sérstökum áætlunarferðum ef skipuleggjandi og flutningafyrirtæki hafa gert með sér samning um þá.
        Skipulagning samhliða eða tímabundinnar þjónustu sem er ætlað að þjóna sömu farþegahópum og reglubundnir flutningar sem fyrir eru, skal vera leyfisbundin.
        „Óreglubundnir flutningar“: flutningar sem falla ekki undir skilgreininguna á reglubundnum flutningum, þ.m.t. sérstakar áætlunarferðir, og sem einkennast öðru fremur af því að fluttir eru hópar sem eru settir saman að frumkvæði viðskiptavinar eða flutningafyrirtækisins sjálfs. Skipulagning samhliða eða tímabundinna flutninga, sem eru sambærilegir við reglubundna flutninga, sem fyrir eru, og þjóna sömu farþegahópum, skal háð leyfi í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í III. kafla reglugerðar (EB) nr. 1073/2009. Þessir flutningar teljast áfram til óreglubundinna flutninga jafnvel þótt þeir séu stundaðir með ákveðnu millibili.
        Ekki þarf leyfi til að stunda óreglubundna flutninga.“
3.        Ákvæði 7. viðbætis hljóði svo:

„7. VIÐBÆTIR
SKJÖL SEM ER AÐ FINNA Í VIÐAUKA VIÐ REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) NR. 1071/2009, SAMKVÆMT ÁKVÆÐUM TIL AÐLÖGUNAR AÐ EES-SAMNINGNUM
(sjá aðlögunarlið d) í 19. lið XIII. viðauka við samninginn)


III. VIÐAUKI
EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ
(Pantone gulbrúnn sellulósapappír, hið minnsta 100 g/m2, snið: DIN A4)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum EFTA-ríkisins sem gefur vottorðið út)
Auðkennisstafir viðkomandi EFTA-ríkis ( 1 )     Heiti viðurkennds yfirvalds eða stofnunar ( 2 )
Vottorð um starfshæfni til farmflutninga/farþegaflutninga á vegum ( 3 )

Nr.     
Við     
vottum hér með að ( 4 )     
fæddur árið      í     
hefur staðist próf (ár: ………; tímabil: ………) ( 5 ) sem krafist er til þess að öðlast vottorð um starfshæfni til farmflutninga/farþegaflutninga á vegum ( 6 ) í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum ( 7 ), samkvæmt ákvæðum til aðlögunar að EES-samningnum.
Vottorð þetta er nægjanleg sönnun fyrir starfshæfni sem um getur í 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 1071/2009.
Gefið út í      hinn      ( 8 )
Fylgiskjal II.


REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) NR. 1071/2009
frá 21. október 2009
um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem      flutningsaðili á vegum og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 96/26/EB
(Texti sem varðar EES)

EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 1. mgr. 71. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 1 ),
með hliðsjón af áliti Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar (e. European Data Protection Supervisor) ( 2 ),
að höfðu samráði við svæðanefndina,
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)        Nauðsynlegt er að beita sameiginlegum reglum um aðgang að starfsgrein farmflytjenda á vegum og starfsgrein aðila sem stunda farþegaflutninga á vegum (starfsgrein flutningsaðila á vegum) til þess að koma á innri markaði í flutningum á vegum með eðlilegum samkeppnisskilyrðum. Sameiginlegar reglur af þessum toga stuðla að því að flutningsaðilar á vegum öðlist betri faglega menntun og hæfi, jafnvægi á markaðnum og auknum gæðum þjónustunnar, í þágu flutningsaðila á vegum, viðskiptavina þeirra og efnahagslífsins almennt og að auknu öryggi á vegum. Þær munu einnig greiða fyrir því að flutningsaðilar á vegum geti í reynd neytt staðfesturéttarins.
2)        Í tilskipun ráðsins 96/26/EB frá 29. apríl 1996 um aðgang að starfsgrein farmflytjenda á vegum og starfsgrein aðila sem stunda farþegaflutninga á vegum og um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi, sem á að auðvelda þessum aðilum að neyta staðfesturéttarins í innanlands- og millilandaflutningum ( 4 ), er mælt fyrir um lágmarksskilyrði varðandi aðgang að starfsgrein flutningsaðila á vegum og um gagnkvæma viðurkenningu á skjölum sem krafist er í þessu tilliti. Hins vegar hafa reynsla, mat á áhrifum og ýmiss konar rannsóknir sýnt fram á að þessari tilskipun er beitt á mismunandi hátt í aðildarríkjunum. Slíkt misræmi hefur í för með sér ýmsar neikvæðar afleiðingar, m.a. röskun á samkeppni, ófullnægjandi gagnsæi á markaði og ósamræmt eftirlit ásamt hættu á því að fyrirtæki, sem ráða til sín starfsfólk með faglega menntun og hæfi á lægra stigi, kunni að fara á svig við reglur um umferðaröryggi og félagsleg réttindi eða fylgi þeim síður sem kann að skaða ímynd geirans.
3)        Þessar afleiðingar eru enn alvarlegri fyrir þá sök að þær eru líklegar til að raska eðlilegri starfsemi innri markaðarins, að því er varðar flutninga á vegum, þar sem markaður fyrir vöruflutninga milli landa og tilteknir gestaflutningar eru aðgengilegir fyrirtækjum alls staðar í Bandalaginu. Eina skilyrðið sem þessi fyrirtæki þurfa að uppfylla er að hafa Bandalagsleyfi, sem fæst að því tilskildu að þau uppfylli skilyrði varðandi aðgang að starfsgrein flutningsaðila á vegum, sem mælt er fyrir um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa ( 1 ) og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/ 2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa ( 2 ).
4)        Af þeim sökum er viðeigandi að færa gildandi reglur um aðgang að starfsgrein flutningsaðila á vegum til nútímahorfs og tryggja þannig að reglunum verði beitt með samræmdum og skilvirkum hætti. Þar sem aðgangur að markaði Bandalagsins er einkum bundinn því skilyrði að þessum reglum sé fylgt og viðeigandi gerningar Bandalagsins á þessu sviði eru reglugerðir virðist reglugerð vera sá gerningur sem best á við til að stýra aðgangi að starfsgrein flutningsaðila á vegum.
5)        Heimila skal aðildarríkjum að aðlaga þau skilyrði sem ber að uppfylla til að mega starfa sem flutningsaðili á vegum á ystu svæðum, sem um getur í 2. mgr. 299. gr. sáttmálans, vegna sérstakra einkenna og takmarkana sem þau svæði búa við. Fyrirtæki, sem hafa staðfestu á þessum svæðum og uppfylla skilyrði til að mega starfa sem flutningsaðilar á vegum eingöngu á grundvelli slíkrar aðlögunar, skulu þó ekki hafa möguleika á að fá Bandalagsleyfi. Aðlögun skilyrðanna fyrir því að mega starfa sem flutningsaðilar á vegum skal þó ekki koma í veg fyrir að fyrirtæki, sem hefðu fengið aðgang að starfsgrein flutningsaðila á vegum og uppfylla almenn skilyrði sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð, geti stundað flutningastarfsemi á ystu svæðum.
6)        Sameiginlegar reglur um að mega starfa sem flutningsaðili á vegum skulu, í þágu sanngjarnrar samkeppni, gilda með eins víðtækum hætti og unnt er um öll fyrirtæki. Á hinn bóginn er ekki nauðsynlegt að fella undir gildissvið þessarar reglugerðar fyrirtæki sem stunda flutninga sem hafa óveruleg áhrif á flutningsmarkaðinn.
7)         Það skal vera á ábyrgð staðfestuaðildarríkis að ganga úr skugga um að fyrirtæki uppfylli ætíð þau skilyrði sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð svo að lögbær yfirvöld í því aðildarríki geti, ef nauðsyn krefur, tekið ákvörðun um að fella tímabundið úr gildi eða afturkalla þær heimildir sem fyrirtækið hefur til að starfa á markaðnum. Gert er ráð fyrir því að það að uppfylla skilyrði fyrir aðgangi að starfsgrein flutningsaðila á vegum, með viðeigandi hætti, og áreiðanlegt eftirlit með því að þau séu uppfyllt feli í sér að fyrirtæki hafi staðfestu sem er virk og traust.
8)        Tilgreina skal og skrá hjá lögbærum yfirvöldum þá einstaklinga sem uppfylla kröfur um góðan orðstír og starfshæfni. Þessir einstaklingar (flutningastjórar) skulu vera búsettir í aðildarríki og annast í reynd og að staðaldri stjórnun flutningastarfsemi í flutningafyrirtækjum á vegum. Því er viðeigandi að tilgreina þau skilyrði sem uppfylla þarf til að líta megi svo á að einstaklingur annist í reynd og að staðaldri stjórnun flutningastarfsemi fyrirtækis.
9)        Góður orðstír flutningastjóra veltur á því að þeir hafi ekki hlotið dóm fyrir alvarlegan refsiverðan verknað eða fengið á sig sekt vegna alvarlegs brots, einkum á reglum Bandalagsins um flutninga á vegum. Dómur eða sekt sem flutningastjóri eða flutningafyrirtæki á vegum fær á sig í einu aðildarríki eða fleiri vegna grófasta mögulega brots á reglum Bandalagsins skal leiða til þess að góður orðstír tapist enda hafi lögbært yfirvald gengið úr skugga um að rannsókn hafi verið lokið og hún skrásett með tilhlýðilegum hætti og að virtur hafi verið grundvallarréttur og viðeigandi málskotsréttur í málsmeðferðinni áður en endanleg ákvörðun var tekin.
10)        Gerð er sú krafa að flutningsfyrirtæki á vegum hafi fullnægjandi fjárhagsstöðu til að geta hafið starfsemi og stjórnað henni með viðeigandi hætti. Einföld og kostnaðarhagkvæm leið til að sýna fram á fjárhagsstöðu fyrirtækja er að leggja fram bankaábyrgð eða starfsábyrgðartryggingu.
11)        Fagleg menntun og hæfi á hærra stigi eykur félagslega og hagræna skilvirkni í flutningum á vegum. Af þessum sökum er rétt að umsækjendur um stöðu flutningastjóra búi yfir yfirgripsmikilli fagþekkingu. Rétt er að gera ráð fyrir því að aðildarríki geti veitt próf- og námsmiðstöðvum starfsleyfi í samræmi við viðmiðanir sem verða skilgreindar í þeim, í því skyni að tryggja aukið samræmi milli prófa og til að stuðla að auknum gæðum námsins. Flutningastjórar skulu hafa nauðsynlega þekkingu á stjórnun flutninga bæði innanlands og á milli landa. Líklegt má telja að skrá yfir námsgreinar, þar sem þekkingar er krafist til þess að fá vottorð um starfshæfni, og fyrirkomulag á skipulagi prófa muni þróast á grundvelli tækniframfara og gera skal ráð fyrir uppfærslu þeirra. Aðildarríki skulu hafa möguleika á því að veita þeim einstaklingum undanþágu frá próftöku sem geta lagt fram sannanir um samfellda reynslu af stjórnun flutningastarfsemi.
12)        Til að tryggja sanngjörn samkeppnisskilyrði og að flutningar á vegum séu í fullu samræmi við reglur er nauðsynlegt að samræma eftirlit af hálfu aðildarríkjanna. Yfirvöld í aðildarríkjunum, sem annast eftirlit með fyrirtækjum og að þau hafi gild starfsleyfi, hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þessu tilliti og rétt er að tryggja að þau geti gripið til viðeigandi ráðstafana, ef nauðsyn krefur, einkum í alvarlegustu tilvikunum, með því að fella starfsleyfi tímabundið úr gildi eða afturkalla þau eða lýsa þá flutningastjóra óhæfa sem hafa ítrekað sýnt vanrækslu eða gengið fram gegn betri vitund. Áður skal fara fram tilhlýðileg athugun á ráðstöfuninni með hliðsjón af meðalhófsreglunni. Engu að síður skal vara fyrirtæki við fyrir fram og skal það fá hæfilegan frest til að ráða bót á ástandinu áður en gripið er til slíkra viðurlaga.
13)        Bætt skipulag samvinnu á sviði stjórnsýslu milli aðildarríkjanna myndi bæta skilvirkni eftirlits með fyrirtækjum sem starfa í nokkrum aðildarríkjum og draga úr stjórnsýslukostnaði síðar meir. Rafrænar skrár yfir fyrirtæki, sem eru samtengdar í gervöllu Bandalaginu og uppfylla reglur Bandalagsins um vernd persónuupplýsinga, myndu auðvelda slíka samvinnu og draga úr kostnaði við eftirlit, bæði fyrir fyrirtæki og stjórnsýslustofnanir. Rafrænar skrár eru þegar fyrir hendi í nokkrum aðildarríkjum. Einnig hefur verið komið á fót grunnvirkjum til að stuðla að samtengingu milli aðildarríkjanna. Kerfisbundnari notkun rafrænna skráa gæti því lagt umtalsvert af mörkum til að draga úr stjórnsýslukostnaði við eftirlit og til að bæta skilvirkni eftirlitsins.
14)        Sumt af þeim upplýsingum sem er að finna í rafrænum landsskrám yfir brot og sektir er persónulegs eðlis. Af þeim sökum skulu aðildarríkin gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að farið sé að ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB frá 24. október 1995 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga ( 1 ), einkum með tilliti til eftirlits með vinnslu persónuupplýsinga á vegum opinberra stjórnvalda, réttar einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til að fá upplýsingar, réttar til aðgangs og réttar til andmæla. Að því er þessa reglugerð varðar virðist nauðsynlegt að geyma slíkar upplýsingar í a.m.k. tvö ár til að tryggja að fyrirtæki, sem svipt hafa verið starfsleyfi, öðlist ekki staðfestu í öðrum aðildarríkjum.
15)        Veita skal almenningi aðgang að tilteknum upplýsingum í rafrænu landsskránni til þess að auka gagnsæi og gera viðskiptavini flutningafyrirtækis kleift að sannreyna að fyrirtækið hafi viðeigandi starfsleyfi undir höndum, enda hafi viðeigandi ákvæði um vernd persónuupplýsinga verið uppfyllt.
16)        Nauðsynlegt er að koma á samtengingu rafrænna landsskráa í áföngum til þess að unnt verði að skiptast með skjótum og skilvirkum hætti á upplýsingum milli aðildarríkja og til að tryggja að flutningsaðilar á vegum falli ekki í þá freistni að fremja eða taka þá áhættu að fremja alvarleg brot í öðrum aðildarríkjum en staðfestuaðildarríki sínu. Samtenging af þessu tagi felur í sér sameiginlega skilgreiningu á nákvæmu sniði upplýsinga, sem skipst er á, og skilgreiningu tækniaðgerða sem eru notaðar til upplýsingaskipta.
17)        Tilnefna skal tengiliði í hverju ríki og tilgreina sameiginlegar verklagsreglur, a.m.k. varðandi tímafresti og eðli þeirra upplýsinga sem eru framsendar, til að tryggja skilvirk upplýsingaskipti milli aðildarríkjanna.
18)        Til að greiða fyrir því að unnt sé að neyta staðfesturéttarins skal viðurkenna framlagningu viðeigandi skjala, sem lögbært yfirvald í því aðildarríki þar sem flutningastjórinn var áður búsettur gefur út, sem fullnægjandi sönnun fyrir góðum orðstír vegna aðgangs að starfsgrein flutningsaðila á vegum í staðfestuaðildarríkinu, að því tilskildu að því hafi ekki verið lýst yfir að hlutaðeigandi aðilar séu óhæfir til að stunda þá starfsgrein í öðrum aðildarríkjum.
19)        Að því er varðar starfshæfni og til að greiða fyrir því að unnt sé að neyta staðfesturéttarins skal líta á vottorð eftir sameiginlegri fyrirmynd, sem er gefið út í samræmi við þessa reglugerð, sem fullnægjandi sönnun af hálfu staðfestuaðildarríkis.
20)        Þörf er á nánara eftirliti með beitingu þessarar reglugerðar á vettvangi Bandalagsins. Í þessu tilliti er gert ráð fyrir að framkvæmdastjórninni séu reglulega sendar skýrslur, sem eru samdar á grundvelli landsskráa, um góðan orðstír, fjárhagsstöðu og starfshæfni fyrirtækja sem stunda flutninga á vegum.
21)        Aðildarríkin skulu kveða á um viðurlög sem beita má við brotum gegn þessari reglugerð. Viðurlögin skulu vera árangursrík, í réttu hlutfalli við brotið og letjandi.
22)        Þar eð aðildarríkin geta ekki fyllilega náð markmiði þessarar reglugerðar, þ.e. að færa reglur um aðgang að starfsgrein flutningsaðila á vegum til nútímahorfs til að tryggja að þeim verði beitt með samræmdum og skilvirkum hætti í aðildarríkjunum, og því verður betur náð á vettvangi Bandalagsins, vegna umfangs og áhrifa aðgerðarinnar, er Bandalaginu heimilt að samþykkja ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna eins og kveðið er á um í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og hún er sett fram í þeirri grein, er ekki gengið lengra en nauðsyn krefur í þessari reglugerð til að ná því markmiði.
23)        Nauðsynlegar ráðstafanir til framkvæmdar þessari reglugerð skulu samþykktar í samræmi við ákvörðun ráðsins 1999/468/EB frá 28. júní 1999 um reglur um meðferð framkvæmdavalds sem framkvæmdastjórninni er falið ( 1 ).
24)        Framkvæmdastjórnin hefur einkum umboð til að taka saman skrá yfir flokka, tegundir og alvarleika brota er leiða til þess að góður orðstír flutningsaðila á vegum tapist, til þess að laga I., II. og III. viðauka við þessa reglugerð að tækniframförum, að því er varðar þekkingu sem taka ber tillit til vegna viðurkenningar aðildarríkjanna á starfshæfni og á fyrirmynd að vottorði um starfshæfni og til að taka saman skrá yfir brot sem kunna, ásamt þeim brotum sem eru sett fram í IV. viðauka við þessa reglugerð, að leiða til þess að góður orðstír tapist. Þar sem þessar ráðstafanir eru almenns eðlis og þeim er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, m.a. með því að bæta við hana nýjum, veigalitlum þáttum, skulu þær samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem kveðið er á um í 5. gr. a í ákvörðun 1999/468/EB.
25)        Fella ber tilskipun 96/26/EB úr gildi.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

I. KAFLI
ALMENN ÁKVÆÐI
1. gr.
Efni og gildissvið

1.     Þessi reglugerð gildir um aðgang að starfsgrein flutningsaðila á vegum og ástundun slíkrar starfsemi.
2.     Þessi reglugerð gildir um öll fyrirtæki með staðfestu í Bandalaginu sem starfa sem flutningsaðilar á vegum. Hún gildir einnig um fyrirtæki sem hyggjast starfa sem flutningsaðilar á vegum. Litið skal á vísanir til fyrirtækja, sem starfa sem flutningsaðilar á vegum, sem vísun, eftir því sem við á, til fyrirtækja sem hyggjast starfa innan slíkrar starfsgreinar.
3.     Hlutaðeigandi aðildarríkjum er heimilt, að því er varðar þau svæði sem um getur í 2. mgr. 299. gr. sáttmálans, að aðlaga þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að mega starfa sem flutningsaðili á vegum ef fyrirtæki, sem hafa staðfestu á þessum svæðum, fullnægja flutningsþörf á þeim svæðum.
4.     Þrátt fyrir 2. mgr. gildir þessi reglugerð ekki, nema kveðið sé á um annað í landslögum:
a)     um fyrirtæki sem stundar farmflutninga á vegum einungis með vélknúnum ökutækjum eða samtengdum ökutækjum þar sem leyfilegur massi með hleðslu fer ekki yfir 3,5 tonn. Aðildarríkin geta þó lækkað þessi mörk í öllum eða sumum greinum flutningastarfsemi á vegum,
b)    um fyrirtæki sem stunda farþegaflutninga á vegum sem eru ekki stundaðir í ábataskyni eða sem hafa aðra aðalstarfsemi en farþegaflutninga á vegum,
c)     um fyrirtæki sem stunda flutninga á vegum einungis með vélknúnum ökutækjum sem hafa leyfilegan hámarkshraða undir 45 km/klst.
5.     Aðildarríki geta veitt flutningsaðilum á vegum, sem stunda eingöngu flutninga innanlands, undanþágu frá öllum eða sumum ákvæðum þessarar reglugerðar enda hafi þessir flutningar hverfandi áhrif á flutningsmarkaðinn:
a)    vegna eðlis varanna sem fluttar eru eða
b)    vegna þess hversu stutta vegalengd er um að ræða.

2. gr.
Skilgreiningar

Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1.     „starfsgrein farmflytjenda á vegum“: starfsemi fyrirtækis sem flytur vörur gegn gjaldi, annaðhvort með vélknúnum ökutækjum eða samtengdum ökutækjum,
2.     „starfsgrein aðila sem stunda farþegaflutninga á vegum“: starfsemi fyrirtækis sem notar til starfsins vélknúin ökutæki sem eru byggð og útbúin til þess að flytja fleiri en níu manns, að meðtöldum bílstjóra, og notuð í þeim tilgangi til farþegaflutninga fyrir almenning eða til að flytja sérstaka hópa fólks gegn greiðslu farþega eða þess aðila sem skipuleggur flutningana,
3.     „starfsgrein flutningsaðila á vegum“: starfsgrein aðila sem stundar farþegaflutninga á vegum eða starfsgrein farmflytjenda á vegum,
4.     „fyrirtæki“: einstaklingur, lögaðili, hvort sem viðskiptin eru stunduð í ábataskyni eða ekki, samtök eða hópur einstaklinga án réttarstöðu lögaðila, hvort sem viðskiptin eru stunduð í ábataskyni eða ekki, eða opinber stofnun sem hefur réttarstöðu lögaðila eða heyrir undir yfirvald með slíka réttarstöðu sem stundar farþegaflutninga á vegum eða einstaklingur eða lögaðili sem stundar vöruflutninga í viðskiptalegum tilgangi,
5.     „flutningastjóri“: einstaklingur sem starfar hjá fyrirtæki eða, ef fyrirtækið er einstaklingur, sá einstaklingur eða, þar sem kveðið er á um slíkt, annar einstaklingur sem fyrirtækið tilnefnir í samningi og annast í reynd og að staðaldri flutningastarfsemi fyrirtækisins,
6.     „leyfi til að mega starfa sem flutningsaðili á vegum“: opinber ákvörðun sem heimilar fyrirtæki, sem uppfyllir þau skilyrði sem mælt er fyrir í þessari reglugerð, að starfa sem flutningsaðili á vegum,
7.     „lögbært yfirvald“: landsyfirvald, svæðisyfirvald eða sveitarstjórn í aðildarríki sem gengur úr skugga um, í þeim tilgangi að veita leyfi til að mega starfa sem flutningsaðili á vegum, að fyrirtæki uppfylli þau skilyrði sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð og hefur umboð til að veita, fella tímabundið úr gildi eða afturkalla leyfi til að starfa sem flutningsaðili á vegum,
8.     „staðfestuaðildarríki“: aðildarríkið þar sem fyrirtæki hefur staðfestu, óháð því hvort flutningastjóri þess komi frá öðru landi.

3. gr.
Kröfur með tilliti til þess að starfa sem flutningsaðili á vegum

1.     Fyrirtæki sem starfa sem flutningsaðilar á vegum:
a)    skulu hafa staðfestu í aðildarríki sem er virk og traust,
b)    skulu hafa góðan orðstír,
c)    hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu og
d)    uppfylla tilskildar kröfur um starfshæfni.
2.     Aðildarríkjum er heimilt að gera viðbótarkröfur, sem skulu vera hóflegar og án mismununar, sem fyrirtæki skulu fullnægja til þess að mega starfa sem flutningsaðilar á vegum.

4. gr.
Flutningastjóri

1.     Fyrirtæki, sem starfar sem flutningsaðili á vegum, skal tilnefna a.m.k. einn einstakling sem flutningastjóra og skal hann uppfylla kröfurnar í b- og d- lið 1. mgr. 3. gr. og:
a)    sinna í reynd og að staðaldri flutningastarfsemi fyrirtækisins,
b)    hafa raunveruleg tengsl við fyrirtækið, t.d. sem launþegi, forstjóri, eigandi eða hluthafi, eða stýra því, eða, ef fyrirtækið er einstaklingur, að vera sá einstaklingur,
c)    vera búsettur í Bandalaginu.
2.     Ef fyrirtæki uppfyllir ekki kröfur um starfshæfni, sem mælt er fyrir í d-lið 1. mgr. 3. gr., getur lögbært yfirvald veitt því leyfi til að starfa sem flutningsaðili á vegum án flutningastjóra, sem er tilnefndur í samræmi við 1. mgr. þessarar greinar, að því tilskildu:
a)    að fyrirtækið tilnefni einstakling sem er búsettur í Bandalaginu og uppfyllir þær kröfur sem mælt er fyrir um í b- og d-lið 1. mgr. 3. gr. og sem hefur rétt, samkvæmt samningi, til að gegna störfum flutningastjóra fyrir hönd fyrirtækisins,
b)    að í þeim samningi sem tengir fyrirtækið við einstaklinginn, sem um getur í a-lið, séu tilgreind þau verkefni sem honum ber að sinna í reynd og að staðaldri og skyldustörf hans sem flutningastjóri; þessi verkefni skulu m.a. vera viðhaldsstjórnun ökutækja, sannprófun flutningssamninga og -skjala, einföld bókhaldsvinna, úthlutun farms eða þjónustuverkefna til ökumanna og ökutækja ásamt sannprófun öryggisreglna,
c)    að einstaklingurinn, sem um getur í a-lið, geti sem flutningastjóri stjórnað flutningastarfsemi allt að fjögurra mismunandi fyrirtækja sem fer fram með sameinuðum heildarflota sem tekur að hámarki til 50 ökutækja; aðildarríkjum er heimilt að fækka fyrirtækjum og/eða minnka heildarflota ökutækja, sem þessum einstaklingi er heimilt að stjórna, og
d)    að einstaklingurinn, sem um getur í a-lið, sinni tilgreindum verkefnum einungis í þágu fyrirtækisins og að hann sinni skyldustörfum sínum óháð öðrum fyrirtækjum sem viðkomandi fyrirtæki annast flutning.
3.     Aðildarríkjum er heimilt að ákveða að flutningastjóra, sem er tilnefndur í samræmi við 1. mgr., sé óheimilt að vera jafnframt tilnefndur í samræmi við 2. mgr. eða að slíkt sé því aðeins heimilt að það sé í þágu takmarkaðs fjölda fyrirtækja eða minni flota ökutækja en sem um getur í c-lið 2. mgr.
4.     Fyrirtækið skal tilkynna lögbæru yfirvaldi um flutningastjórann eða flutningastjórana sem hafa verið tilnefndir.

II. KAFLI
SKILYRÐI SEM Á AÐ UPPFYLLA TIL AÐ FULLNÆGJA KRÖFUM SEM MÆLT ER FYRIR UM Í 3. GR.
5. gr.
Skilyrði varðandi kröfu um staðfestu

Til að fullnægja kröfunni, sem mælt er fyrir um í a- lið 1. mgr. 3. gr., skal fyrirtæki í hlutaðeigandi aðildarríki:
a)    hafa starfsstöð í því aðildarríki þar sem það geymir í húsnæði sínu grunnviðskiptaskjöl sín, einkum bókhaldsgögn, starfsmannaskjöl, skjöl með gögnum varðandi aksturstíma og hvíldartíma og hvers konar önnur skjöl sem lögbært yfirvald verður að hafa aðgang að til að sannreyna að þau skilyrði sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð hafi verið uppfyllt; aðildarríki geta krafist þess að starfsstöðvar á yfirráðasvæði þeirra hafi einnig, hvenær sem er, önnur gögn til reiðu í húsnæði sínu,
b)    hafa yfir að ráða, þegar leyfi hefur verið veitt, einu eða fleiri ökutækjum sem eru skráð eða hafa verið tekin í notkun í samræmi við löggjöf þess aðildarríkis, hvort sem þau ökutæki eru að fullu í eigu þess eða t.d. fengin með kaupleigusamningi eða leigusamningi,
c)    stýra í reynd og að staðaldri, með nauðsynlegum stjórnbúnaði, starfsemi sinni er varðar þau ökutæki sem um getur í b-lið og nota til þess viðeigandi tæknibúnað og aðstöðu í stjórnstöð í því aðildarríki.

6. gr.
Skilyrði varðandi kröfu um góðan orðstír

1.     Aðildarríki skulu, með fyrirvara um 2. mgr. þessarar greinar, ákvarða hvaða skilyrði fyrirtæki og flutningastjórar eiga að uppfylla til að fullnægja þeirri kröfu sem mælt er fyrir um í b-lið 1. mgr. 3. gr. um góðan orðstír.
Aðildarríki skulu líta til framferðis fyrirtækisins, flutningastjóra þess og annarra hlutaðeigandi einstaklinga, sem aðildarríkið kann að taka ákvörðun um, þegar þau ákvarða hvort fyrirtæki hafi fullnægt kröfunni um góða orðstír. Hvers konar vísanir í þessa grein til sakfellinga, viðurlaga eða brota skulu taka til sakfellinga, viðurlaga eða brota fyrirtækisins sjálfs, flutningastjóra þess og annarra hlutaðeigandi einstaklinga sem aðildarríkið kann að taka ákvörðun um.
Skilyrði, sem um getur í fyrstu undirgrein, skulu a.m.k. taka til eftirfarandi atriða:
a)    að engar knýjandi ástæður séu til að efast um góðan orðstír flutningastjórans eða flutningafyrirtækisins, s.s. sakfelling eða viðurlög við alvarlegum brotum á reglum í hverju aðildarríki sem gilda á sviði:
    i.        verslunarréttar,
    ii.    laga um gjaldþrotaskipti,
    iii.    launa- og starfsskilyrða í greininni,
    iv.    umferðar á vegum,
    v.         starfsábyrgðar,
    vi.    mansals eða smygls fíkniefna og
b)    að flutningastjóri eða flutningafyrirtæki hafi ekki verið sakfellt fyrir alvarlegt hegningarlagabrot í einu eða fleiri aðildarríkjanna eða sætt viðurlögum við alvarlegum brotum á reglum Bandalagsins einkum í tengslum við:
    i.        aksturs- og hvíldartíma ökumanna, vinnutíma og uppsetningu og notkun skráningarbúnaðar,
    ii.    hámarksþyngd og -mál atvinnuökutækja sem eru notuð til millilandaflutninga,
    iii.    grunnþjálfun og símenntun ökumanna,
    iv.    aksturshæfni atvinnuökutækja, þ.m.t. lögboðin tækniskoðun vélknúinna ökutækja,
    v.        aðgang að markaði fyrir farmflutninga á vegum milli landa eða, eins og við á, aðgang að markaði fyrir farþegaflutninga á vegum,
    vi.    öryggi við flutninga á hættulegum farmi á vegum,
    vii.    uppsetningu hraðatakmörkunarbúnaðar ásamt notkun hans í tilteknum flokkum ökutækja,
    viii.    ökuskírteini,
    ix.    aðgang að starfsgreininni,
    x.        flutning á dýrum.
2.     Að því er varðar b-lið þriðju undirgreinar 1. mgr.:
a)    ef flutningastjóri eða flutningafyrirtæki hefur verið sakfellt í einu eða fleiri aðildarríkjum fyrir hegningarlagabrot eða sætt viðurlögum við einu af alvarlegustu brotum á reglum Bandalagsins, eins og þær eru settar fram í IV. viðauka, skal lögbært yfirvald aðildarríkisins þar sem fyrirtækið hefur staðfestu framkvæma, með fyrirvara og á viðeigandi hátt, tilhlýðilega fullgerða stjórnsýslumeðferð, sem felur í sér, eftir því sem við á, athugun á húsnæði viðkomandi fyrirtækis.
    Ákveða skal, samkvæmt málsmeðferðinni, hvort tap góðs orðstírs myndi, við sérstakar aðstæður, valda óhóflegum viðbrögðum í einstöku tilviki. Færa skal tilhlýðileg og viðeigandi rök fyrir sérhverri slíkri niðurstöðu.
    Ef lögbært yfirvald telur að tap góðs orðstírs myndi hafa í för með sér óhófleg viðbrögð getur það ákveðið að hrófla ekki við honum. Í því tilviki skulu ástæður skráðar í landsskrá. Tilgreina skal fjölda þessara ákvarðana í skýrslunni sem um getur í 1. mgr. 26. gr.;
    telji lögbært yfirvald að tap góðs orðstírs myndi ekki hafa í för með sér óhófleg viðbrögð skal sakfellingin eða viðurlögin hafa í för með sér að góður orðstír tapist,
b)    framkvæmdastjórnin skal taka saman skrá yfir flokka, tegundir og alvarleika alvarlegra brota á reglum Bandalagsins sem geta, til viðbótar við þau sem sett eru fram í IV. viðauka, leitt til þess að góður orðstír tapist. Við ákvörðun forgangsröðunar við eftirlit, skv. 1. mgr. 12. gr., skulu aðildarríkin taka tillit til upplýsinga um þessi brot, þ.m.t. upplýsingar fengnar frá hinum aðildarríkjunum.
    Þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar með því að bæta við hana, í tengslum við þessa skrá, skulu samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 25. gr.
    Í þessu skyni skal framkvæmdastjórnin:
    i.        mæla fyrir um flokka og tegundir algengustu brota,
    ii.    skilgreina alvarleika brotanna í tengslum við þann möguleika að þau skapi hættu á dauðsföllum eða alvarlegu líkamstjóni og
    iii.    ákvarða fjölda þeirra atvika þar sem endurtekin brot teljast alvarleg, að teknu tilliti til fjölda þeirra ökumanna sem vinna við flutningastarfsemi undir stjórn flutningastjóra.
3.    Krafan, sem mælt er fyrir um í b-lið 1. mgr. 3. gr., skal teljast óuppfyllt þar til uppreisn æru eða aðrar ráðstafanir, sem hafa samsvarandi áhrif, hafa verið gerðar samkvæmt viðeigandi ákvæðum landslaga.

7. gr.
Skilyrði sem varða kröfu um fjárhagsstöðu

1.     Til að uppfylla kröfuna, sem mælt er fyrir um í c- lið l. mgr. 3. gr., skal fyrirtæki ávallt vera fært um að uppfylla fjárhagslegar skuldbindingar sínar á uppgjörsárinu. Í þessu skyni skal fyrirtæki sýna fram á, á grunni ársreikninga, sem er vottaðir af hálfu endurskoðanda eða tilhlýðilega viðurkennds einstaklings, að það hafi, ár hvert, til ráðstöfunar fjármagn og annað eigið fé sem nemur alls a.m.k. 9 000 evrum þegar aðeins eitt ökutæki er notað og 5 000 evrum fyrir hvert ökutæki til viðbótar.
Að því er þessa reglugerð varðar skal verðgildi evru í gjaldmiðlum aðildarríkja, sem taka ekki þátt í þriðja áfanga Efnahags- og Myntbandalagsins, ákveðið árlega. Nota skal gengi fyrsta virka dags októbermánaðar sem er birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Það öðlast gildi frá og með 1. janúar á næstkomandi almanaksári.
Reikningsskilaliðirnir, sem um getur í fyrstu undirgrein, jafngilda þeim sem skilgreindir eru í fjórðu tilskipun ráðsins 78/660/EBE frá 25. júlí 1978 sem byggð er á g-lið 3. mgr. 54. gr. sáttmálans um ársreikninga félaga af tiltekinni gerð ( 1 ).
2.     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur lögbært yfirvald samþykkt eða krafist þess að fyrirtæki sýni fram á fjárhagsstöðu sína með yfirlýsingu, s.s. bankaábyrgð eða tryggingu, þ.m.t. starfsábyrgðartrygging frá einum eða fleiri bönkum eða öðrum fjármálastofnunum, þ.m.t. tryggingafélög með óskipta bótaábyrgð á fyrirtækinu að því er varðar fjárhæðina sem tilgreind er í fyrstu undirgrein 1. mgr.
3.     Ársreikningarnir, skv. 1. mgr., og ábyrgðin, skv. 2. mgr., sem á að sannprófa, tilheyra efnahagslegri einingu, sem komið hefur verið á fót í aðildarríki þar sem sótt hefur verið um starfsleyfi, og ekki neinni annarri einingu sem komið hefur verið á fót í öðru aðildarríki.

8. gr.
Skilyrði sem varða kröfu um starfshæfni

1.     Til að uppfylla kröfuna, sem fram kemur í d-lið 1. mgr. 3. gr., skal hlutaðeigandi einstaklingur eða einstaklingar búa yfir þekkingu sem samsvarar því þrepi sem kveðið er á um í I. hluta I. viðauka varðandi námsgreinarnar sem þar eru taldar upp. Sýna skal fram á þá þekkingu með skyldubundnu skriflegu prófi og heimilt er að hafa til viðbótar munnlegt próf, ef aðildarríki ákveður svo. Prófin skulu skipulögð í samræmi við II. hluta I. viðauka. Í þessu skyni geta aðildarríki ákveðið að leggja þær skyldur á umsækjendur að þeir sitji námskeið áður en þeir gangast undir próf.
2.     Hlutaðeigandi einstaklingar skulu taka prófin í því aðildarríki þar sem viðkomandi hefur fasta búsetu eða því aðildarríki þar sem viðkomandi stundar vinnu.
Með fastri búsetu er átt við þann stað þar sem einstaklingur býr að jafnaði, þ.e.a.s. í a.m.k. 185 daga á hverju almanaksári, vegna persónulegra tengsla sem sýna að einstaklingurinn er nátengdur staðnum þar sem hann býr.
Föst búseta einstaklings sem hefur atvinnutengsl annars staðar en persónutengsl og dvelur þar af leiðandi til skiptis á mismunandi stöðum í tveimur eða fleiri aðildarríkjum telst þó vera þar sem hann hefur persónutengsl, að því tilskildu að hann snúi aftur þangað með reglubundnu millibili. Ekki þarf að uppfylla þetta skilyrði þegar einstaklingur dvelur í aðildarríki vegna tímabundins verkefnis. Ekki þarf að skipta um fasta búsetu vegna námsdvalar í háskóla eða öðrum skólum.
3.     Eingöngu yfirvöld eða aðilar, sem hafa til þess fullt umboð í þessum tilgangi frá aðildarríki, í samræmi við viðmiðanir sem það hefur sjálft skilgreint, mega skipuleggja og votta skrifleg og munnleg próf sem um getur í 1. gr. Aðildarríki skulu ganga reglulega úr skugga um að skilyrðin, sem þessi yfirvöld eða aðilar fylgja í tengslum við skipulagningu prófa, séu í samræmi við I. viðauka.
4.     Aðildarríki geta, í samræmi við viðmiðanir sem þau sjálf skilgreina, gefið aðilum fullt umboð til að bjóða umsækjendum upp á mjög góð námskeið til að undirbúa þá fyrir prófin ásamt símenntun fyrir flutningastjóra til að uppfæra þekkingu þeirra ef þeir óska þess. Þessi aðildarríki skulu reglulega ganga úr skugga um að þessir aðilar uppfylli ávallt viðmiðanirnar sem lagðar voru til grundvallar umboðinu.
5.          Aðildarríki geta stuðlað að því að reglubundin þjálfunarnámskeið séu haldin á 10 ára fresti í þeim námsgreinum sem taldar eru upp í I. viðauka til að tryggja að flutningastjórar fylgist með þróun innan síns sviði.
6.     Aðildarríki geta krafist þess að einstaklingar, sem hafa vottorð um starfshæfni en hafa ekki stjórnað fyrirtæki sem stundar farmflutninga eða farþegaflutninga á vegum undanfarin fimm ár, sitji upprifjunarnámskeið til þess að uppfæra þekkingu sína um þróun löggjafarinnar sem um getur í I. hluta I. viðauka.
7.     Aðildarríki getur veitt þeim sem hafa lokið tiltekinni æðri menntun eða tækninámi, sem boðið er upp á í aðildarríkinu, sem það hefur sérstaklega tilgreint í þessum tilgangi og tekur til þekkingar á öllum þeim námsgreinum sem taldar eru upp í I. viðauka, undanþágu frá prófum í þeim námsgreinum sem falla undir þessa æðri menntun eða tækninám. Undanþágan skal aðeins gilda um þá þætti í I. hluta I. viðauka þar sem námið tekur til allra þeirra námsgreina sem taldar eru upp undir fyrirsögn hvers þáttar.
Aðildarríki er heimilt að veita handhafa vottorða um starfshæfni undanþágu frá tilteknum hlutum prófanna sem gilda um innanlandsflutninga í því aðildarríki.
8.     Framvísa skal vottorði, sem gefið er út af yfirvöldum eða þeim aðila sem um getur í 3. mgr., til sönnunar á starfshæfni. Ekki skal vera hægt að framselja vottorðið til einhvers annars aðila. Vottorðið skal vera í samræmi við öryggisþætti og fyrirmynd að vottorði í II. og III. viðauka og skal bera innsigli yfirvalds með fullt umboð eða aðila sem gaf vottorðið út.
9.     Framkvæmdastjórnin skal laga I., II. og III. viðauka að tækniframförum. Þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, skulu samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 25. gr.
10.     Framkvæmdastjórnin skal hvetja til þess og greiða fyrir því að aðildarríki miðli reynslu og upplýsingum sín á milli um námskeið, próf og starfsleyfi, m.a. fyrir tilstuðlan tiltekins aðila sem framkvæmdastjórninni er heimilt að tilnefna.

9. gr.
Undanþága frá prófi

Aðildarríki geta ákveðið að veita þeim, sem geta framvísað sönnun þess efnis að þeir hafi að staðaldri stjórnað fyrirtæki sem stundar farmflutninga eða farþegaflutninga á vegum í einu eða fleiri aðildarríkjum á tíu ára tímabili fyrir 4. desember 2009, undanþágu frá prófunum sem um getur í 1. mgr. 8. gr.

III. KAFLI
STARFSLEYFI OG EFTIRLIT
10. gr.
Lögbær yfirvöld

1.     Hvert aðildarríki skal tilnefna eitt lögbært yfirvald eða fleiri til að tryggja rétta framkvæmd þessarar reglugerðar. Þessi lögbæru yfirvöld skulu hafa heimild:
a)    til að skoða umsóknir sem lagðar eru fram af hálfu fyrirtækja,
b)    til að veita starfsleyfi innan starfsgreinarinnar flutningsaðilar á vegum og fella tímabundið úr gildi eða afturkalla slík starfsleyfi,
c)     til að lýsa því yfir að einstaklingur sé óhæfur til að starfa sem flutningastjóri og stjórna flutningastarfsemi fyrirtækis,
d)    til að framkvæma tilskilið eftirlit til að ganga úr skugga um að fyrirtæki fullnægi kröfunum sem mælt er fyrir um í 3. gr.
2.     Lögbær yfirvöld skulu birta öll skilyrðin, sem mælt er fyrir um samkvæmt þessari reglugerð, hvers konar ákvæði í aðildarríkjunum og verklagsreglur, sem áhugasamir umsækjendur eiga að fara eftir, ásamt tilheyrandi skýringum.

11. gr.
Skoðun umsókna og skráning þeirra

1.     Flutningafyrirtæki, sem uppfyllir kröfurnar sem mælt er fyrir um í 3. gr. og leggur fram umsókn, skal fá leyfi til að starfa sem flutningsaðili á vegum. Lögbært yfirvald skal komast að raun um að fyrirtæki, sem leggur fram umsókn, fullnægi þeim kröfum sem mælt er fyrir um í þeirri grein.
2.     Lögbært yfirvald skal skrá í rafræna landsskrá, sem um getur í 16. gr., gögn um fyrirtækin sem það veitir leyfi og sem um getur í a–d-lið í fyrstu undirgrein 2. mgr. 16. gr.
3.     Frestur lögbærs yfirvalds til að skoða umsókn um leyfi skal vera eins stuttur og mögulegt er og ekki lengri en þrír mánuðir frá þeim degi sem lögbært yfirvald fær öll nauðsynleg skjöl til að meta umsóknina. Lögbært yfirvald getur lengt þennan frest um einn mánuð til viðbótar í tilhlýðilega rökstuddum tilvikum.
4.     Þar til 31. desember 2012 skal lögbært yfirvald, við mat á því hvort fyrirtæki hafi góðan orðstír, ganga úr skugga um hvort tilnefndur flutningastjóri eða tilnefndir flutningastjórar hafi á umsóknartímanum verið metnir óhæfir í einu aðildarríkjanna um að stjórna flutningastarfsemi fyrirtækis skv. 14. gr.
Frá 1. janúar 2013 skal lögbært yfirvald, við mat á því hvort fyrirtæki hafi góðan orðstír, ganga úr skugga um, með því að meta gögnin, sem um getur í f-lið fyrstu undirgreinar 2. mgr. 16. gr, annaðhvort með beinum öruggum aðgangi að viðeigandi hluta landsskráa eða með því að leggja fram beiðni, hvort tilnefndur flutningastjóri eða tilnefndir flutningastjórar hafi á umsóknartímanum verið lýstir óhæfir í einu aðildarríkjanna til að stjórna flutningastarfsemi fyrirtækis skv. 14. gr.
Ráðstafanir, sem ætlað er að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar og varða allt að þriggja ára frestun á dagsetningum, sem um getur í þessari málsgrein, skulu samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 25. gr.
5.     Fyrirtæki með leyfi til að starfa sem flutningsaðilar á vegum skulu, innan 28 daga eða skemur, samkvæmt ákvörðun staðfestuaðildarríkisins, tilkynna lögbæru yfirvaldi sem veitti leyfið um allar breytingar á gögnunum sem um getur í 2. mgr.

12. gr.
Eftirlit

1.     Lögbær yfirvöld skulu fylgjast með því hvort fyrirtæki, sem þau hafa veitt leyfi til að starfa sem flutningsaðilar á vegum, uppfylli áfram kröfurnar sem mælt er fyrir um í 3. gr. Í því skyni skulu aðildarríki viðhafa eftirlit og beina því einkum að fyrirtækjum sem flokkast sem fyrirtæki sem skapa aukna áhættu. Aðildarríki skulu í þeim tilgangi rýmka áhættuflokkunarkerfið sem þau komu á fót skv. 9. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/22/EB frá 15. mars 2006 um lágmarksskilyrði fyrir framkvæmd reglugerða ráðsins (EBE) nr. 3820/85 og (EBE) nr. 3821/85 varðandi félagsmálalöggjöf er varðar flutningastarfsemi á vegum ( 1 ) sem tekur til allra brota sem eru tilgreind í 6. gr. þessarar reglugerðar.
2.     Aðildarríki skulu framkvæma eftirlit a.m.k. fimmta hvert ár til 31. desember 2014 til að ganga úr skugga um að fyrirtæki uppfylli kröfurnar sem mælt er fyrir um í 3. gr.
Ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar og varða frestun á dagsetningunni, sem um getur í fyrstu undirgrein, skulu samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 25. gr.
3.     Þegar framkvæmdastjórnin óskar eftir því í rökstuddum tilvikum skulu aðildarríki framkvæma sérstakt eftirlit til að ganga úr skugga um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði sem gilda um aðgang að starfsgrein flutningsaðila á vegum. Aðildarríkin skulu gera framkvæmdastjórninni grein fyrir niðurstöðum slíks eftirlits og ráðstöfunum, sem gerðar eru, ef staðfest er að fyrirtækið uppfylli ekki lengur þær kröfur sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð.

13. gr.
Verklagsreglur um tímabundna niðurfellingu og afturköllun starfsleyfa

1.     Ef lögbært yfirvald staðfestir að fyrirtæki eigi á hættu að uppfylla ekki lengur kröfur, sem mælt er fyrir um í 3. gr., skal það tilkynna fyrirtækinu það. Ef lögbært yfirvald staðfestir að einni eða fleiri þessara krafna sé ekki lengur fullnægt, getur það gefið fyrirtækinu einn af eftirfarandi frestum til úrbóta:
a)    allt að sex mánaða frest sem má framlengja um þrjá mánuði ef um er að ræða dauðsfall eða líkamlegt vanhæfi flutningastjórans eða ef ráða þarf í stöðu flutningastjóra þar sem hann fullnægir ekki lengur kröfu um góðan orðstír eða starfshæfni,
b)    allt að sex mánaða frest ef fyrirtækið þarf að gera úrbætur með því að sýna fram á að það hafi staðfestu sem er virk og traust,
c)    allt að 6 mánaða frest þar sem krafa um fjárhagsstöðu hefur ekki verið fullnægt, til að sýna fram á að þessari kröfu verði fullnægt á ný og til frambúðar.
2.     Lögbært yfirvald getur krafist þess af fyrirtæki, þar sem starfsleyfi þess hefur verið fellt úr gildi tímabundið eða afturkallað, að það tryggi að flutningastjórar þess hafi staðist þau próf sem um getur í 1. mgr. 8. gr. áður en til þess kemur að gera ráðstafanir til uppreisnar æru.
3.     Ef lögbært yfirvald kemst að því að fyrirtæki fullnægi ekki lengur einni eða fleiri kröfum, sem mælt er fyrir um í 3. gr., skal það fella tímabundið úr gildi eða afturkalla leyfi þess til að starfa sem flutningsaðili á vegum innan þess frests sem um getur í 1. mgr. þessarar greinar.

14. gr.
Yfirlýsing um að flutningastjóri sé óhæfur

1.     Ef flutningastjóri tapar góðum orðstír, í samræmi við 6. gr., skal lögbært yfirvald lýsa flutningastjórann óhæfan til að stjórna flutningastarfsemi fyrirtækisins.
2.     Nema og þar til gerðar hafa verið ráðstafanir til uppreisnar æru, í samræmi við ákvæði landslaga, skal vottorð um starfshæfni, sem um getur í 8. mgr. 8. gr. og gefið hefur verið út til handa flutningastjóra sem lýstur hefur verið óhæfur, ekki vera í gildi í neinu aðildarríki.

15. gr.
Ákvarðanir lögbærra yfirvalda og kærur

1.     Tilgreina skal ástæður fyrir því að teknar séu neikvæðar ákvarðanir af hálfu lögbærra yfirvalda aðildarríkjanna samkvæmt þessari reglugerð, þ.m.t. synjun umsóknar, tímabundin niðurfelling eða afturköllun gildandi starfsleyfis og yfirlýsing um að flutningastjórinn sé óhæfur.
Við slíkar ákvarðanir skal taka tillit til fyrirliggjandi upplýsinga varðandi brot sem fyrirtækið eða flutningastjórinn fremja og eru þess eðlis að fyrirtækið uppfylli ekki kröfuna um góðan orðstír og til hvers konar annarra upplýsinga sem eru tiltækar lögbæru yfirvaldi. Í þeim skal tilgreina viðeigandi ráðstafanir til uppreisnar æru ef um er að ræða tímabundna niðurfellingu starfsleyfis eða yfirlýsingu um að flutningastjóri sé óhæfur.
2.     Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að tryggja að hlutaðeigandi fyrirtæki og einstaklingar eigi kost á að kæra ákvarðanir, sem um getur í 1. mgr., til a.m.k. eins óháðs og óhlutdrægs aðila eða dómstóls.

IV. KAFLI
EINFÖLDUN OG SAMVINNA Á SVIÐI STJÓRNSÝSLU
16. gr.
Rafrænar landsskrár

1.     Að því er varðar framkvæmd þessarar reglugerðar, einkum 11.–14. gr. hennar og 26. gr., skal hvert aðildarríki halda rafræna landsskrá yfir flutningafyrirtæki á vegum sem hefur verið veitt leyfi til að starfa sem flutningsaðili á vegum af hálfu lögbærs yfirvalds sem aðildarríkið hefur tilnefnt. Gögn, sem geymd eru í skránni, skulu unnin undir eftirliti opinbers yfirvalds sem er tilnefnt í þeim tilgangi. Viðeigandi gögn í rafrænu landskránni skulu vera aðgengileg öllum lögbærum yfirvöldum viðkomandi aðildarríkis.
Eigi síðar en 31. desember 2009 skal framkvæmdastjórnin samþykkja ákvörðun um lágmarkskröfur um gögnin sem á að færa í rafrænu landsskrána frá þeim degi sem henni er komið á fót til þess að auðvelda samtengingu skráa í framtíðinni. Hún getur lagt til að skráningarmerki ökutækja verði færð í skrána auk gagnanna sem um getur í 2. mgr.
2.     Rafrænar landsskrár skulu a.m.k. innihalda eftirfarandi gögn:
a)    heiti fyrirtækisins og rekstrarform þess að lögum,
b)    heimilisfang starfsstöðvar fyrirtækisins,
c)    nöfn flutningastjóra sem teljast uppfylla skilyrði um góðan orðstír og starfshæfni eða, eins og við á, nafn lagalegs fyrirsvarsmanns,
d)    tegund starfsleyfis, fjölda ökutækja, sem það tekur til og, eftir því sem við á, raðnúmer Bandalagsleyfis og staðfestra endurrita,
e)    fjölda, flokk og tegund alvarlegra brota, eins og um getur í b-lið 1. mgr. 6. gr., sem hafa leitt til sakfellingar eða viðurlaga á undanförnum tveimur árum,
f)     nafn þess aðila sem er lýstur óhæfur til að stjórna flutningastarfsemi fyrirtækis, svo framarlega sem góður orðstír þess aðila hafi ekki verið endurheimtur skv. 3. mgr. 6. gr. og viðeigandi ráðstafanir til uppreisnar æru.
Að því er varðar e-lið, geta aðildarríki valið, þar til 31. desember 2015, að færa eingöngu í rafrænu landsskrána alvarlegustu brotin sem sett eru fram í IV. viðauka.
Aðildarríki geta valið að geyma gögnin, sem um getur í e- og f-lið fyrstu undirgreinar í aðskildum skrám. Í slíku tilviki skulu öll lögbær yfirvöld í viðkomandi aðildarríki hafa beinan aðgang að viðeigandi gögnum eða þau vera þeim aðgengileg ef þau óska eftir því. Umbeðnar upplýsingar skulu veittar innan 30 virkra daga frá móttöku beiðninnar. Veita skal almenningi aðgang að gögnunum, sem um getur í a- til d-lið fyrstu undirgreinar, í samræmi við viðeigandi ákvæði um vernd persónuupplýsinga.
Önnur yfirvöld en lögbær yfirvöld skulu einungis hafa aðgang að gögnunum, sem um getur í e- og f-lið fyrstu undirgreinar, ef þau hafa tilhlýðilega heimildir til að hafa eftirlit með viðurlögum og beitingu þeirra á sviði flutninga á vegum og opinberir starfsmenn þeirra eru eiðsvarnir eða á annan formlegan hátt bundnir þagnarskyldu.
3.     Gögn um fyrirtæki þar sem starfsleyfi hefur verið fellt tímabundið úr gildi eða það afturkallað skulu vera áfram í rafrænu landsskránni í tvö ár eftir að tímabundin niðurfelling eða afturköllun leyfis rennur út og skulu þau síðan fjarlægð án tafar.
Gögn um hvern þann einstakling sem hefur verið lýstur óhæfur að starfa sem flutningsaðili á vegum skulu vera áfram í rafrænu landsskránni svo framarlega sem góður orðstír viðkomandi einstaklings hefur ekki verið endurheimtur skv. 3. mgr. 6. gr. Við slíka ráðstöfun til uppreisnar æru eða einhverja aðra ráðstöfun, sem hefur sambærileg áhrif, skulu gögnin tafarlaust fjarlægð.
Í gögnunum, sem um getur í fyrstu og annarri undirgrein, skal tilgreina ástæður fyrir tímabundinni niðurfellingu eða afturköllun starfsleyfis eða yfirlýsingu um að flutningastjóri sé óhæfur, eins og við á, og hve lengi hún varir.
4.     Aðildarríki skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að öll gögn, sem geymd eru í rafrænu landsskránni, séu uppfærð reglulega og séu nákvæm, einkum gögn sem um getur í e- og f-lið fyrstu undirgreinar 2. gr.
5.     Með fyrirvara um 1. og 2. mgr. skulu aðildarríki gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að rafrænar landsskrár séu samtengdar og aðgengilegar í gervöllu Bandalaginu fyrir milligöngu tengiliða í aðildarríkjunum sem skilgreindir eru í 18. gr. Aðgengi fyrir milligöngu tengiliða í aðildarríkjunum og samtengingu skal komið á eigi síðar en 31. desember 2012 þannig að lögbært yfirvald í hvaða aðildarríki sem er geti leitað í rafrænni landsskrá hvaða aðildarríkis sem er.
6.     Sameiginlegar reglur um framkvæmd 5. mgr., eins og snið upplýsingaskipta, tækniaðgerðir við rafræna leit í rafrænum landsskrám annarra aðildarríkja og kynningar á rekstrarsamhæfi viðkomandi skráa við aðra viðeigandi gagnagrunna, skulu samþykktar af hálfu framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við ráðgjafarnefndarmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 25. gr. og í fyrsta skipti fyrir 31. desember 2010. Með þessum sameiginlegu reglum skal ákvarða hvaða yfirvald ber ábyrgð á aðgengi að gögnum og frekari notkun og uppfærslu þeirra eftir aðgang og þær skulu, í þessu skyni, taka til ákvæða um skráningu gagna og eftirlit með þeim.
7.     Ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar og varða frestun á tímamörkunum, sem um getur í fyrstu og fimmtu undirgrein, skulu samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 25. gr.

17. gr.
Vernd persónuupplýsinga

Að því er varðar beitingu tilskipunar 95/46/EB skulu aðildarríki einkum sjá til þess:
a)    að öllum sé tilkynnt um það þegar gögn sem tengjast þeim eru skráð eða ætlunin er að framsenda þau til þriðju aðila; með upplýsingunum, sem veittar eru, skal tilgreina yfirvald sem ber ábyrgð á vinnslu gagnanna, hvers konar gögn eru unnin og ástæður slíkrar aðgerðar,
b)    að allir hafi rétt til aðgangs að gögnum sem tengjast þeim og eru í vörslu yfirvalds sem ber ábyrgð á vinnslu þessara gagna; sá réttur skal nýttur án takmörkunar með sanngjörnu millibili og án mikilla tafa eða kostnaðar fyrir umsækjandann,
c)    að allir, þar sem gögn eru ófullnægjandi eða ónákvæm, eigi rétt á að gögnin verði leiðrétt, þeim eytt eða aðgangur að þeim hindraður,
d)    að öllum sé heimilt að andmæla, ef þeir hafa til þess lögmætar og knýjandi ástæður, vinnslu gagnanna sem þá varða; ef rök eru færð fyrir andmælum þarf að hætta vinnslu þessara gagna,
e)    að fyrirtæki fari, eftir atvikum, að viðeigandi ákvæðum um vernd persónuupplýsinga,

18. gr.
Samvinna á sviði stjórnsýslu milli aðildarríkjanna

1.     Aðildarríki skulu tilnefna sinn eigin tengilið sem ber ábyrgð á upplýsingaskiptum við hin aðildarríkin að því er varðar beitingu þessarar reglugerðar. Aðildarríki skulu senda framkvæmdastjórninni nöfn og heimilisföng sinna tengiliða eigi síðar en 4. desember 2011. Framkvæmdastjórnin skal taka saman skrá yfir alla tengiliðina og senda hana til allra aðildarríkjanna.
2.     Aðildarríki, sem skiptast á upplýsingum innan ramma þessarar reglugerðar, skulu nota tengiliði í aðildarríkjunum sem eru tilnefndir skv. 1. gr.
3.     Aðildarríki, sem skiptast á upplýsingum um brot, sem um getur í 2. mgr. 6. gr., eða um flutningastjóra, sem hafa verið lýstir óhæfir, skulu fylgja málsmeðferðinni og halda sig innan þeirra tímamarka, sem um getur í 1. mgr. 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1072/2009, eða, eftir því sem við á, 1. mgr. 23. gr. reglugerðar (EB) nr. 1073/2009. Aðildarríki, sem berst tilkynning um alvarlegt brot, sem hefur leitt til sakfellingar eða viðurlaga í öðru aðildarríki, skal skrá brotið í rafræna landsskrá sína.

V. KAFLI
GAGNKVÆM VIÐURKENNING Á VOTTORÐUM OG ÖÐRUM SKJÖLUM
19. gr.
Vottorð um góðan orðstír og jafngild skjöl

1.     Með fyrirvara um 4. mgr. 11. gr. skal staðfestuaðildarríkið, að því er varðar aðgang að starfsgreininni flutningsaðili á vegum, samþykkja sakavottorð sem gildan vitnisburð um góðan orðstír eða, að öðrum kosti, jafngilt skjal sem gefið er út af lögbæru dóms- eða stjórnvaldi í aðildarríkinu þar sem flutningastjórinn eða annar viðkomandi einstaklingur hafði fasta búsetu.
2.     Fari aðildarríki fram á það við eigin ríkisborgara að þeir leggi fram sönnun þess að þeir fullnægi settum skilyrðum um góðan orðstír, en ekki er hægt að færa sönnur á að slíkum skilyrðum sé fullnægt með skjalinu, sem um getur í 1. mgr., þá skal þetta aðildarríki taka gilt sem næga sönnun, þegar í hlut eiga ríkisborgarar hinna aðildarríkjanna, vottorð, sem gefið er út af lögbæru dóms- eða stjórnvaldi í aðildarríkinu eða aðildarríkjunum þar sem flutningastjórinn eða annar viðkomandi einstaklingur hafði fasta búsetu, sem sýnir að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt. Í slíkum vottorðum skulu koma fram þær sérstöku upplýsingar sem tillit var tekið til í staðfestuaðildarríkinu.
3.     Hafi skjalið, sem um getur í 1. mgr., eða vottorðið, sem um getur í 2. mgr., ekki verið gefið út af hálfu aðildarríkis eða aðildarríkja þar sem flutningastjórinn eða annar viðkomandi aðili hafði fasta búsetu, getur eiðsvarin yfirlýsing eða drengskaparheit af hálfu flutningastjórans eða annars viðeigandi aðila frammi fyrir lögbæru dóms- eða stjórnvaldi komið í stað þess, eða, þar sem við á, frammi fyrir lögbókanda í aðildarríkinu þar sem flutningastjórinn eða annar viðkomandi aðili hafði fasta búsetu. Slíkt yfirvald eða lögbókandi skal gefa út vottorð sem staðfestir áreiðanleiki eiðsvörnu yfirlýsingarinnar eða drengskaparheitsins.
4.     Skjal, sem um getur í 1. mgr., og vottorð, sem um getur í 2. mgr., gilda ekki lengur en í þrjá mánuði frá útgáfudegi. Þetta skilyrði gildir einnig um yfirlýsingu sem gefin er í samræmi við 3. mgr.

20. gr.
Vottorð sem varða fjárhagsstöðu

Fari aðildarríki fram á það við eigin ríkisborgara að þeir fullnægi tilteknum skilyrðum um fjárhagsstöðu sína, til viðbótar þeim sem sett eru fram í 7. gr., þá skal þetta aðildarríki taka gilt sem næga sönnun, þegar í hlut eiga ríkisborgarar hinna aðildarríkjanna, vottorð sem gefið er út af hálfu lögbærs yfirvalds í aðildarríki eða aðildarríkjum þar sem flutningastjórinn eða annar viðkomandi einstaklingur hafði fasta búsetu, sem sýnir að þessum skilyrðum hafi verið fullnægt. Í slíku vottorði skulu koma fram þær sérstöku upplýsingar sem tillit var tekið til í hinu nýja staðfestuaðildarríki.

21. gr.
Vottorð um starfshæfni

1.     Aðildarríki skulu viðurkenna, sem fullnægjandi sönnun á starfshæfni, vottorð sem er í samræmi við fyrirmynd að vottorði sem sett er fram í III. viðauka og sem gefið er út af hálfu yfirvalds eða aðila sem hefur til þess fullt umboð.
2.     Vottorð, sem gefið er út fyrir 4. desember 2011 til sönnunar á starfshæfni samkvæmt ákvæðum sem eru í gildi fram að þeim degi, telst jafngilt vottorði sem er í samræmi við fyrirmynd að vottorði, sem sett er fram í III. viðauka, og skal viðurkennt sem sönnun á starfshæfni í öllum aðildarríkjunum. Aðildarríki geta krafist þess að handhafar vottorða um starfshæfni, sem gilda aðeins um innanlandsflutninga, standist prófin, eða hluta prófanna, sem um getur í 1. mgr. 8. gr.

VI. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
22. gr.
Viðurlög

1.     Aðildarríkin skulu setja reglur um viðurlög við brotum gegn ákvæðum þessarar reglugerðar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að þeim sé beitt. Viðurlögin, sem kveðið er á um, skulu vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brotið og letjandi. Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þessi ákvæði, eigi síðar en 4. desember 2011, og skulu tilkynna henni án tafar um síðari breytingar sem hafa áhrif á þau. Þau skulu sjá til þess að öllum slíkum ráðstöfunum sé beitt án mismununar á grundvelli ríkisfangs eða staðfestustaðar fyrirtækisins.
2.     Viðurlögin, sem um getur í 1. mgr., skulu m.a. vera tímabundin niðurfelling leyfis til að starfa sem flutningsaðili á vegum, afturköllun slíks starfsleyfis og yfirlýsing um að flutningastjóri sé óhæfur.

23. gr.
Umbreytingarákvæði

Fyrirtæki, sem hafa fengið leyfi fyrir 4. desember 2009 til starfa sem flutningsaðili á vegum, skulu fara að ákvæðum þessarar reglugerðar eigi síðar en 4. desember 2011.

24. gr.
Gagnkvæm aðstoð

Lögbær yfirvöld aðildarríkjanna skulu vinna náið saman og veita hvert öðru gagnkvæma aðstoð við beitingu þessarar reglugerðar. Þau skulu skiptast á upplýsingum um sakfellingar og viðurlög við alvarlegum brotum og á öðrum sérstökum upplýsingum sem eru líklegar til að hafa áhrif á starfsemi innan starfsgreinarinnar flutningsaðili á vegum, í samræmi við gildandi ákvæði um vernd persónuupplýsinga.

25. gr.
Nefndarmeðferð

1.     Framkvæmdastjórnin skal njóta aðstoðar nefndar sem komið var á fót með 1. mgr. 18. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3821/85 frá 20. desember 1985 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum ( 1 ).
2.     Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda ákvæði 3. og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.
3.     Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda ákvæði 1.–4. mgr. 5. gr. a og 7. gr. ákvörðunar 1999/ 468/EB með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.

26. gr.
Skýrslugjöf

1.     Aðildarríkin skulu á tveggja ára fresti taka saman skýrslu um starfsemi lögbærra yfirvalda og senda hana til framkvæmdastjórnarinnar. Skýrslan skal innihalda:
a)    yfirlit yfir geirann að því er varðar góðan orðstír, fjárhagsstöðu og starfshæfni,
b)    upplýsingar um hversu mörg starfsleyfi eru veitt á hverju ári og eftir tegund, hversu mörg starfsleyfi eru felld úr gildi tímabundið, hversu mörg eru afturkölluð, hversu margar yfirlýsingar eru gefnar út um að flutningastjóri sé óhæfur ásamt rökstuddum ástæðum fyrir þessum ákvörðunum,
c)    upplýsingar um hversu mörg vottorð um starfshæfni eru gefin út á hverju ári,
d)    grunnhagskýrslur að því er varðar rafrænar landskrár og notkun þeirra af hálfu lögbæra yfirvalda og
e)    yfirlit yfir upplýsingaskipti við önnur aðildarríki, skv. 2. mgr. 18. gr., þ.m.t. einkum árlegur fjöldi staðfestra brota sem tilkynnt eru til annarra hinna aðildarríkjanna og svör sem berast, auk árlegs fjölda óska og svara sem berast skv. 3. mgr. 18. gr.
2.     Á grundvelli skýrslna, sem um getur í 1. mgr., skal framkvæmdastjórnin, annað hvert ár, leggja skýrslu fyrir Evrópuþingið og ráðið um starfsemi innan starfsgreinar flutningsaðila á vegum. Sú skýrsla skal einkum innihalda mat á því hvernig upplýsingaskiptum milli aðildarríkja er háttað og athugun á því hvernig starfsemi rafrænna landsskráa er háttað ásamt því hvaða gögn eru geymd í rafrænum landsskrám. Hún skal birt um leið og skýrslan sem um getur í 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 561/2006 frá 15. mars 2006 um samhæfingu tiltekinna ákvæða félagsmálalöggjafarinnar er varðar flutninga á vegum ( 2 ).

27. gr.
Skrá yfir lögbær yfirvöld

Hvert aðildarríki skal senda framkvæmdastjórninni, eigi síðar en 4. desember 2011, skrá yfir lögbær yfirvöld sem það hefur tilnefnt til að gefa út starfsleyfi til handa flutningsaðilum á vegum og skrá yfir viðurkennd yfirvöld eða aðila sem bera ábyrgð á skipulagningu prófanna, sem um getur í 1. mgr. 8. gr., og útgáfu vottorðanna. Framkvæmdastjórnin skal birta heildarskrá yfir þessi yfirvöld og aðila í gervöllu Bandalaginu í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

28. gr.
Tilkynning um ráðstafanir á landsvísu

Aðildarríki skulu senda framkvæmdastjórninni lög og stjórnsýslufyrirmæli, sem þau samþykkja um málefni sem reglugerð þessi nær til, eigi síðar en 30 dögum eftir samþykkt þeirra og í fyrsta skipti eigi síðar en 4. desember 2011.

29. gr.
Niðurfelling

Tilskipun 96/26/EB er hér með felld úr gildi.

30. gr.
Gildistaka

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Hún kemur til framkvæmda frá og með 4. desember 2011.
        Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
        Gjört í Strassborg 21. október 2009.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
J. BUZEK C. MALMSTRÖM
forseti. forseti.

I. VIÐAUKI

I. SKRÁ YFIR NÁMSGREINAR SEM UM GETUR Í 8. GR.

Kunnáttan, sem aðildarríkjunum ber að taka tillit til við opinbera viðurkenningu á starfshæfni, verður a.m.k. að taka til þeirra námsgreina sem taldar eru upp hér á eftir fyrir farmflutninga á vegum annars vegar og farþegaflutninga á vegum hins vegar. Í tengslum við þessar námsgreinar verða umsækjendur meðal farmflytjenda á vegum og aðila sem stunda farþegaflutninga á vegum að búa yfir því stigi kunnáttu og hagnýtrar færni sem nauðsynlegt er til að geta stjórnað flutningafyrirtæki.
Lágmarkskunnátta, eins og bent er hér á eftir, má ekki vera minni en sem nemur 3. stigi í þjálfunarþrepskerfinu, sem mælt er fyrir um í viðaukanum við ákvörðun ráðsins 85/368/EBE ( 1 ), þ.e. kunnátta sem fæst með skyldunámi að viðbættri annaðhvort starfsþjálfun og viðbótartækniþjálfun eða þjálfun á framhaldsskólastigi eða annarri tækniþjálfun.
A.     Einkamálaréttur
    Umsækjandi verður, einkum í tengslum við farmflutninga og farþegaflutninga á vegum:
    1.        að þekkja helstu gerðir samninga, sem notaðir eru í flutningum á vegum, og réttindi og skyldur sem af þeim leiðir,
    2.        að vera fær um að gera lagalega gildan flutningssamning, einkum að því er varðar flutningsskilmála,
             í tengslum við farmflutninga á vegum:
    3.        að vera fær um að leggja mat á bótakröfu frá umbjóðanda sínum vegna taps eða tjóns á farmi meðan á flutningi stendur eða vegna seinkunar á afhendingu og skilja hvaða áhrif slík krafa hefur á samningsbundna ábyrgð hans,
    4.        að þekkja reglur og skyldur sem leiðir af samningnum um samkomulag í millilandaflutningum á farmi á vegum,
             í tengslum við farþegaflutninga á vegum:
    5.        að vera fær um að leggja mat á kröfu frá umbjóðanda sínum vegna áverka á farþegum eða tjóns á farangri þeirra sem orsakast af slysi meðan á flutningi stendur eða bætur vegna seinkana og skilja hvaða áhrif slík krafa hefur á samningsbundna ábyrgð hans.
B.      Verslunarréttur
    Umsækjandi verður, einkum í tengslum við farmflutninga og farþegaflutninga á vegum:
    1.        að þekkja skilmála og formsatriði, sem mælt er fyrir um að kunna þurfi skil á til að stunda atvinnugreinina, almennar skyldur sem hvíla á flutningsaðilum (skrásetning, bókhald o.s.frv.) og afleiðingar gjaldþrots,
    2.        að búa yfir viðeigandi þekkingu á hinum ýmsu gerðum verslunarfélaga og reglum um stofnun þeirra og rekstur.
C.      Félagsmálaréttur
    Umsækjandi verður, einkum í tengslum við farmflutninga og farþegaflutninga á vegum að kunna skil á eftirfarandi:
    1.        hlutverki og starfsemi ýmissa félagslegra stofnana sem tengjast flutningum á vegum (stéttarfélaga, samstarfsráða á vinnustöðum, trúnaðarmanna á vinnustöðum, vinnueftirlitsmanna o.s.frv.),
    2.        skyldum vinnuveitenda vegna almannatrygginga,
    3.        reglum um verksamninga fyrir hina ýmsu flokka starfsmanna sem starfa hjá flutningafyrirtækjum á vegum (formi samninga, skyldum samningsaðila, vinnuskilyrðum og vinnutíma, launuðu leyfi, launakjörum, samningsbrotum o.s.frv.),
    4.        reglum sem gilda um aksturstíma, hvíldartíma og vinnutíma og einkum ákvæðum í reglugerð (EBE) nr. 3821/85, reglugerð (EB) nr. 561/2006, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/15/EB ( 1 ) og tilskipun 2006/22/EB ásamt hagnýtum ráðstöfunum við beitingu þessara ákvæða og
    5.        reglum þeim sem gilda um grunnþjálfun og símenntun ökumanna, og einkum þeim sem leiðir af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/59/EB ( 2 ).
D.      Löggjöf á sviði skattamála
    Umsækjandinn verður, einkum í tengslum við farmflutninga og farþegaflutninga á vegum, að kunna skil á reglum:
    1.        um virðisaukaskatt (VSK) á flutningaþjónustu.
    2.        um skatt á vélknúin ökutæki,
    3.        um skatta á tilteknar gerðir ökutækja til farmflutninga ásamt tollum og notendagjöldum fyrir grunnvirki,
    4.        um tekjuskatt.
E.      Viðskipta- og fjármálastjórnun fyrirtækis
    Umsækjandi verður, einkum í tengslum við farmflutninga á vegum og farþegaflutninga á vegum:
    1.        að kunna skil á lögum og viðteknum venjum að því er varðar notkun ávísana, víxla, skuldabréfa, greiðslukorta og annarra greiðsluleiða eða -aðferða,
    2.        að kunna skil á hinum ýmsu lánsmöguleikum (bankalánum, bankaábyrgðum, ábyrgðarskuldbindingum, veðlánum, eignarleigu, leigu, kröfukaupum o.s.frv.) ásamt gjöldum og skyldum sem af þeim leiðir,
    3.        að vita hvað efnahagsreikningur er, hvernig hann er fram settur og hvernig á að túlka hann,
    4.        að geta lesið úr og túlkað rekstrarreikning,
    5.        að geta metið arðsemi og fjárhagsstöðu fyrirtækis, einkum á grundvelli fjárhagskennitalna,
    6.        að geta útbúið fjárhagsáætlun,
    7.        að kunna skil á kostnaðarþætti fyrirtækis síns (fastakostnaði, breytilegum kostnaði, hreinu veltufé, afskriftum o.s.frv.) og geta reiknað út kostnað á ökutæki, á kílómetra, á ferð eða á tonn,
    8.        að geta gert skipurit yfir starfsmenn fyrirtækisins í heild og sett saman vinnuáætlanir o.s.frv.,
    9.        að kunna skil á grundvallaratriðum markaðssetningar, auglýsingastarfsemi og almannatengsla, þ.m.t. flutningaþjónusta, sölukynningar og gerð viðskiptamannaskráa o.s.frv.,
    10.    að kunna skil á hinum ýmsu gerðum vátrygginga sem tengjast flutningum á vegum (ábyrgðartryggingu slysa-/líftryggingu, skaða- og farangurstryggingu) og þeim ábyrgðum og skyldum sem af þeim leiðir,
    11.    að kunna skil á notkun mismunandi gerða rafrænna gagnaflutninga í flutningum á vegum,
             í tengslum við farmflutninga á vegum,
    12.    að geta beitt reglunum um gerð vörureikninga í farmflutningaþjónustu á vegum og þekkja þýðingu og áhrif Incoterms-kóðans,
    13.    að kunna skil á ýmsum tegundum stoðþjónustu við flutningastarfsemi, hlutverki þeirra, verkefnum og, þar sem við á, stöðu þeirra,
            í tengslum við farþegaflutninga á vegum:
    14.    að geta beitt reglum um fargjöld og verðlagningu í almennum og einkareknum farþegaflutningum,
    15.    að geta beitt reglum um gerð vörureikninga í farþegaflutningaþjónustu á vegum.
F.      Aðgangur að markaði
    Umsækjandi verður, einkum í tengslum við farmflutninga og farþegaflutninga á vegum að kunna skil á eftirfarandi:
    1.        reglum, sem gilda um starfsgreinina flutningar á vegum gegn gjaldi, leigu iðnaðarökutækja og undirverktakastarfsemi, einkum reglum um opinbert skipulag starfsgreinarinnar, aðgangi að henni, leyfum til flutninga á vegum innan og utan Bandalagsins, eftirliti og viðurlögum,
    2.        reglum um hvernig stofna skuli fyrirtæki um flutninga á vegum,
    3.        hinum ýmsu skjölum sem krafist er í rekstri flutningaþjónustu á vegum og geta tekið upp eftirlitsaðferðir til að tryggja að samþykkt skjöl er tengjast hverri flutningsaðgerð, einkum þau sem varða ökutækið, ökumanninn, farminn og farangurinn, séu geymd bæði í ökutækinu og á athafnasvæði fyrirtækisins,
            í tengslum við farmflutninga á vegum:
    4.        reglum um skipulag á markaði fyrir farmflutninga á vegum, ásamt reglum um meðhöndlun farms og birgðastjórnun,
    5.        formsatriðum á landamærum, hlutverki og gildissviði T-skjala og TIR-skírteina og þeim skyldum og ábyrgð sem leiðir af notkun þeirra,
            í tengslum við farþegaflutninga á vegum:
    6.        reglum um skipulag á markaði fyrir farþegaflutninga á vegum,
    7.        reglum um innleiðingu farþegaflutninga á vegum og gerð flutningsáætlana.
G. Tæknistaðlar og tæknilegar hliðar rekstursins
    Umsækjandi verður, einkum í tengslum við farmflutninga og farþegaflutninga á vegum:
    1.        að kunna skil á reglum um þyngd og mál ökutækja í aðildarríkjunum og verklagi sem skal viðhaft við óvenjulega flutninga sem falla ekki undir þessar reglur,
    2.        að geta valið ökutæki og íhluta þeirra (undirvagn, vél, aflyfirfærslukerfi, hemlakerfi o.s.frv.) í samræmi við þarfir fyrirtækisins,
    3.        að kunna skil á formsatriðum sem tengjast gerðarviðurkenningu, skráningu og tæknilegu eftirliti með ökutækjum,
    4.        að skilja hvaða ráðstafanir verður að gera til að draga úr hávaða og koma í veg fyrir loftmengun frá útblæstri vélknúinna ökutækja,
    5.        að geta gert áætlanir um reglubundið viðhald ökutækja og búnaðar þeirra,
            í tengslum við farmflutninga á vegum,
    6.        að kunna skil á hinum ýmsu gerðum búnaðar til meðferðar á farmi og við fermingar (gaffallokur, gámar, vörubretti o.s.frv.), geta viðhaft verklag og gefið fyrirmæli um fermingu og affermingu (hvernig dreifa eigi farmi, hlaða honum, stafla, festa og skorða o.s.frv.),
    7.        að kunna skil á ýmis konar tækni við samsetta flutninga, s.s. flutningur á opnum járnbrautarvögnum og ekjuferjum,
    8.        að geta viðhaft rétt verklag og farið að reglunum um flutning á hættulegum farmi og úrgangi, einkum þeim sem leiðir af tilskipun 2008/68/EB ( 1 ), og reglugerð (EB) nr. 1013/2006 ( 2 ),
    9.        að geta viðhaft rétt verklag og farið að reglunum um flutning á matvælum sem eru viðkvæm fyrir skemmdum, einkum þeim sem leiðir af samningnum um millilandaflutninga á matvælum sem eru viðkvæm fyrir skemmdum og um sérstakan búnað sem nota á til slíkra flutninga (ATP),
    10.    að geta viðhaft rétt verklag og farið að reglum um flutning á lifandi dýrum.
H. Umferðaröryggi
    Umsækjandi verður, einkum í tengslum við farmflutninga og farþegaflutninga á vegum:
    1.        að vita hvaða menntunar og hæfis er krafist af ökumönnum (ökuskírteinis, læknisvottorða, hæfnisskírteina o.s.frv.),
    2.        að geta gert nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að ökumenn virði umferðarreglur, bönn og takmarkanir sem eru í gildi í hinum ýmsu aðildarríkjum (varðandi hraðatakmarkanir, forgang, reglur um hvar má stöðva ökutæki og leggja þeim, ljósanotkun, umferðamerki o.s.frv.),
    3.        að geta útbúið fyrirmæli fyrir ökumenn til að hafa eftirlit með því að þeir fari að öryggiskröfum að því er varðar ástand ökutækja, búnað þeirra og farm og að því er varðar forvarnarráðstafanir sem ber að gera,
    4.        að geta sett verklagsreglur um hvað beri að gera ef slys ber að höndum og gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slys eða alvarleg umferðarlagabrot endurtaki sig,
    5.        að geta beitt verklagsreglum til að ganga tryggilega frá vörum og hafa kynnt sér viðeigandi aðferðir;
            í tengslum við farþegaflutninga á vegum,
    6.        að þekkja í grundvallaratriðum vegakerfi aðildarríkjanna.

II. SKIPULAG PRÓFSINS

    1.        Aðildarríki munu skipuleggja skyldubundið, skriflegt próf, og er þeim heimilt að hafa til viðbótar munnlegt próf, til að staðfesta hvort umsækjendur meðal flutningsaðila á vegum hafa náð því kunnáttustigi sem krafist er í námsgreinunum sem taldar eru upp í I. hluta, einkum færni í að nota þau tæki og þá tækni sem þeim tengjast og í að sinna samsvarandi skyldustörfum á sviði stjórnunar og samræmingar.
            a)    Skyldubundið, skriflegt próf skiptist í tvo hluta, þ.e.a.s.:
                    i.        skriflegar spurningar sem annaðhvort eru fjölvalsspurningar (með fjórum mögulegum svörum hver), spurningar sem krefjast beins svars eða blanda af báðum kerfum,
                    ii.        skriflegar æfingar/raunveruleg verkefni.
                    Lágmarkslengd hvers hluta prófsins er tvær klukkustundir.
            b)    Sé munnlegt próf skipulagt er aðildarríki heimilt að mæla fyrir um að viðkomandi verði að hafa staðist skriflega prófið til að geta tekið munnlega prófið.
    2.        Skipuleggi aðildarríkin einnig munnlegt próf verða þau að fastsetja vægi prófhlutanna þriggja, og má enginn þeirra hafa minna vægi en 25% og enginn meira en 40% af heildareinkunn.
            Skipuleggi aðildarríkin aðeins skriflegt próf verða þau að fastsetja vægi hvers prófhluta og má enginn þeirra hafa minna vægi en 40% og enginn meira en 60% af heildareinkunn.
    3.        Umsækjendur verða að ná samanlagt úr öllum prófunum meðaleinkunn sem nemur að lágmarki 60% af heildareinkunn og ekki fá undir 50% af mögulegri heildareinkunn í hverju prófi fyrir sig. Aðildarríki er aðeins heimilt að lækka hlutfall þeirrar einkunnar úr 50% í 40% í einu prófi.

II. VIÐAUKI

Öryggisþættir vottorðs um starfshæfni

    Vottorðið verður að hafa a.m.k. tvo af eftirfarandi öryggisþáttum:
    –        almynd,
    –        sérstakar trefjar í pappírnum sem eru sýnilegar í útfjólubláu ljósi,
    –        minnst eina örprentaða línu (prentun aðeins sýnileg með stækkunargleri og ekki endurgerð með ljósritunarvélum),
    –        áþreifanleg rittákn, tákn eða mynstur,
    –        tvöfalda númeraröð: raðnúmer og útgáfunúmer,
    –        öryggisbakgrunn með fíngerðu, prentuðu bakgrunnsmunstri og regnbogaprentun.

III. VIÐAUKI
Fyrirmynd að vottorði um starfshæfni
EVRÓPUBANDALAGIÐ
(Pantone gulbrúnn sellulósapappír, hið minnsta 100 g/m2, snið: DIN A4)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum aðildarríkisins sem gefur vottorðið út)
Auðkennisstafir viðkomandi aðildarríkis ( 1 )          Heiti viðurkennds yfirvalds eða stofnunar ( 2 )
VOTTORÐ UM STARFSHÆFNI TIL FARMFLUTNINGA/FARÞEGAFLUTNINGA Á VEGUM ( 3 )

Nr.     
Við     
vottum hér með að ( 4 )     
fæddur árið      í     
hefur staðist próf (ár: ...... ; tímabil: ......) ( 5 ) sem krafist er til þess að öðlast vottorð um starfshæfni til farmflutninga/farþegaflutninga á vegum ( 3) í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum ( 6 ).
Vottorð þetta er nægjanleg sönnun fyrir starfshæfni sem um getur í 21. gr. reglugerðar (EB) nr. 1071/2009.
Gefið út í      hinn     ( 7 )

IV. VIÐAUKI
Alvarlegustu brotin að því er varðar a-lið 2. mgr. 6. gr.

     1.      a)    farið er yfir sex daga eða tveggja vikna hámarksaksturstíma sem nemur 25% eða meira,
        b)    farið er yfir, á daglegum vinnutíma, daglegan hámarksaksturstíma sem nemur 50% eða meira án hlés eða án samfellds hvíldartíma í a.m.k. 4,5 klukkustundir.
     2.      Ekki er fyrir hendi neinn ökuriti og/eða hraðatakmarkari, eða notaður er sviksamlegur búnaður sem getur breytt færslum skráningarbúnaðarins og/eða hraðatakmarkarans eða falsað ökuritaskífur eða gögn sem halað hefur verið niður af ökuritanum eða ökumannskortinu.
     3.      Ekið er án gilds skírteinis um aksturhæfni ef slíks skjals er krafist samkvæmt lögum Bandalagsins og/eða ekið er þegar m.a. hemlakerfi, liða- og armabúnaði, hjólum/hjólbörðum, fjöðrun eða undirvagni er verulega ábótavant, sem gæti ógnað umferðaröryggi og leitt til ákvörðunar um að kyrrsetja ökutækið.
     4.      Fluttur er hættulegur farmur sem bannað er að flytja eða hann er fluttur í umbúðum sem hafa verið bannaðar eða sem hafa ekki verið viðurkenndar eða án þess að hann hafi verið auðkenndur sem hættulegur farmur og stofnar þar með lífi fólks og umhverfinu í hættu og leiðir til ákvörðunar um að kyrrsetja ökutækið.
     5.      Fluttir eru farþegar eða vörur án þess fyrir hendi sé gilt ökuskírteini eða þau eru flutt af hálfu fyrirtækis sem hefur ekki gilt Bandalagsleyfi.
     6.      Notað er ökumannskort sem hefur verið falsað eða tilheyrir ekki ökumanninum eða hefur verið fengið á grundvelli rangra yfirlýsinga og/eða breytifalsaðra skilríkja.
     7.      Fluttar eru vörur þar sem farið er yfir leyfilegan hámarksmassa ökutækis með hleðslu sem nemur 20% eða meira ef leyfileg þyngd með hleðslu fer yfir 12 tonn og sem nemur 25% eða meira ef leyfileg þyngd ökutækisins með hleðslu fer ekki yfir 12 tonn.
Fylgiskjal III.


REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) NR. 1072/2009
frá 21. október 2009
um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa
(endurútgefin)
(Texti sem varðar EES)

EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 71. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 1 ),
að höfðu samráði við svæðanefndina,
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 2 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)        Nokkrar efnislegar breytingar verða gerðar á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 881/92 frá 26. mars 1992 um aðgang að vöruflutningamarkaðinum á vegum innan Bandalagsins til eða frá yfirráðasvæði aðildarríkis eða um yfirráðasvæði eins eða fleiri aðildarríkja ( 3 ), á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3118/93 frá 25. október 1993 um skilyrði fyrir því að farmflytjendur geti stundað flutningaþjónustu á vegum í aðildarríki þar sem þeir eru ekki búsettir ( 4 ) og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/94/EB frá 12. desember 2006 um setningu sameiginlegra reglna um tiltekna vöruflutninga á vegum ( 5 ). Fyrir skýrleika sakir og til einföldunar skal endurútgefa þessar reglugerðir og fella þær saman í eina reglugerð.
2)        Setning sameiginlegrar stefnu í flutningamálum felur m.a. í sér að settar eru sameiginlegar reglur sem gilda um aðgang að markaði vöruflutninga á vegum milli landa á yfirráðasvæði Bandalagsins, auk þess sem sett eru skilyrði fyrir því að farmflytjendur, geti stundað flutninga á vegum í aðildarríki sem það hefur ekki aðsetur í. Setja verður þessar reglur með þeim hætti að þær stuðli að því að starfsemi innri flutningamarkaðarins gangi snurðulaust fyrir sig.
3)        Til að tryggja samræmdan ramma fyrir farmflutninga á vegum milli landa innan Bandalagsins skal þessi reglugerð gilda um alla flutninga milli landa á yfirráðasvæði Bandalagsins. Flutningar frá aðildarríkjum til þriðju landa falla enn að stórum hluta undir tvíhliða samninga á milli aðildarríkjanna og þessara þriðju landa. Því skal þessi reglugerð ekki gilda um þann hluta ferðarinnar innan yfirráðasvæðis aðildarríkisins þar sem fermt er og affermt svo framarlega sem ekki hafi verið gengið frá nauðsynlegum samningum milli Bandalagsins og hlutaðeigandi þriðju landa. Hún skal þó gilda um yfirráðasvæði aðildarríkis sem farið er í gegnum.
4)        Setning sameiginlegrar stefnu í flutningamálum felur í sér að afnema verður allar takmarkanir á starfsemi flutningsaðila á grundvelli ríkisfangs eða staðfestu í öðru aðildarríki en því þar sem veita á þjónustuna.
5)        Til að tryggja lipra og snurðulausa framkvæmd þessa ákvæðis er rétt að koma á bráðabirgðafyrirkomulagi í gestaflutningum þar til endanleg samræming markaðarins fyrir farmflutninga á vegum verður tekið upp.
6)        Sameiginlegur markaður í Evrópu, sem er komið á í áföngum, skal leiða til þess að takmarkanir á aðgangi að innanlandsmörkuðum í aðildarríkjunum verði afnumdar. Í þessu tilliti skal þó engu að síður hafa hliðsjón af skilvirkni eftirlits og þróun atvinnuskilyrða í greininni, samræmingu reglna er varða m.a. framfylgd og innheimtu notendagjalda á vegum og löggjöf er varðar félagslega þætti og öryggisþætti. Framkvæmdastjórnin skal hafa náið eftirlit með markaðsaðstæðum sem og áðurgreindri samræmingu og setja fram tillögu, ef við á, um frekari opnun innanlandsmarkaða fyrir flutninga á vegum, þ.m.t. gestaflutningar.
7)        Tilteknar tegundir flutninga eru, samkvæmt tilskipun 2006/94/EB, undanþegnar leyfisveitingum Bandalagsins og öðrum leyfisveitingum fyrir flutninga. Viðhalda skal kerfi undanþágna frá Bandalagsleyfi og hvers konar öðrum leyfisveitingakerfum í tengslum við sumar tegundir flutninga vegna sérstaks eðlis þeirra innan ramma þess markaðsskipulags sem kveðið er á um í þessari reglugerð.
8)        Vöruflutningar með ökutækjum þar sem hámarksþyngd með hleðslu má vera á bilinu 3,5 og 6 tonn skulu undanþegnir kröfum um Bandalagsleyfi samkvæmt tilskipun 2006/94/ EB. Reglur Bandalagsins á sviði vöruflutninga á vegum gilda þó almennt um ökutæki þar sem hámarksþyngd með hleðslu er meiri en 3,5 tonn. Af þessum sökum skal laga ákvæði þessarar reglugerðar að almennu gildissviði reglna Bandalagsins um flutninga á vegum og skulu þau einungis undanþiggja ökutæki þar sem hámarksþyngd með hleðslu er allt að 3,5 tonn.
9)        Vöruflutningar á vegum milli landa skulu háðir því að fyrir liggi Bandalagsleyfi. Farmflytjendur skulu hafa staðfest, rétt endurrit af Bandalagsleyfi um borð í ökutækjum sínum til þess auðvelda skilvirkt eftirlit af hálfu eftirlitsyfirvalda, einkum utan aðildarríkisins þar sem farmflytjandinn hefur staðfestu. Nauðsynlegt er í þessu skyni að mæla fyrir um ítarlegar forskriftir að því er varðar útlit og önnur einkenni Bandalagsleyfis og staðfestra endurrita.
10)        Framkvæma skal vegaeftirlit án beinnar eða óbeinnar mismununar af ástæðum er varða ríkisfang flutningsaðila á vegum eða landið þar sem flutningsaðili á vegum hefur staðfestu eða skráningarland ökutækisins.
11)        Ákvarða skal skilyrði um útgáfu og afturköllun Bandalagsleyfa og til hvaða flutningstegunda þau taka ásamt gildistíma þeirra og ítarlegum reglum um notkun þeirra.
12)        Einnig skal setja fram ökumannsvottorð til þess að aðildarríkin geti fylgst með því hvort ökumenn frá þriðju löndum hafi löglega starfsráðningu eða séu á löglegan hátt í þjónustu farmflytjandans sem annast flutningana.
13)        Farmflytjendur, sem hafa þau Bandalagsleyfi sem kveðið er á um í þessari reglugerð, og farmflytjendur, sem hafa leyfi til að starfrækja tilteknar greinar flutningaþjónustu milli landa, skulu hafa heimild til að starfrækja tímabundið flutningaþjónustu innan aðildarríkis í samræmi við þessa reglugerð án þess að hafa þar skráða skrifstofu eða aðra starfsstöð. Slíkir gestaflutningar skulu falla undir löggjöf Bandalagsins, s.s. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 561/2006 frá 15. mars 2006 um samhæfingu tiltekinna ákvæða félagsmálalöggjafarinnar er varða flutninga á vegum ( 1 ) og gildandi landslög á tilgreindum sviðum í gistiaðildarríkinu.
14)        Samþykkja skal ákvæði svo að unnt sé að grípa til aðgerða ef alvarleg röskun verður á viðkomandi flutningsmarkaði. Nauðsynlegt er að koma í þessu skyni á viðeigandi tilhögun ákvarðanatöku og söfnun þeirra tölfræðilegu gagna sem krafist er.
15)        Gestaflutningar er þjónustustarfsemi farmflytjenda innan aðildarríkis þar sem þeir hafa ekki staðfestu og ekki skal leggja bann við slíkri starfsemi á meðan hún fer ekki fram með þeim hætti að til verði varanleg eða stöðug starfsemi í því aðildarríki, sbr. þó ákvæði sáttmálans um staðfesturétt. Til þess að framfylgja þessari kröfu skal skilgreina ítarlegar tíðni gestaflutninga og á hvaða tímabilum heimilt er að stunda þá. Áður fyrr var heimilt að starfrækja tímabundið slíka flutningaþjónustu innanlands. Það hefur í reynd reynst erfitt að ganga úr skugga um hvaða þjónustustarfsemi er leyfð. Af þeim sökum er nauðsynlegt að setja skýrar reglur sem auðvelt er að framfylgja.
16)        Þessi reglugerð er með fyrirvara um ákvæði er varða vöruflutninga á vegum sem eru á inn- eða útleið og eru leggur í samsettum flutningum eins og mælt er fyrir um í reglugerð ráðsins 92/106/EBE frá 7. desember 1992 um setningu sameiginlegra reglna fyrir tilteknar tegundir samsettra vöruflutninga milli aðildarríkja ( 1 ). Ferðir á vegum innan gistiaðildarríkis, sem eru ekki hluti samsettra flutninga eins og mælt er fyrir um í tilskipun 92/106/EBE, falla undir skilgreiningu á gestaflutningum og skulu því falla undir kröfur þessarar reglugerðar.
17)        Ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 96/71/EB frá 16. desember 1996 um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu ( 2 ) gilda um flutningafyrirtæki sem stunda gestaflutninga.
18)        Eftirlitsyfirvöld í gistiaðildarríki skulu, í því skyni að sinna skilvirku eftirliti með gestaflutningum, hafa í það minnsta aðgang að gögnum úr farmbréfum og skráningarbúnaði í samræmi við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3821/85 frá 20. desember 1985 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum ( 3 ).
19)        Aðildarríki skulu veita hvert öðru gagnkvæma aðstoð með það í huga að tryggja að þessari reglugerð verði beitt með tilhlýðilegum hætti.
20)        Draga skal, svo sem kostur er, úr formsatriðum á sviði stjórnsýslu án þess þó að víkja frá eftirliti og viðurlögum sem tryggja rétta beitingu og skilvirka framkvæmd þessarar reglugerðar. Skýra skal og styrkja gildandi reglur um afturköllun Bandalagsleyfis í þessu skyni. Aðlaga skal núverandi reglur svo að unnt sé að leggja skilvirk viðurlög við alvarlegum brotum sem eru framin í gistiaðildarríki. Viðurlög skulu vera án mismununar og í réttu hlutfalli við alvarleika brota. Unnt skal vera að leggja fram kæru vegna viðurlaga sem hefur verið beitt.
21)        Aðildarríki skulu færa öll alvarleg brot, sem farmflytjendur hafa framið og leitt hafa til viðurlaga, inn í rafrænar landsskrár sínar yfir flutningafyrirtæki á vegum.
22)        Til þess að auðvelda og styrkja upplýsingaskipti á milli landsyfirvalda skulu aðildarríkin skiptast á viðeigandi upplýsingum með milligöngu tengiliða í aðildarríkjunum sem er komið á fót samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum ( 4 ).
23)        Nauðsynlegar ráðstafanir til framkvæmdar þessari reglugerð skulu samþykktar í samræmi við ákvörðun ráðsins 1999/468/EB frá 28. júní 1999 um reglur um meðferð framkvæmdarvalds sem framkvæmdastjórninni er falið ( 5 ).
24)        Framkvæmdastjórnin skal einkum hafa heimild til að laga I., II. og III. viðauka við þessa reglugerð að tækniframförum. Þar eð þessar ráðstafanir eru almenns eðlis og þeim er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar skulu þær samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem kveðið er á um í 5. gr. a í ákvörðun 1999/468/EB.
25)        Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hrinda þessari reglugerð í framkvæmd, einkum að því er varðar viðurlög sem skulu vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brotið og letjandi.
26)        Þar eð aðildarríkin geta ekki fyllilega náð markmiði þessarar reglugerðar, sem er að koma á samræmdum ramma um farmflutninga á vegum milli landa alls staðar í Bandalaginu, og því verður betur náð á vettvangi Bandalagsins, vegna þess hve aðgerðirnar eru umfangsmiklar og hafa víðtæk áhrif, er Bandalaginu heimilt að samþykkja ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna eins og kveðið er á um í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og hún er sett fram í þeirri grein, er ekki gengið lengra en nauðsyn krefur í þessari reglugerð til að ná þessu markmiði.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

I. KAFLI
ALMENN ÁKVÆÐI

1. gr.
Gildissvið

1.     Þessi reglugerð gildir um vöruflutninga á vegum milli landa gegn gjaldi á yfirráðasvæði Bandalagsins.
2.     Ef um er að ræða flutninga frá aðildarríki til þriðja lands eða öfugt gildir reglugerðin á þeim hluta leiðarinnar sem farin er í gegnum yfirráðasvæði aðildarríkisins. Hún skal ekki gilda um þann hluta leiðarinnar á yfirráðasvæði aðildarríkisins þar sem ferming eða afferming fer fram svo framarlega sem ekki hafi verið gengið frá nauðsynlegum samningum milli Bandalagsins og hlutaðeigandi þriðja lands.
3.     Þar til gengið hefur verið frá samningunum, sem um getur í 2. mgr., skal þessi reglugerð ekki hafa áhrif:
a)    á ákvæði um flutninga frá aðildarríki til þriðja lands og öfugt sem falla undir tvíhliða samninga sem aðildarríkin hafa gert við þessi þriðju lönd,
b)    á ákvæði um flutninga frá aðildarríki til þriðja lands og öfugt sem falla undir tvíhliða samninga sem aðildarríkin hafa gert með sér er heimila farmflytjendum að ferma og afferma í aðildarríki, annaðhvort samkvæmt tvíhliða leyfi eða fyrirkomulagi á afnámi hafta, þótt hann hafi ekki staðfestu í því aðildarríki.
4.     Þessi reglugerð skal gilda um vöruflutninga á vegum innanlands sem starfræktir eru tímabundið á vegum farmflytjenda sem hafa ekki aðsetur í aðildarríkinu eins og kveðið er á um í III. kafla.
5.     Ekki skal krafist Bandalagsleyfis vegna eftirfarandi tegunda flutninga og ferða án farms sem tengjast slíkum flutningum og skulu þær undanþegnar hvers konar flutningsleyfum:
a)    póstflutninga sem eiga sér stað innan ramma alþjónustu,
b)    flutninga á ökutækjum sem hafa orðið fyrir tjóni eða bilað,
c)    vöruflutninga með vélknúnum ökutækjum þar sem leyfilegi þyngd, þ.m.t. eftirvagnar, fer ekki yfir 3,5 tonn,
d)    vöruflutninga með vélknúnum ökutækjum, að því tilskildu að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
    i.        vörurnar, sem eru fluttar, eru eign fyrirtækisins eða fyrirtækið verður að hafa selt, keypt, leigt út eða leigt vörurnar, framleitt þær, unnið úr þeim, meðhöndlað eða gert við þær,
    ii.    tilgangur ferðarinnar er sá að flytja vörur til eða frá fyrirtæki eða flytja þær annaðhvort innan fyrirtækisins eða utan þess til eigin nota,
    iii.    starfsmenn, sem eru ráðnir til fyrirtækisins eða eru því til reiðu samkvæmt samningsskuldbindingu, aka vélknúnu ökutækjunum sem eru notuð við slíka flutninga,
    iv.    ökutækin, sem flytja vörurnar, eru í eigu fyrirtækisins eða það hefur keypt þau með afborgunum eða tekið þau á leigu, að því tilskildu að skilyrði tilskipunar Evrópuráðsins og þingsins 2006/1/EB frá 18. janúar 2006 um notkun ökutækja sem leigð eru án ökumanna til vöruflutninga á vegum ( 1 ) hafi verið uppfyllt í síðarnefnda tilvikinu og
    v.        flutningurinn er einungis viðbótarstarfsemi við heildarstarfsemi fyrirtækisins,
e)    flutninga á lyfjum, læknisfræðilegum búnaði og tækjum og öðrum vörum sem eru nauðsynlegar til neyðaraðstoðar, einkum vegna náttúruhamfara.
Ákvæði iv. liðar í d-lið fyrstu undirgreinar gildir ekki um notkun varabifreiðar þegar ökutækið, sem er venjulega notað, er bilað tímabundið.
6.     Ákvæði 5. mgr. skal ekki hafa áhrif á skilyrðin sem aðildarríkin setja ríkisborgurum sínum í tengslum við heimild þeirra til að stunda þá starfsemi sem um getur í þeirri málsgrein.

2. gr.
Skilgreiningar

Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1.     „ökutæki“: vélknúið ökutæki, skráð í aðildarríki, eða samtengd ökutæki þar sem a.m.k. vélknúna ökutækið er skráð í aðildarríki og eingöngu notað til vöruflutninga,
2.     „flutningar milli landa“:
a)    ferð með farm þar sem brottfararstaður og komustaður eru hvor í sínu aðildarríkinu, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki eða þriðju lönd,
b)     ferð með farm frá aðildarríki til þriðja lands eða öfugt, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki eða þriðju lönd,
c)    ferð með farm milli þriðju landa þar sem farið er í gegnum yfirráðasvæði eins eða fleiri aðildarríkja eða
d)    ferð án farms í tengslum við þann flutning sem um getur í a-, b- og c-lið,
3.     „gistiaðildarríki“: aðildarríki þar sem farmflytjandinn starfar sem er annað aðildarríki en það þar sem farmflytjandinn hefur staðfestu,
4.     „farmflytjandi sem hefur ekki aðsetur í aðildarríki“: farmflytjandi sem starfar í gistiaðildarríki,
5.     „ökumaður“: hver sá sem ekur ökutækinu jafnvel þótt það sé aðeins í stutta stund eða sá sem ferðast með ökutækinu til þess að aka því ef þörf krefur,
6.     „gestaflutningar“: flutningar innanlands gegn gjaldi sem eru starfræktir tímabundið í gistiaðildarríki í samræmi við þessa reglugerð,
7.     „alvarlegt brot á löggjöf Bandalagsins um flutninga á vegum“: brot sem kann að leiða til þess að góður orðstír tapist í samræmi við 1. og 2. mgr. 6. gr. reglugerðar (EB) nr. 1071/2009 og/eða tímabundinnar eða varanlegrar afturköllunar á Bandalagsleyfi.

II. KAFLI
FLUTNINGAR MILLI LANDA
3. gr.
Meginregla

Flutningar milli landa eru háðir Bandalagsleyfi og, ef ökumaður er ríkisborgari í þriðja landi, ökumannsvottorði.

4. gr.
Bandalagsleyfi

1.     Aðildarríki gefur út Bandalagsleyfi í samræmi við þessa reglugerð til handa farmflytjanda sem flytur vörur á vegum gegn gjaldi og:
a)    hefur staðfestu í aðildarríki í samræmi við löggjöf Bandalagsins og landslög í því aðildarríki og
b)    hefur rétt í staðfestuaðildarríkinu til að stunda vöruflutninga á vegum milli landa, í samræmi við löggjöf Bandalagsins og landslög aðildarríkisins um aðgang að starfsgrein farmflytjenda á vegum.
2.     Lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríkinu skulu gefa út Bandalagsleyfið til 10 ára í senn og skal það vera endurnýjanlegt.
Bandalagsleyfi og staðfest endurrit þeirra, sem gefin eru út fyrir þann dag sem beiting þessarar reglugerðar hefst, skulu halda gildi sínu þar til gildistími þeirra rennur út.
Framkvæmdastjórnin skal laga gildistíma Bandalagsleyfisins að tækniframförum, einkum rafrænum landsskrám yfir flutningafyrirtæki á vegum eins og kveðið er á um í 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 1071/ 2009. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem um getur í 2. mgr. 15. gr.
3.     Lögbær yfirvöld staðfestuaðildarríkisins skulu afhenda leyfishafa frumrit Bandalagsleyfisins, sem farmflytjandinn skal hafa í vörslu sinni, og jafnmörg staðfest, rétt endurrit og ökutækin eru mörg og leyfishafi hefur til umráða, hvort sem hann er fullgildur eigandi eða ræður yfir þeim með öðrum hætti, einkum með kaupsamningi, leigusamningi eða kaupleigusamningi.
4.     Bandalagsleyfi og staðfest, rétt endurrit skulu vera í samræmi við fyrirmyndina sem er sett fram í II. viðauka þar sem einnig er mælt fyrir um skilyrðin fyrir notkun þess. Í þeim skulu koma fram minnst tveir af þeim öryggisþáttum sem taldir eru upp í I. viðauka.
Framkvæmdastjórnin skal laga I. og II. viðauka að tækniframförum. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun, sem um getur í 2. mgr. 15. gr.
5.     Bandalagsleyfið og staðfestu, réttu endurritin skulu bera innsigli yfirvaldsins sem gaf þau út ásamt undirskrift og raðnúmeri. Skrá skal raðnúmer Bandalagsleyfisins og staðfestra, réttra endurrita í rafræna landsskrá yfir flutningafyrirtæki á vegum sem hluta af þeim gögnum sem varða farmflytjandann.
6.     Bandalagsleyfið er gefið út á nafn viðkomandi farmflytjanda og er ekki framseljanlegt. Staðfest, rétt endurrit Bandalagsleyfis skal geymt í öllum ökutækjum farmflytjandans og ber að framvísa því ef viðurkenndur eftirlitsmaður krefst þess.
Þegar um er að ræða samtengd ökutæki skal staðfest, rétt endurrit fylgja vélknúna ökutækinu. Það gildir fyrir samtengd ökutæki jafnvel þótt eftirvagninn eða festivagninn sé hvorki skráður á nafn leyfishafa né hann hafi akstursleyfi fyrir honum eða vagninn skráður eða með akstursleyfi í öðru aðildarríki.

5. gr.
Ökumannsvottorð

1.     Aðildarríki skal gefa út ökumannsvottorð í samræmi við þessa reglugerð fyrir hvern þann farmflytjanda sem:
a)    er handhafi Bandalagsleyfis og
b)    hefur, í því aðildarríki, annaðhvort ráðið til sín á löglegan hátt ökumann sem er hvorki ríkisborgari í aðildarríki né hefur þar fasta búsetu í skilningi tilskipunar ráðsins 2003/109/EB frá 25. nóvember 2003 um ríkisborgara þriðju landa sem hafa stöðu einstaklinga með fasta búsetu ( 1 ) eða notar á löglegan hátt ökumann sem er hvorki ríkisborgari í aðildarríki né hefur þar fasta búsetu í skilningi þeirrar tilskipunar og er í þjónustu farmflytjanda í samræmi við þá ráðningarskilmála og starfsmenntun sem mælt er fyrir um í því aðildarríki:
    i.        í lögum eða stjórnsýsluákvæðum og, ef við á,
    ii.    í kjarasamningum í samræmi við gildandi reglur í því aðildarríki.
2.     Lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríki farmflytjandans skulu gefa út ökumannsvottorð, að beiðni handhafa Bandalagsleyfisins, fyrir hvern þann ökumann, sem er hvorki ríkisborgari í aðildarríki né hefur þar fasta búsetu í skilningi tilskipunar 2003/109/ EB, sem hann ræður á löglegan hátt eða fyrir hvern þann ökumann, sem er hvorki ríkisborgari í aðildarríki né hefur þar fasta búsetu í skilningi þeirrar tilskipunar og er í þjónustu þess. Hvert ökumannsvottorð skal staðfesta að ökumaðurinn, sem er nafngreindur þar, sé ráðinn í samræmi við skilyrðin sem mælt er fyrir um í 1. gr.
3.     Ökumannsvottorð skal vera í samræmi við fyrirmyndina sem er sett fram í III. viðauka. Í því skulu koma fram a.m.k. tveir af öryggisþáttunum sem taldir eru upp í I. viðauka.
4.     Framkvæmdastjórnin skal laga III. viðauka að tækniframförum. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun, sem um getur í 2. mgr. 15. gr.
5.     Ökumannsvottorðið skal bera innsigli yfirvaldsins sem gaf þau út ásamt undirskrift og raðnúmeri. Heimilt er að skrá raðnúmer ökumannsvottorðsins í rafræna landsskrá yfir flutningafyrirtæki á vegum sem hluta af upplýsingum um farmflytjandann sem afhendir tilnefndum ökumanni ökumannvottorðið.
6.     Ökumannsvottorð skal tilheyra farmflytjandanum sem afhendir það ökumanninum sem er tilgreindur í leyfinu þegar sá ökumaður ekur ökutæki samkvæmt Bandalagsleyfi sem er gefið út fyrir þann farmflytjanda. Geyma skal staðfest, rétt endurrit af ökumannsvottorði, sem lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríki farmflytjandans gefur út, á athafnasvæði farmflytjandans. Framvísa skal ökumannsvottorðinu að beiðni viðurkennds eftirlitsmanns.
7.     Gefa skal út ökumannsvottorð með gildistíma sem aðildarríkið, sem gefur það út, ákveður en hann skal aldrei vera lengri en fimm ár. Ökumannsvottorð sem gefin eru út fyrir þann dag sem beiting þessarar reglugerðar hefst skulu halda gildi sínu þar til gildistími þeirra rennur út.
Ökumannsvottorð skal haldast í gildi svo framarlega sem skilyrði fyrir útgáfu þess eru uppfyllt. Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að farmflytjandinn skili vottorðinu þegar í stað til yfirvaldanna sem gáfu það út ef þessi skilyrði eru ekki lengur uppfyllt.

6. gr.
Sannprófun á skilyrðum

1.     Þegar umsókn um Bandalagsleyfi eða endurnýjun Bandalagsleyfis er lögð fram í samræmi við 2. mgr. 4. gr. skulu lögbær yfirvöld staðfestuaðildarríkisins sannreyna hvort farmflytjandinn uppfylli eða haldi áfram að uppfylla skilyrðin sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 4. gr.
2.     Lögbær yfirvöld staðfestuaðildarríkisins skulu sannprófa reglulega, með árlegum athugunum sem ná yfir a.m.k. 20% af gildum ökumannsvottorðum sem hafa verið gefin út í því aðildarríki, hvort skilyrðin, sem um getur í 1. mgr. 5. gr. og gilda um útgáfu ökumannsvottorðs, séu enn uppfyllt.

7. gr.
Útgáfu Bandalagsleyfis og ökumannsvottorðs hafnað og afturköllun Bandalagsleyfis og ökumannsvottorðs

1.     Ef skilyrðin, sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 4. gr., eða þau skilyrði sem um getur í 1. mgr. 5. gr. eru ekki uppfyllt skulu lögbær yfirvöld staðfestuaðildarríkisins hafna umsókn um útgáfu eða endurnýjun Bandalagsleyfis eða ökumannsvottorðs með rökstuddri ákvörðun.
2.     Lögbær yfirvöld skulu afturkalla Bandalagsleyfi eða ökumannsvottorð ef leyfishafi:
a)    uppfyllir ekki lengur skilyrðin sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 4. gr. eða um getur í 1. mgr. 5. gr. eða
b)    hefur gefið rangar upplýsingar vegna umsóknar um Bandalagsleyfi eða ökumannsvottorð.

III. KAFLI
GESTAFLUTNINGAR
8. gr.
Meginregla

1.     Farmflytjanda, sem stundar flutninga á vegum gegn gjaldi og hefur Bandalagsleyfi og á sínum snærum ökumann með ökumannsvottorð, svo framarlega sem hann er ríkisborgari þriðja lands, er heimilt að stunda gestaflutninga með þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í þessum kafla.
2.     Þegar vörur sem eru í millilandaflutningum á innleið hafa verið afhentar skal farmflytjendum, sem um getur í 1. mgr., heimilt að nota sama ökutæki eða, ef um er að ræða samtengd ökutæki, vélknúið ökutæki þess sama ökutækis til allt að þriggja gestaflutninga í kjölfar millilandaflutninga frá öðru aðildarríki eða frá þriðja landi til gistiaðildarríkisins. Síðasta afferming í gestaflutningum fyrir brottför úr gistiaðildarríkinu skal fara fram innan sjö daga frá síðustu affermingu í gistiaðildarríkinu í millilandaflutningum á innleið.
Farmflytjendum er heimilt, innan þeirra tímamarka sem um getur í fyrstu undirgrein, að stunda einhverja eða alla þá gestaflutninga sem eru heimilaðir samkvæmt þeirri undirgrein í hvaða aðildarríki sem er, með því skilyrði að þeir séu takmarkaðir við einn gestaflutning í hverju aðildarríki sem skal eiga sér stað innan þriggja daga frá komu inn á yfirráðasvæði þess aðildarríkis án farms.
3.     Innlend farmflutningaþjónusta á vegum sem farmflytjandi, sem hefur ekki aðsetur í aðildarríkinu, stundar í gistiaðildarríkinu telst því aðeins uppfylla skilyrði þessarar reglugerðar að hann geti lagt fram óyggjandi sannanir fyrir því að um hafi verið að ræða millilandaflutning á innleið og fyrir því að um samfelldan flutning sé að ræða.
Í þeim sönnunargögnum sem um getur í fyrstu undirgrein skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar varðandi hvern flutning:
a)    nafn, heimilisfang og undirskrift sendanda,
b)    nafn, heimilisfang og undirskrift farmflytjandans,
c)    nafn og heimilisfang viðtakanda, undirskrift hans og afhendingardagur þegar vörur hafa verið afhentar,
d)    hvar og hvenær tekið var við vörunum og hvar stendur til að afhenda þær,
e)    sú lýsing sem er almennt notuð til að lýsa eðli varanna og pökkunaraðferð og, ef um er að ræða hættulegan varning, almennt viðurkennd lýsing, ásamt fjölda pakkninga og sérstökum merkjum og númerum,
f)    brúttóþyngd varanna eða magn þeirra, tilgreint með öðrum hætti,
g)    númeraplata vélknúinna ökutækja og eftirvagna.
4.     Ekki skal krefjast annarra gagna til að sanna að skilyrðin, sem mælt er fyrir um í þessari grein, hafi verið uppfyllt.
5.     Farmflytjanda, sem hefur í staðfestuaðildarríki sínu heimild, í samræmi við löggjöf þess aðildarríkis, til að stunda þá flutninga á vegum gegn gjaldi sem eru tilgreindir í a-, b- og c-lið 5. mgr. 1. gr., skal vera frjálst að stunda, eftir því sem við á, sams konar gestaflutninga eða gestaflutninga með ökutækjum í sama flokki með þeim skilyrðum sem eru ákveðin í þessum kafla.
6.     Heimild til gestaflutninga af þeirri tegund flutninga sem um getur í d- og e-lið 5. mgr. 1. gr. eru án allra takmarkana.

9. gr.
Reglur um starfrækslu gestaflutninga

1.     Með fyrirvara um löggjöf Bandalagsins skal starfræksla gestaflutninga háð gildandi lögum og stjórnsýslufyrirmælum í gistiríkinu hvað varðar eftirfarandi atriði:
a)    skilyrði sem gilda um flutningssamninginn,
b)    þyngd og mál ökutækja,
c)    kröfur varðandi flutninga á vörum í tilteknum flokkum, einkum á hættulegum vörum, matvælum sem eru viðkvæm fyrir skemmdum og dýrum á fæti,
d)    aksturs- og hvíldartíma,
e)    virðisaukaskatt (VSK) á flutningaþjónustu.
Ef við á, geta þyngd og mál, sem um getur í b-lið fyrstu undirgreinar, farið yfir þau mörk sem gilda í staðfestuaðildarríki farmflytjandans en mega ekki undir neinum kringumstæðum fara yfir þau mörk sem gistiaðildarríkið setur vegna umferðar innanlands eða tæknilegra eiginleika sem getið er í þeim sönnunargögnum sem um getur í 1. mgr. 6. gr. í tilskipun ráðsins 96/53/EB frá 25. júlí 1996 um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildarríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir tiltekin ökutæki sem eru í notkun í Bandalaginu ( 1 ).
2.     Beita skal lögum og stjórnsýslufyrirmælum, sem um getur í 1. mgr., gagnvart farmflytjendum sem hafa ekki aðsetur í aðildarríkinu með sömu skilyrðum og gilda um farmflytjendur sem hafa staðfestu í gistiaðildarríkinu, svo að hægt sé að koma í veg fyrir hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs eða staðfestustaðar.

10. gr.
Verndarráðstafanameðferð

1.     Ef alvarleg röskun verður á innlenda flutningsmarkaðinum á tilteknu landsvæði vegna gestaflutninga, eða ástandið þar versnar vegna þeirra, getur aðildarríki vísað málinu til framkvæmdastjórnarinnar svo að samþykkja megi verndarráðstafanir og skal það láta framkvæmdastjórninni í té nauðsynlegar upplýsingar og tilkynna henni um ráðstafanir sem það hyggst grípa til vegna farmflytjenda sem hafa aðsetur í landinu.
2.     Að því er varðar 1. mgr.:
„alvarleg röskun á innlenda flutningsmarkaðinum á tilteknu landsvæði“: vandi sem kemur upp á markaðinum og einskorðast við hann og felst í of miklu og, að því er virðist, viðvarandi framboði umfram eftirspurn sem ógnar fjárhagslegum stöðugleika og lífslíkum margra farmflytjenda, „landsvæði“: svæði sem nær yfir allt yfirráðasvæði aðildarríkis eða hluta af því eða yfir allt yfirráðasvæði annarra aðildarríkja eða hluta þess.
3.     Framkvæmdastjórnin skal kanna ástandið, einkum á grundvelli tiltekinna upplýsinga og skera úr um, innan eins mánaðar frá því að beiðni hlutaðeigandi aðildarríkis berst og að höfðu samráði við nefndina sem um í getur í 1. mgr. 15. gr., hvort verndarráðstafanir séu nauðsynlegar og samþykkja þær ef svo reynist vera.
Í slíkum ráðstöfunum getur falist að viðkomandi svæði sé tímabundið undanþegið gildissviði þessarar reglugerðar.
Ráðstafanir, sem eru samþykktar í samræmi við þessa grein, skulu gilda í allt að sex mánuði en framlengja má gildistíma þeirra einu sinni um jafn langan tíma.
Framkvæmdastjórnin skal án tafar tilkynna aðildarríkjunum og ráðinu um allar ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt þessari málsgrein.
4.     Ef framkvæmdastjórnin ákveður að samþykkja verndarráðstafanir er varða eitt eða fleiri aðildarríki ber lögbærum yfirvöldum hlutaðeigandi ríkja að gera sambærilegar ráðstafanir vegna farmflytjenda sem hafa aðsetur í því aðildarríki og tilkynna framkvæmdastjórninni um það. Þessum ráðstöfunum skal beitt eigi síðar en frá og með þeim degi er framkvæmdastjórnin samþykkir verndarráðstafanirnar.
5.     Hvert aðildarríki getur vísað ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar skv. 3. mgr. til ráðsins innan 30 daga frá því að tilkynnt var um hana. Ráðið getur tekið aðra ákvörðun með auknum meirihluta innan 30 daga frá því að aðildarríki leggur málið fyrir það eða, ef fleiri en eitt aðildarríki leggja málið fyrir það, innan 30 daga frá því að málið var fyrst lagt fyrir það.
Tímamörkin, sem mælt er fyrir um í þriðju undirgrein 3. mgr., skulu gilda um ákvörðun ráðsins. Lögbærum yfirvöldum hlutaðeigandi aðildarríkja ber að gera sams konar ráðstafanir gagnvart farmflytjendum sem þar hafa aðsetur og tilkynna framkvæmdastjórninni um þær. Taki ráðið ekki ákvörðun innan þess tíma sem um getur í fyrstu undirgrein telst ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar endanleg.
6.     Ef framkvæmdastjórnin telur nauðsynlegt að framlengja gildistíma ráðstafananna sem um getur í 3. mgr. gerir hún tillögu um það til ráðsins sem tekur ákvörðun með auknum meirihluta.

IV. KAFLI
GAGNKVÆM AÐSTOÐ OG VIÐURLÖG
11. gr.
Gagnkvæm aðstoð

Aðildarríkin skulu veita hvert öðru gagnkvæma aðstoð við að tryggja beitingu þessarar reglugerðar og eftirlit með henni. Tengiliðir í aðildarríkjunum skulu annast þessi upplýsingaskipti og er þeim komið á fót skv. 18. gr. reglugerðar (EB) nr. 1071/2009.

12. gr.
Viðurlög við brotum í staðfestuaðildarríki

1.     Ef um alvarlegt brot á löggjöf Bandalagsins um flutninga á vegum er að ræða, sem framin eru eða sýnt er fram á að hafi verið framin í einhverju aðildarríki, skulu lögbær yfirvöld í aðildarríkinu, þar sem hinn brotlegi farmflytjandi hefur staðfestu, grípa til viðeigandi aðgerða, sem geta falið í sér viðvörun ef kveðið er á um það í landslögum, til að fylgja málinu eftir, sem kann m.a. að leiða til beitingar eftirfarandi stjórnsýsluviðurlaga:
a)    tímabundinnar eða varanlegrar afturköllunar á sumum eða öllum staðfestum, réttum endurritum af Bandalagsleyfinu,
b)    tímabundinnar eða varanlegrar afturköllunar á Bandalagsleyfinu.
Slík viðurlög skulu ákveðin eftir að endanleg ákvörðun hefur verið tekin í málinu og í samræmi við það hversu alvarlegt brot handhafa Bandalagsleyfis telst og hve mörg staðfest, rétt endurrit hann hefur undir höndum vegna millilandaflutninganna sem hann stundar.
2.     Sé um alvarleg brot eða endurtekin minniháttar brot að ræða varðandi hvers konar misnotkun á ökumannsvottorði skulu lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríki farmflytjandans, sem gerist brotlegur, láta hann sæta hæfilegum viðurlögum, með því t.d.:
a)    að fresta tímabundið útgáfu ökumannsvottorðs,
b)    að afturkalla ökumannsvottorð,
c)    að setja viðbótarskilyrði fyrir útgáfu ökumannsvottorða til að koma í veg fyrir misnotkun,
d)    að afturkalla, tímabundið eða varanlega, sum eða öll staðfest, rétt endurrit af Bandalagsleyfinu,
e)    að afturkalla Bandalagsleyfi tímabundið eða varanlega.
Þessi viðurlög skulu ákvörðuð þegar endanleg ákvörðun í málinu liggur fyrir og skal hafa hliðsjón af því hve alvarlegt brot handhafa Bandalagsleyfisins er.
3.     Lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríkinu skulu tilkynna lögbærum yfirvöldum í aðildarríkinu þar sem sýnt er fram á að brot hafi verið framið eins fljótt og unnt er og eigi síðar en sex vikum frá endanlegri ákvörðun í málinu hvaða viðurlögum, ef einhverjum, hefur verið beitt af þeim sem um getur í 1. og 2. mgr.
Ef slíkum viðurlögum er ekki beitt skulu lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríkinu tilgreina ástæður þess.
4.     Lögbær yfirvöld skulu tryggja að viðurlög sem beitt er gagnvart viðkomandi farmflytjanda séu, heilt yfir, í réttu hlutfalli við brotið eða brotin sem viðurlög liggja við, að teknu tilliti til viðurlaga við sama broti sem beitt er í aðildarríkinu þar sem sýnt hefur verið fram á að brot hafi verið framið.
5.     Lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríki farmflytjandans geta einnig, samkvæmt landslögum, dregið hlutaðeigandi farmflytjanda fyrir þar til bæran innlendan dómstól. Þau skulu tilkynna lögbærum yfirvöldum í gistiaðildarríkinu um ákvarðanir þess efnis.
6.     Aðildarríki skulu tryggja rétt farmflytjenda til að áfrýja ákvörðun um stjórnsýsluviðurlög sem er beitt samkvæmt þessari grein.

13. gr.
Viðurlög við brotum í gistiaðildarríki

1.     Ef lögbær yfirvöld í aðildarríki hafa vitneskju um alvarlegt brot á þessari reglugerð eða löggjöf Bandalagsins um flutninga á vegum sem rekja má til farmflytjanda sem hefur ekki aðsetur í aðildarríkinu skal aðildarríkið á yfirráðasvæðinu þar sem sýnt hefur verið fram á að brot hafi verið framið senda lögbærum yfirvöldum í aðildarríkinu þar sem farmflytjandinn hefur staðfestu, eins fljótt og unnt er og eigi síðar en sex vikum frá endanlegri ákvörðun, eftirfarandi upplýsingar:
a)    lýsingu á brotinu og hvaða dag og hvenær dags það var framið,
b)    flokk, tegund og alvarleika brotsins og
c)    viðurlög sem beitt var og komu til framkvæmda.
Lögbær yfirvöld í gistiaðildarríkinu geta farið fram á að lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríkinu beiti stjórnsýsluviðurlögum í samræmi við 22. gr.
2.     Með fyrirvara um saksókn geta lögbær yfirvöld í gistiaðildarríki beitt viðurlögum gagnvart farmflytjanda sem hefur ekki aðsetur í því ríki og hefur gerst brotlegur við þessa reglugerð eða lög Bandalagsins eða landslög um flutninga á vegum á yfirráðasvæði þess meðan á gestaflutningum stóð. Viðurlögin geta m.a. verið áminning eða, ef um alvarleg brot er að ræða, tímabundið bann við gestaflutningum á yfirráðasvæði gistiaðildarríkisins þar sem brotið var framið.
3.     Aðildarríki skulu tryggja rétt farmflytjenda til að áfrýja ákvörðun um stjórnsýsluviðurlög sem er beitt samkvæmt þessari grein.

14. gr.
Skráning í rafrænar landsskrár

Aðildarríki skulu sjá til þess að alvarleg brot á löggjöf Bandalagsins um flutninga á vegum, sem rekja má til farmflytjenda með staðfestu á yfirráðasvæði þeirra, sem leitt hafa til beitingar viðurlaga einhvers aðildarríkis, ásamt tímabundinni eða varanlegri afturköllun Bandalagsleyfis eða staðfests, rétts endurrits, séu skráð í rafrænar landsskrár yfir flutningafyrirtæki á vegum. Færslur í skrána, sem varða tímabundna eða varanlega afturköllun Bandalagsleyfis, skulu varðveittar í gagnagrunninum í tvö ár hið minnsta eftir að tímabil afturköllunar rennur út, ef um er að ræða tímabundna afturköllun, eða frá dagsetningu afturköllunar ef um er að ræða varanlega afturköllun.

V. KAFLI
FRAMKVÆMD
15. gr.
Nefndarmeðferð

1.     Framkvæmdastjórnin skal njóta aðstoðar nefndarinnar sem komið er á fót með 1. mgr. 18. gr. reglugerðar (EBE) nr. 3821/85.
2.     Þegar vísað er til þessarar málsgreinar skulu ákvæði 1.–4. mgr. 5. gr. a og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB gilda, með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.

16. gr.
Viðurlög

Aðildarríkin skulu setja reglur um viðurlög við brotum gegn ákvæðum þessarar reglugerðar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að þeim sé beitt. Viðurlögin skulu vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brotið og hafa letjandi áhrif. Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni þessi ákvæði eigi síðar en 4. desember 2011 og skulu tilkynna henni, án tafar, um hvers konar breytingar sem síðar verða á þeim.
Þau skulu sjá til þess að öllum slíkum ráðstöfunum sé beitt án mismununar á grundvelli ríkisfangs eða staðfestustaðar farmflytjandans.

17. gr.
Skýrslugjöf

1.     Aðildarríkin skulu á tveggja ára fresti tilkynna framkvæmdastjórninni hve margir farmflytjendur höfðu Bandalagsleyfi 31. desember á næstliðnu ári og hversu mörg staðfest, rétt endurrit, jafnmörg ökutækjunum, voru þá í umferð.
2.     Aðildarríkin skulu einnig tilkynna framkvæmdastjórninni um það hve mörg ökumannsvottorð voru gefin út á næstuliðnu almanaksári og hve mörg ökumannsvottorð voru í umferð 31. desember sama ár.
3.     Framkvæmdastjórnin skal taka saman skýrslu um stöðuna á markaði fyrir flutninga á vegum fyrir árslok 2013. Í skýrslunni skal koma fram greining á stöðu markaðarins, þ.m.t. mat á skilvirkni eftirlits og þróun atvinnuskilyrða í greininni, ásamt mati á því hvort samræming reglna er varða t.a.m. framfylgd og innheimtu notendagjalda á vegum og löggjafar er varðar félagslega þætti og öryggisþætti hafi þróast með þeim hætti að unnt sé að líta til frekari opnunar markaða innanlands fyrir flutninga á vegum.

VI. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
18. gr.
Niðurfelling

Reglugerðir (EBE) nr. 881/92, (EBE) nr. 3118/93 og tilskipun (EB) 2006/94 eru hér með felldar úr gildi.
Líta ber á tilvísanir í niðurfelldu reglugerðirnar og tilskipunina sem tilvísanir í þessa reglugerð og skulu þær lesnar með hliðsjón af samsvörunartöflunni í IV. viðauka.

19. gr.
Gildistaka

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Hún kemur til framkvæmda 4. desember 2011, að undanskildum 8. og 9. gr., sem koma til framkvæmda 14. maí 2010.
        Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
        Gjört í Strassborg 21. október 2009.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
J. BUZEK C. MALMSTRÖM
forseti. forseti.

I. VIÐAUKI
Öryggisþættir Bandalagsleyfis og ökumannsvottorðs

Bandalagsleyfið og ökumannsvottorðið verða að hafa a.m.k. tvo af eftirfarandi öryggisþáttum:
    –        almynd,
    –        sérstakar trefjar í pappírnum sem eru sýnilegar í útfjólubláu ljósi,
    –        minnst eina örprentaða línu (prentun aðeins sýnileg með stækkunargleri og ekki endurgerð með ljósritunarvélum),
    –        áþreifanleg rittákn, tákn eða mynstur,
    –        tvöfalda númeraröð: raðnúmer Bandalagsleyfisins, staðfests endurrits þess eða ökumannsvottorðs, ásamt útgáfunúmeri í hverju tilviki,
    –        öryggisbakgrunn með fíngerðu, prentuðu bakgrunnsmunstri og regnbogaprentun.

_______


II. VIÐAUKI
Fyrirmynd að Bandalagsleyfi
EVRÓPUBANDALAGIÐ

a)
(Pantone ljósblár sellulósapappír, hið minnsta 100 g/m2, snið: DIN A4)
(Fyrsta síða leyfisins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum aðildarríkisins sem gefur leyfið út)


Auðkennisstafir aðildarríkisins ( 1 ) sem gefur leyfið út

Heiti lögbærs yfirvalds eða stofnunar


LEYFI NR. …
(eða)
STAÐFEST, RÉTT ENDURRIT NR.
fyrir vöruflutninga á vegum milli landa gegn gjaldi


Þetta leyfi heimilar ( 2 )               
að stunda vöruflutninga á vegum milli landa gegn gjaldi á hvaða leið sem er, á ferðum eða hlutum ferða sem farnir eru gegn gjaldi á yfirráðasvæði Bandalagsins eins og mælt er fyrir um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa, og í samræmi við almenn ákvæði þessa leyfis.
Sérstakar athugasemdir:     
    
Þetta leyfi gildir frá      til     
Gefið út í      hinn     
    ( 3 )

b)
(Önnur síða leyfisins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum aðildarríkisins sem gefur leyfið út)

ALMENN ÁKVÆÐI

Þetta leyfi er gefið út samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1072/2009.
Það veitir leyfishafa rétt til að stunda vöruflutninga á vegum milli landa gegn gjaldi á hvaða leið sem er á ferðum eða hlutum ferða sem eru farnir á yfirráðasvæði Bandalagsins og, eftir atvikum, með skilyrðum sem mælt er fyrir í leyfinu:
–    þar sem brottfararstaður og komustaður eru hvor í sínu aðildarríkinu, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki eða þriðju lönd,
–    frá aðildarríki til þriðja lands eða öfugt, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki eða þriðju lönd,
–    ferð með ökutæki milli þriðju landa þar sem farið er í gegnum yfirráðasvæði eins eða fleiri aðildarríkja,
og ferðir án farms í tengslum við slíkan flutning.
Ef um er að ræða flutning frá aðildarríki til þriðja lands eða öfugt gildir þetta leyfi á þeim hluta ferðarinnar sem er farinn utan yfirráðasvæðis Bandalagsins. Það gildir í því aðildarríki þar sem fermt er eða affermt en einungis að lokið hafi verið við nauðsynlega samninga milli Bandalagsins og hlutaðeigandi þriðja lands í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1072/2009.
Leyfið er bundið við leyfishafa og er ekki framseljanlegt.
Lögbært yfirvald í aðildarríkinu, þar sem leyfið er gefið út, getur afturkallað það, s.s. ef flutningafyrirtækið:
–    uppfyllir ekki öll skilyrði um notkun leyfisins,
–    hefur veitt rangar upplýsingar að því er varðar gögn sem eru nauðsynleg vegna útgáfu leyfisins eða framlengingar á því.
Frumrit leyfisins skal geymt hjá farmflytjandanum.
Staðfest endurrit skal geymt í ökutækinu ( 1 ). Þegar um er að ræða samtengd ökutæki skal það fylgja vélknúna ökutækinu. Það gildir fyrir samtengd ökutæki jafnvel þótt eftirvagn eða festivagninn sé hvorki skráður á nafn leyfishafa né hann hafi akstursleyfi fyrir honum eða vagninn skráður eða með akstursleyfi í öðru aðildarríki.
Framvísa verður leyfinu að beiðni viðurkennds eftirlitsmanns.
Handhafinn verður að fara að gildandi lögum og stjórnsýslufyrirmælum á yfirráðasvæði hvers aðildarríkis, einkum þeim er varða flutninga og umferð.

__________


III. VIÐAUKI
Fyrirmynd að ökumannsvottorði
EVRÓPUBANDALAGIÐ
a)

(Pantone bleikur sellulósapappír, hið minnsta 100 g/m2, snið: DIN A4)
(Fyrsta síða vottorðsins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum aðildarríkisins sem gefur vottorðið út)


Auðkennisstafir aðildarríkisins ( 1 ) sem gefur vottorðið út Heiti lögbærs yfirvalds eða stofnunar

ÖKUMANNSVOTTORÐ NR. …
fyrir vöruflutninga á vegum gegn gjaldi samkvæmt Bandalagsleyfi
(Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1072/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir farmflutninga á vegum milli landa)

Þetta vottorð staðfestir á grundvelli skjalanna sem eru lögð fram af:          ( 2 )
að ökumaðurinn:
Kenninafn og eiginnafn:     
Fæðingardagur og ár      Ríkisfang     
Gerð og númer persónuskilríkja:     
Útgáfudagur:      Útgáfustaður     
Númer ökuskírteinis     
Útgáfudagur:      Útgáfustaður     
Almannatrygginganúmer     
er ráðinn í samræmi við lög og stjórnsýslufyrirmæli og, ef við á, kjarasamninga í samræmi við gildandi reglur í eftirfarandi aðildarríki um ráðningarskilmála og starfsþjálfun ökumanna í því aðildarríki til að annast flutninga á vegum þar:
    ( 3 )
Sérstakar athugasemdir:          
Þetta vottorð gildir frá      til     
Gefið út í      hinn     
    ( 4 )

b)
(Önnur síða vottorðsins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum aðildarríkisins sem gefur vottorðið út)

ALMENN ÁKVÆÐI

Þetta vottorð er gefið út samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1072/2009.
Það er staðfesting á því að ökumaðurinn sem er nafngreindur þar sé ráðinn í samræmi við lög og stjórnsýslufyrirmæli og, ef við á, kjarasamninga í samræmi við gildandi reglur aðildarríkisins, sem er nafngreint í vottorðinu, um ráðningarskilmála og starfsþjálfun ökumanna í því aðildarríki til að annast flutninga á vegum þar.
Ökumannsvottorðið skal tilheyra farmflytjandanum sem afhendir það ökumanninum sem er nafngreindur í leyfinu þegar sá ökumaður ekur ökutæki ( 1 ) í flutningum samkvæmt Bandalagsleyfi sem er gefið út fyrir það flutningafyrirtæki. Óheimilt er að framselja ökumannsvottorðið til annars manns. Ökumannsvottorð gildir einungis svo framarlega sem skilyrðin fyrir útgáfu þess eru uppfyllt og farmflytjandanum ber skylda til að skila því til yfirvaldanna sem gáfu þau út jafnskjótt og þau skilyrði eru ekki lengur uppfyllt.
Lögbært yfirvald í aðildarríkinu, þar sem leyfið er gefið út, getur afturkallað það, einkum ef handhafi:
–    hefur ekki virt öll skilyrði um notkun vottorðsins,
–    hefur veitt rangar upplýsingar að því er varðar nauðsynleg gögn vegna útgáfu eða framlengingar á vottorðinu.
Staðfest, rétt endurrit af vottorðinu skal geymt hjá farmflytjandanum.
Frumrit vottorðsins skal geymt í ökutækinu og skal ökumaður framvísa því hvenær sem viðurkenndur eftirlitsmaður krefst þess.

_______


IV. VIÐAUKI
Samsvörunartafla

Reglugerð (EBE) nr. 881/92 Reglugerð (EBE) nr. 3118/93 Tilskipun 2006/94/EB Þessi reglugerð
1. mgr. 1. gr. 1. mgr. 1. gr.
2. mgr. 1. gr. 2. mgr. 1. gr.
3. mgr. 1. gr. 3. mgr. 1. gr.
II. viðauki 1. og 2. mgr. 1. gr., I. viðauki; 2. gr. 5. mgr. 1. gr.
2. gr. 6. mgr. 1. gr.
2. gr. 2. gr.
1. mgr. 3. gr. 3. gr.
2. mgr. 3. gr. 1. mgr. 4. gr.
3. mgr. 3. gr. 1. mgr. 5. gr.
4. gr.
1. mgr. 5. gr. 2. mgr. 4. gr.
2. mgr. 5. gr. 3. mgr. 4. gr.
3. mgr. 5. gr. 4. mgr. 4. gr.
5. mgr. 4. gr.
4. mgr. 5. gr., I. viðauki 6. mgr. 4. gr.
5. mgr. 5. gr. 2. mgr. 4. gr.
1. mgr. 6. gr. 2. mgr. 5. gr.
2. mgr. 6. gr. 2. mgr. 5. gr.
3. mgr. 6. gr. 3. mgr. 5. gr.
4. mgr. 6. gr. 6. mgr. 5. gr.
5. mgr. 6. gr. 7. mgr. 5. gr.
7. gr. 6. gr.
1. mgr. 8. gr. 1. mgr. 7. gr.
2. mgr. 8. gr. 2. mgr. 7. gr.
3. mgr. 8. gr. 1. mgr. 12. gr.
4. mgr. 8. gr. 2. mgr. 12. gr.
1. og 2. mgr. 9. gr. 6. mgr. 12. gr.
1. mgr. 1. gr. 1. mgr. 8. gr.
2. mgr. 1. gr. 5. mgr. 8. gr.
3. og 4. mgr. 1. gr. 6. mgr. 8. gr.
2. gr.
3. gr.
4. gr.
5. gr.
1. mgr. 6. gr. 1. mgr. 9. gr.
2. mgr. 6. gr.
3. mgr. 6. gr. 2. mgr. 9. gr.
4. mgr. 6. gr.
7. gr. 10. gr.
10. gr. 1. mgr. 17. gr.
1. mgr. 11. gr. 1. mgr. 8. gr. 11. gr.
2. mgr. 11. gr. 1. mgr. 13. gr.
3. mgr. 11. gr. 4. mgr. 12. gr.
11. gr. a
2. og 3. mgr. 8. gr. 2. mgr. 13. gr.
Fyrsta og þriðja undirgrein 4. mgr. 8. gr.
Önnur undirgrein 4. mgr. 8. gr. 4. mgr. 12. gr.
Fjórða og fimmta undirgrein 4. mgr. 8. gr. 5. mgr. 12. gr.
9. gr. 3. mgr. 13. gr.
12. gr. 18. gr.
13. gr.
14. gr. 10. gr.
11. gr.
15. gr. 12. gr. 4. gr. 19. gr.
3. gr.
5. gr.
II. viðauki, III. viðauki
I. viðauki II. viðauki
III. viðauki III. viðauki
I. viðauki
II. viðauki
III. viðauki
IV. viðauki

Fylgiskjal IV.


REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (EB) NR. 1073/2009
frá 21. október 2009
um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa     og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/2006
(endurútgefin)
(Texti sem varðar EES)

EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 71. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 1 ),
að höfðu samráði við svæðanefndina,
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 2 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)        Nokkrar efnislegar breytingar verða gerðar á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 684/92 frá 16. mars 1992 um setningu sameiginlegra reglna um farþegaflutninga milli landa með hópbifreiðum ( 3 ) og á reglugerð ráðsins (EB) nr. 12/98 frá 11. desember 1997 um skilyrði fyrir því að flutningafyrirtæki geti stundað farþegaflutninga á vegum innanlands í aðildarríki sem þau hafa ekki aðsetur í ( 4 ). Fyrir skýrleika sakir og til einföldunar skal endurútgefa þessar reglugerðir og fella þær saman í eina reglugerð.
2)        Setning sameiginlegrar stefnu í flutningamálum felur m.a. í sér að settar eru sameiginlegar reglur sem gilda um farþegaflutninga á vegum milli landa, auk þess sem sett eru skilyrði fyrir því að flutningafyrirtæki geti stundað flutninga á vegum í aðildarríki sem það hefur ekki aðsetur í.
3)        Til að tryggja samræmdan ramma fyrir farþegaflutninga með hópbifreiðum milli landa innan Bandalagsins skal þessi reglugerð gilda um alla flutninga milli landa á yfirráðasvæði Bandalagsins. Flutningar frá aðildarríkjum til þriðju landa falla enn að stórum hluta undir tvíhliða samninga á milli aðildarríkjanna og þessara þriðju landa. Því skal þessi reglugerð ekki gilda um þann hluta ferðarinnar innan yfirráðasvæðis aðildarríkisins þar sem farþegar eru sóttir eða þeim skilað svo framarlega sem ekki hafi verið gengið frá nauðsynlegum samningum milli Bandalagsins og hlutaðeigandi þriðju landa. Hún skal þó gilda um yfirráðasvæði aðildarríkis sem farið er í gegnum.
4)        Frelsi til að veita þjónustu er grundvallarregla sameiginlegu stefnunnar í flutningamálum og felur í sér kröfu um að flutningafyrirtækjum frá öllum aðildarríkjum sé tryggður aðgangur að alþjóðlegum flutningamörkuðum án mismununar á grundvelli ríkisfangs eða staðfestustaðar.
5)        Flutningur farþega milli landa með hópbifreiðum skal háður því að fyrir liggi Bandalagsleyfi. Flutningafyrirtækjum skulu hafa staðfest, rétt endurrit af Bandalagsleyfi um borð í öllum ökutækjum sínum í því skyni að auðvelda skilvirkt eftirlit af hálfu eftirlitsyfirvalda, einkum utan aðildarríkisins þar sem flutningafyrirtækið hefur staðfestu. Ákvarða skal skilyrðin sem gilda um útgáfu og afturköllun Bandalagsleyfa ásamt gildistíma þeirra og setja skal ítarlegar reglur um notkun þeirra. Einnig er nauðsynlegt að mæla fyrir um ítarlegar forskriftir að því er varðar útlit og önnur einkenni Bandalagsleyfis og staðfestra endurrita.
6)        Framkvæma skal vegaeftirlit án beinnar eða óbeinnar mismununar af ástæðum er varða ríkisfang flutningsaðila á vegum eða landið þar sem flutningsaðili á vegum hefur staðfestu eða skráningarland ökutækisins.
7)        Gera skal ráð fyrir sveigjanlegu fyrirkomulagi með fyrirvara um tiltekin skilyrði fyrir sérstökum áætlunarferðum og tilteknum óreglubundnum flutningum í því skyni að uppfylla kröfur markaðarins.
8)        Jafnframt því sem leyfisveitingarfyrirkomulaginu er viðhaldið fyrir reglubundna flutninga skal breyta tilteknum reglum, einkum að því er varðar málsmeðferð við leyfisveitingu.
9)        Leyfi fyrir reglubundnum flutningum skal héðan í frá veitt í kjölfar málsmeðferðar við leyfisveitingu nema til staðar séu skýrt tilgreindar ástæður til synjunar sem rekja má til umsækjanda. Ástæður synjunar, sem varða viðkomandi markað, skulu annaðhvort vera þær að þjónustan, sem sótt er um, myndi hafa alvarleg áhrif á lífvænleika sambærilegrar þjónustu, sem starfrækt er samkvæmt einum eða fleiri samningum um opinbera þjónustu á viðkomandi leiðum, eða að meginmarkmið þjónustunnar væri ekki að flytja farþega á milli stöðva í mismunandi aðildarríkjum.
10)        Rétt er að heimila flutningafyrirtækjum, sem hafa ekki aðsetur í aðildarríkinu, að stunda farþegaflutninga á vegum innanlands, að teknu tilliti til séreinkenna hverrar tegundar þjónustu. Starfræksla slíkra gestaflutninga skal falla undir löggjöf Bandalagsins, t.d. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 561/2006 frá 15. mars 2006 um samhæfingu tiltekinna ákvæða félagsmálalöggjafarinnar er varða flutninga á vegum ( 1 ) og gildandi landslög á tilteknum svæðum innan gistiaðildarríkisins.
11)         Ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 96/71/EB frá 16. desember 1996 um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu ( 2 ) gilda um flutningafyrirtæki sem starfrækja gestaflutninga.
12)        Þegar um er að ræða reglubundna flutninga er rétt að heimila einungis flutningafyrirtækjum, sem hafa ekki aðsetur í aðildarríkinu, að starfrækja reglubundna flutninga ef þeir eru hluti reglubundinna millilandaflutninga, að undanskildum flutningum í borgum og úthverfum, sbr. þó tiltekin skilyrði og einkum þá löggjöf sem gildir í gistiaðildarríkinu.
13)        Aðildarríkin skulu veita hvert öðru gagnkvæma aðstoð með það í huga að koma þessari reglugerð í framkvæmd á tilhlýðilegan hátt.
14)        Einfalda skal formsatriði á sviði stjórnsýslu, eftir því sem kostur er, án þess að afnema eftirlit og viðurlög sem tryggja rétta beitingu og skilvirka framkvæmd reglugerðarinnar. Í þessu skyni skal herða gildandi reglur um afturköllun Bandalagsleyfa og gera þær skýrari. Breyta skal gildandi reglum svo unnt sé að beita skilvirkum viðurlögum við brotum sem framin eru í öðru aðildarríki en því þar sem fyrirtækið hefur staðfestu. Viðurlög skulu vera án mismununar og í réttu hlutfalli við alvarleika brotanna. Unnt skal vera að leggja fram kæru vegna viðurlaga sem hefur verið beitt.
15)        Aðildarríkin skulu færa öll alvarleg brot, sem leitt hafa til beitingar viðurlaga og rekja má til flutningafyrirtækja, í rafræna landsskrá yfir fyrirtæki sem stunda flutninga á vegum.
16)        Til að auðvelda og styrkja upplýsingaskipti á milli landsyfirvalda skulu aðildarríkin skiptast á viðeigandi upplýsingum með milligöngu tengiliða í aðildarríkjunum sem er komið á fót samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur varðandi skilyrði sem uppfylla þarf til þess að mega starfa sem flutningsaðili á vegum ( 3 ).
17)        Nauðsynlegar ráðstafanir til framkvæmdar þessari reglugerð skulu samþykktar í samræmi við ákvörðun ráðsins 1999/468/EB frá 28. júní 1999 um reglur um meðferð framkvæmdavalds sem framkvæmdastjórninni er falið ( 4 ).
18)        Framkvæmdastjórnin skal einkum hafa heimild til að ákvarða snið tiltekinna skjala sem nota á við beitingu þessarar reglugerðar og að laga I. og II. viðauka við þessa reglugerð að tækniframförum. Þar eð þessar ráðstafanir eru almenns eðlis og þeim er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, með því að bæta við hana nýjum veigalitlum atriðum, skulu þær samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem kveðið er á um í 5. gr. a í ákvörðun 1999/468/EB.
19)        Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hrinda þessari reglugerð í framkvæmd, einkum að því er varðar viðurlög sem skulu vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brotið og letjandi.
20)        Í því skyni að hvetja til ferðaþjónustu og notkunar umhverfisvænna flutningatækja skal breyta reglugerð (EB) nr. 561/2006 til að leyfa ökumönnum í stökum óreglubundnum flutningum með farþega milli landa að fresta vikulegum hvíldartíma sínum í allt að 12 sólarhringa samfellt ef þeir taka þátt í farþegaflutningum sem fela vanalega ekki í sér samfelldan og langan aksturstíma. Slíka frestun skal aðeins heimila við mjög ströng skilyrði sem verja umferðaröryggi og taka tillit til vinnuskilyrða ökumanna, m.a. skyldunnar til að taka vikulegan hvíldartíma rétt fyrir og tafarlaust eftir þjónustuna. Framkvæmdastjórnin skal hafa náið eftirlit með notkun þessarar undanþágu. Ef aðstæðurnar, sem réttlæta notkun þessarar undanþágu, breytast verulega og undanþágan leiðir til þess að það dregur úr umferðaröryggi skal framkvæmdastjórnin grípa til viðeigandi ráðstafana.
21)        Þar eð aðildarríkin geta ekki fyllilega náð markmiði þessarar reglugerðar, sem er að tryggja samræmt regluverk fyrir farþegaflutninga milli landa með hópbifreiðum alls staðar í Bandalaginu, og því verður betur náð á vettvangi Bandalagsins, vegna þess hve aðgerðirnar eru umfangsmiklar og hafa víðtæk áhrif, er Bandalaginu heimilt að samþykkja ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna, eins og kveðið er á um í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og hún er sett fram í þeirri grein, er ekki gengið lengra en nauðsyn krefur í þessari reglugerð til að ná þessu markmiði.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

I. KAFLI
ALMENN ÁKVÆÐI
1. gr.
Gildissvið

1.     Þessi reglugerð gildir um fólksflutninga milli landa með hópbifreiðum á yfirráðasvæði Bandalagsins sem stundaðir eru gegn gjaldi eða fyrir eigin reikning af hálfu flutningafyrirtækis með staðfestu í aðildarríki, í samræmi við þarlend lög, með ökutækjum skráðum í því aðildarríki sem eru, að því er varðar smíði og búnað, til þess gerð að flytja fleiri en níu farþega, að ökumanni meðtöldum, og um akstur slíkra ökutækja án farþega í tengslum við slíka flutninga.
Það hefur ekki áhrif á beitingu þessarar reglugerðar þótt hlé sé gert á flutningnum og hluti leiðarinnar sé farinn með annars konar flutningatæki eða skipt sé um ökutæki.
2.     Ef um er að ræða flutninga frá aðildarríki til þriðja lands eða öfugt gildir þessi reglugerð á þeim hluta leiðarinnar sem farinn er um yfirráðasvæði tiltekins aðildarríkis. Hún skal ekki gilda um þann hluta leiðarinnar innan yfirráðasvæðis aðildarríkisins þar sem farþegar eru sóttir eða þeim skilað svo framarlega sem ekki hafi verið gengið frá nauðsynlegum samningum milli Bandalagsins og hlutaðeigandi þriðja lands.
3.     Þar til gengið hefur frá samningunum, sem um getur í 2. mgr., skal þessi reglugerð ekki hafa áhrif á ákvæði tvíhliða samninga milli aðildarríkja og þriðju landa um flutninga milli aðildarríkjanna og þriðju landa eða öfugt.
4.     Þessi reglugerð skal gilda um farþegaflutninga á vegum innanlands gegn gjaldi sem starfræktir eru tímabundið af hálfu flutningsaðila sem hefur ekki aðsetur í aðildarríkinu eins og kveðið er á um í V. kafla.

2. gr.
Skilgreiningar

Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1.     „flutningar milli landa“:
a)    ferð með ökutæki þar sem brottfararstaður og komustaður eru hvor í sínu aðildarríkinu, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki eða þriðju lönd,
b)    ferð með ökutæki þar sem brottfararstaður og komustaður eru í sama aðildarríki en farþegar eru sóttir eða þeim skilað í öðru aðildarríki eða í þriðja landi,
c)    ferð með ökutæki frá aðildarríki til þriðja lands og öfugt, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki eða þriðju lönd eða
d)    ferð með ökutæki milli þriðju landa þar sem farið er í gegnum yfirráðasvæði eins eða fleiri aðildarríkja,
2.     „reglubundnir flutningar“: flutningar á farþegum milli tiltekinna staða með tilteknu millibili á ákveðnum leiðum þar sem farþegar eru sóttir og þeim skilað á fyrirfram ákveðnum viðkomustöðum,
3.     „sérstakar áætlunarferðir“: reglubundnir flutningar, hver svo sem skipuleggur þá, þar sem séð er fyrir flutningi á tilteknum hópum farþega, en aðrir farþegar eru útilokaðir,
4.     „óreglubundnir flutningar“: flutningar sem falla ekki undir skilgreiningu á reglubundnum flutningum, þ.m.t. sérstakar áætlunarferðir, og sem einkennast öðru fremur af því að fluttir eru hópar sem eru settir saman að frumkvæði viðskiptavinar eða flutningafyrirtækisins sjálfs,
5.     „flutningar fyrir eigin reikning“: flutningastarfsemi á vegum einstaklings eða lögaðila, sem ekki er starfrækt í ábata- eða hagnaðarskyni, svo fremi:
–    að flutningarnir séu aukastarfsemi fyrir einstaklinginn eða lögaðilann og
–    ökutækin, sem notuð eru, séu í eigu viðkomandi einstaklings eða lögaðila eða hafi verið keypt með afborgunum eða tekin á leigu með langtímaleigusamningi og starfsmaður viðkomandi einstaklings eða lögaðila, eða viðkomandi einstaklingur sjálfur eða starfsfólk í vinnu hjá eða til reiðu fyrir fyrirtækið, samkvæmt samningsskuldbindingu, aki þeim,
6.     „gistiaðildarríki“: aðildarríki þar sem flutningafyrirtækið starfar sem er annað aðildarríki en það þar sem flutningafyrirtækið hefur staðfestu,
7.     „gestaflutningar“:
–    farþegaflutningar á vegum innanlands gegn gjaldi sem flutningafyrirtækið starfrækir tímabundið í gistiaðildarríki, eða
–    farþegar eru sóttir og þeim skilað innan sama aðildarríkis, í tengslum við reglubundnar ferðir milli landa, í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar, svo fremi að það sé ekki meginmarkmið þjónustunnar,
8.     „alvarlegt brot á löggjöf Bandalagsins um flutninga á vegum“: brot sem kann að leiða til þess að góður orðstír tapist í samræmi við 1. og 2. mgr. 6. gr. reglugerðar (EB) nr. 1701/2009 og/eða tímabundinnar eða varanlegrar afturköllunar á Bandalagsleyfi.

3. gr.
Frelsi til að veita þjónustu

1.     Öllum flutningafyrirtækjum sem stunda flutninga gegn gjaldi, eins og um getur í 1. gr., skal heimilt í samræmi við þessa reglugerð að starfrækja reglubundna flutninga, þ.m.t. sérstakar áætlunarferðir, og óreglubundna flutninga með hópbifreiðum án mismununar á grundvelli ríkisfangs eða staðfestustaðar ef þau:
a)    hafa leyfi í staðfestuaðildarríkinu til að stunda reglubundna flutninga, þ.m.t. sérstakar áætlunarferðir, eða óreglubundna flutninga með hópbifreiðum, í samræmi við skilyrði um aðgang að markaði sem mælt er fyrir um í landslögum,
b)    uppfylla þau skilyrði sem mælt er fyrir um í samræmi við reglur Bandalagsins um aðgang að starfsgrein aðila sem stunda farþegaflutninga á vegum innanlands og á milli landa og
c)    standast lagaákvæði að því er varðar staðla sem gilda um ökumenn og ökutæki sem einkum er mælt fyrir um í tilskipun ráðsins 92/6/EBE frá 10. febrúar 1992 um uppsetningu og notkun búnaðar sem takmarkar hraða í tilteknum flokkum vélknúinna ökutækja innan Bandalagsins ( 1 ), tilskipun ráðsins 96/53/EB frá 25. júlí 1996 um að ákveða leyfileg hámarksmál vegna umferðar innan aðildarríkja og milli landa og leyfilega hámarksþyngd vegna umferðar milli landa fyrir tiltekin ökutæki sem eru í notkun í Bandalaginu ( 2 ) og tilskipun 2003/59/EB frá 15. júlí 2003 um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga ( 3 ).
2.     Öllum flutningafyrirtækjum sem stunda flutninga fyrir eigin reikning, eins og um getur í 1. gr., er heimilt að stunda flutningaþjónustu skv. 5. mgr. 5. gr. án mismununar á grundvelli ríkisfangs eða staðfestustaðar ef þau:
a)    hafa leyfi í því aðildarríki þar sem þau hafa staðfestu til að stunda flutninga með hópbifreiðum í samræmi við skilyrði um aðgang að markaðinum sem mælt er fyrir um í landslögum og
b)    uppfylla lagaákvæði að því er varðar staðla sem gilda um ökumenn og ökutæki sem einkum er mælt fyrir um í tilskipunum 92/6/EBE, 96/53/EB og 2003/59/EB.

II. KAFLI
BANDALAGSLEYFI OG AÐGANGUR AÐ MARKAÐINUM
4. gr.
Bandalagsleyfi

1.     Flutningur farþega milli landa með hópbifreiðum skal háður því að hafa Bandalagsleyfi sem gefið er út af lögbæru yfirvaldi í aðildarríkinu þar sem flutningsaðilinn hefur staðfestu.
2.     Lögbær yfirvöld staðfestuaðildarríkisins skulu afhenda leyfishafa frumrit Bandalagsleyfis, sem flutningafyrirtækið skal hafa í vörslu sinni, og jafnmörg staðfest, rétt endurrit og ökutækin, sem eru notuð til farþegaflutninga á milli landa, eru mörg og leyfishafi hefur til umráða, hvort sem hann er fullgildur eigandi eða ræður yfir þeim með öðrum hætti, einkum með kaupsamningi, leigusamningi eða kaupleigusamningi.
Bandalagsleyfi og staðfest, rétt endurrit skulu vera í samræmi við fyrirmyndina sem er sett fram í II. viðauka. Í þeim skulu koma fram minnst tveir af þeim öryggisþáttum sem taldir eru upp í I. viðauka.
Framkvæmdastjórnin skal laga I. og II. viðauka að tækniframförum. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun, sem um getur í 2. mgr. 26. gr.
Bandalagsleyfið og staðfestu, réttu endurritin skulu bera innsigli yfirvaldsins, sem gaf þau út, ásamt undirskrift og raðnúmeri. Skrá skal raðnúmer Bandalagsleyfisins og staðfestra, réttra endurrita í rafræna landsskrá yfir flutningafyrirtæki á vegum sem kveðið er á um í 16. gr. reglugerðar (EB) nr. 1071/2009 sem hluta af þeim gögnum sem varða flutningafyrirtækið.
3.     Bandalagsleyfi er gefið út á nafn viðkomandi flutningafyrirtækis og er ekki framseljanlegt. Staðfest, rétt endurrit Bandalagsleyfis skal geymt í öllum ökutækjum flutningafyrirtækisins og ber að framvísa því ef viðurkenndur eftirlitsmaður krefst þess.
4.     Bandalagsleyfi skal gefið út til tíu ára í senn og skal vera endurnýjanlegt.
Bandalagsleyfi og staðfest, rétt endurrit þeirra, sem gefin eru út fyrir þann dag sem beiting þessarar reglugerðar hefst, skulu halda gildi sínu þar til gildistími þeirra rennur út.
5.     Þegar umsókn um Bandalagsleyfi er lögð fram, eða þegar Bandalagsleyfi er endurnýjað, í samræmi við 4. mgr. þessarar greinar, skulu lögbær yfirvöld staðfestuaðildarríkisins sannreyna hvort flutningafyrirtækið uppfylli eða haldi áfram að uppfylla skilyrðin sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 3. gr.
6.     Séu skilyrðin, sem um getur í 1. mgr. 3. gr., ekki uppfyllt skulu lögbær yfirvöld staðfestuaðildarríkisins neita að gefa út eða endurnýja Bandalagsleyfi eða afturkalla það með rökstuddri ákvörðun.
7.     Aðildarríkin skulu tryggja rétt umsækjanda eða handhafa Bandalagsleyfis til að áfrýja ákvörðun lögbærra yfirvalda staðfestuaðildarríkisins um að synja honum um slíkt leyfi eða afturkalla það.
8.     Aðildarríkin geta ákveðið að Bandalagsleyfi skuli einnig gilda um flutningaþjónustu innanlands.

5. gr.
Aðgangur að markaðinum

1.     Öllum er heimilt að notfæra sér reglubundna flutninga, eftir því sem við á, jafnvel þótt hægt sé að krefjast þess að bóka þurfi far.
Slík þjónusta skal háð samþykki í samræmi við ákvæði III. kafla.
Reglubundnir flutningar frá aðildarríki til þriðja lands og öfugt skulu háðir leyfi í samræmi við tvíhliða samkomulag aðildarríkisins og, ef við á, aðildarríkisins sem farið er í gegnum, svo fremi að nauðsynlegum samningum á milli Bandalagsins og viðkomandi þriðja lands hafi ekki verið lokið.
Flutningar teljast áfram til reglubundinna flutninga þótt breytingar séu gerðar á rekstrarskilyrðum þeirra.
Skipulagning samhliða eða tímabundinna flutninga, þjónusta við sömu farþegahópa og í reglubundnum flutningum, sem fyrir eru, það að þjónusta ekki tilteknar biðstöðvar og þjónusta við viðbótarbiðstöðvar í reglubundnum flutningum, sem fyrir eru, skulu falla undir sömu reglur og gilda um reglubundna flutninga sem fyrir eru.
2.     Til sérstakra áætlunarferða teljast:
a)    flutningar á starfsmönnum til og frá vinnustað,
b)    flutningur á nemendum til og frá skóla.
    Sérstakar áætlunarferðir teljast áfram til reglubundinna flutninga jafnvel þótt þær kunni að vera lagaðar að mismunandi þörfum notenda.
    Ekki þarf leyfi, í samræmi við III. kafla, til að stunda sérstakar áætlunarferðir ef skipuleggjandinn og flutningafyrirtækið hafa gert með sér samning um þær.
3.     Ekki þarf leyfi, í samræmi við III. kafla, til að stunda óreglubundna flutninga.
Skipulagning samhliða eða tímabundinna flutninga, sem eru sambærilegir reglubundnum flutningum, sem fyrir eru, og þjóna sömu farþegahópum, skal þó háð leyfi í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í III. kafla.
Þessir flutningar teljast áfram til óreglubundinna flutninga þó að þeir séu stundaðir með ákveðnu millibili.
Hópur flutningafyrirtækja, sem starfar á vegum sama verktaka, má starfrækja óreglubundna flutninga og ferðamenn geta náð tengingu á akstursleið með öðru flutningafyrirtæki í sama hópi á tilteknu yfirráðasvæði aðildarríkis.
Framkvæmdastjórnin skal fastsetja málsmeðferð til að senda heiti þessara flutningafyrirtækja og skiptistaða á akstursleiðinni til lögbærs yfirvalds hlutaðeigandi aðildarríkis. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, með því að bæta við hana, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem um getur í 2. mgr. 26. gr.
4.     Ekki er heldur þörf á leyfi fyrir ökutæki sem aka án farþega í tengslum við flutningana sem um getur í þriðju undirgrein 2. mgr. og fyrstu undirgrein 3. mgr.
5.     Flutningar fyrir eigin reikning skulu undanþegnir leyfi en bundnir vottorðakerfi.
Lögbær yfirvöld aðildarríkisins þar sem ökutækið er skráð skulu gefa út vottorðin og þau skulu gilda fyrir alla ferðina að gegnumferð meðtalinni.
Framkvæmdastjórnin skal ákveða snið vottorðanna. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, með því að bæta við hana, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem um getur í 2. mgr. 26. gr.

III. KAFLI
LEYFISBUNDNIR REGLUBUNDNIR FLUTNINGAR
6. gr.
Gerð leyfisveitingar

1.     Leyfið er gefið út í nafni flutningafyrirtækisins og er ekki framseljanlegt. Þó getur flutningafyrirtækið, sem fékk leyfið, með samþykki lögbæra yfirvaldsins í aðildarríkinu, þar sem brottfararstaðurinn er, hér eftir nefnt „leyfisyfirvald“, fengið undirverktaka til að sjá um flutningana. Ef svo ber undir skal nafn undirverktakans og hlutverk hans koma fram í leyfinu. Undirverktakinn skal uppfylla skilyrðin sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 3. gr. Í þessari málsgrein merkir brottfararstaður „einhver endastöðvanna“.
Ef í hlut eiga fyrirtæki, sem hafa bundist samtökum um að stunda reglubundna flutninga, skal leyfið gefið út á nöfn allra fyrirtækjanna og skulu nöfn allra rekstraraðilanna tilgreind. Það skal afhent fyrirtækinu, sem hefur umsjón með rekstrinum, og hin fyrirtækin skulu fá endurrit.
2.     Gildistími leyfis skal eigi vera lengri en fimm ár. Hann má vera skemmri, annaðhvort að ósk umsækjanda eða með sameiginlegu samþykki lögbærra yfirvalda á yfirráðasvæði þeirra aðildarríkja þar sem farþegar eru teknir eða þeim skilað.
3.     Í leyfinu skal eftirfarandi koma fram:
a)    tegund flutninga,
b)    flutningaleið, þar sem brottfararstaður og komustaður er sérstaklega tekinn fram,
c)    gildistími leyfis,
d)    viðkomustaðir og tímaáætlun.
4.     Framkvæmdastjórnin skal ákveða snið leyfanna. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, með því að bæta við hana, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem um getur í 2. mgr. 26. gr.
5.     Leyfin veita handhafa eða handhöfum rétt til að stunda reglubundna flutninga á yfirráðasvæðum allra aðildarríkja sem leiðir liggja um.
6.     Sá sem stundar reglubundna flutninga má nota viðbótarökutæki við tímabundnar og óvenjulegar aðstæður. Þessi viðbótarökutæki má aðeins nota með sömu skilyrðum og sett eru fram í leyfinu sem um getur í 3. mgr.
Þegar svo háttar til skal flutningafyrirtækið tryggja að eftirtalin skjöl séu um borð í ökutækinu:
a)    endurrit af leyfinu til reglubundinna flutninga,
b)    endurrit af samningi þess sem stundar reglubundna flutninga hjá fyrirtækinu, sem útvegar viðbótarökutæki, eða jafngilt skjal,
c)    staðfest, rétt endurrit af Bandalagsleyfi sem gefið er út á nafn þess sem leggur til viðbótarökutæki fyrir þjónustuna.

7. gr.
Framlagning umsókna um leyfi

1.     Sækja skal um leyfi fyrir reglubundnum flutningum til leyfisyfirvalds.
2.     Framkvæmdastjórnin skal ákveða snið umsóknanna. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, með því að bæta við hana, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem um getur í 2. mgr. 26. gr.
3.     Umsækjendur um leyfi skulu leggja fram allar upplýsingar sem þeir telja máli skipta eða sem leyfisyfirvald æskir, einkum akstursáætlun, svo unnt sé að fylgjast með því að farið sé að löggjöf Bandalagsins um akstur og hvíldartíma, ásamt endurriti af Bandalagsleyfi.

8. gr.
Tilhögun leyfisveitinga

1.     Leyfin eru gefin út í samráði við yfirvöld á yfirráðasvæðum allra þeirra aðildarríkja þar sem farþegar eru teknir eða þeim skilað. Leyfisyfirvaldið skal senda slíkum yfirvöldum, svo og lögbærum yfirvöldum á yfirráðasvæðum aðildarríkja sem farið er um, án þess að farþegar séu teknir eða þeim skilað, endurrit af umsókninni og öllum skjölum sem málið varða, ásamt mati á henni.
2.     Lögbær yfirvöld þeirra aðildarríkja, sem leitað var samþykkis hjá, skulu tilkynna leyfisyfirvaldinu ákvörðun sína um umsóknina innan tveggja mánaða. Þessi frestur hefst á þeim degi sem beiðni um samþykki berst viðkomandi yfirvöldum samkvæmt kvittun fyrir móttöku. Ef ákvörðunin sem berst frá lögbæru yfirvaldi aðildarríkisins, sem óskað var eftir samþykki frá, er neikvætt skal hún fela í sér viðeigandi ástæður þar að lútandi. Ef leyfisyfirvaldið hefur ekki fengið svar innan tveggja mánaða teljast viðkomandi yfirvöld hafa gefið samþykki sitt og er þá leyfisyfirvaldinu heimilt að veita leyfið.
Yfirvöld á yfirráðasvæðum aðildarríkja, sem farið er um án þess að taka farþega eða skila þeim, geta sent leyfisyfirvaldinu athugasemdir sínar innan þeirra tímamarka sem mælt er fyrir um í fyrstu undirgrein.
3.     Leyfisyfirvaldið skal taka ákvörðun um umsóknina innan fjögurra mánaða frá því að flutningafyrirtækið leggur fram umsókn sína.
4.     Veita skal leyfi:
a)    nema umsækjandinn geti ekki annast þá flutninga, sem sótt er um að stunda, með þeim tækjabúnaði sem hann hefur til umráða,
b)    nema umsækjandinn hafi áður gerst brotlegur við landslög eða alþjóðalöggjöf um flutninga á vegum, einkum varðandi skilyrði og kröfur er varða leyfi til farþegaflutninga milli landa á vegum eða ef hann hefur gerst sekur um alvarleg brot á lögum Bandalagsins um öryggi á vegum, einkum að því er varðar reglur um ökutæki og akstur og hvíldartíma ökumanna,
c)    nema skilyrðin fyrir leyfisveitingunni hafi ekki verið uppfyllt þegar um endurnýjun leyfis er að ræða,
d)    nema aðildarríki ákveði, á grundvelli ítarlegrar athugunar, að umræddir flutningar tefli beinlínis í tvísýnu starfrækslu sambærilegra flutninga á viðkomandi leiðum sem falla undir einn eða fleiri opinbera samninga um kaup á þjónustu í samræmi við lög Bandalagsins; í slíku tilviki skal aðildarríkið setja fram viðmið, án mismununar, til að ákvarða hvort flutningarnir, sem sótt er um, tefli fyrrnefndum sambærilegum flutningum beinlínis í tvísýnu og skal aðildarríkið miðla þeim til framkvæmdastjórnarinnar samkvæmt beiðni,
e)    nema aðildarríki ákveði á grundvelli ítarlegrar athugunar að meginmarkmið flutninganna sé ekki að flytja farþega á milli stöðva í mismunandi aðildarríkjum.
Ef um það er að ræða að flutningar með hópbifreiðum milli landa, sem til eru fyrir, tefli sambærilegum flutningum á viðkomandi leiðum, sem falla undir einn eða fleiri opinbera samninga um kaup á þjónustu í samræmi við lög Bandalagsins, beinlínis í tvísýnu af óvenjulegum ástæðum, sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar leyfið var veitt, er aðildarríki heimilt, að fengnu samþykki framkvæmdastjórnarinnar, að stöðva tímabundið eða afturkalla leyfi til að starfrækja hópbifreiðaþjónustu milli landa eftir að hafa veitt flutningafyrirtækinu sex mánaða frest.
Ekki er réttlætanlegt að synja umsókn á þeim forsendum einum að flutningafyrirtæki bjóði lægra verð en önnur flutningafyrirtæki á vegum eða að á þeirri leið sem um er að ræða séu þegar starfandi aðrir aðilar sem stunda flutninga á vegum.
5.     Leyfisyfirvaldið og lögbær yfirvöld í öllum aðildarríkjunum, sem koma að málsmeðferðinni, að því er varðar samkomulagið sem um getur í 1. mgr., geta einungis synjað umsókn af ástæðum sem um getur í reglugerð þessari.
6.     Að lokinni málsmeðferðinni, sem mælt er fyrir um í 1. til 5. mgr., skal leyfisyfirvaldið veita leyfið eða synja umsókninni formlega.
Í ákvörðunum um synjun umsóknar skal taka fram ástæðurnar sem þær byggjast á. Aðildarríki skulu tryggja að flutningafyrirtækjum sé gefið færi á andmælum ef umsókninni er synjað.
Leyfisyfirvaldinu ber að tilkynna öllum yfirvöldum, sem um getur í 1. mgr., um ákvörðun sína og senda þeim endurrit af leyfinu.
7.     Ef málsmeðferðin varðandi samkomulagið, sem um getur í 1. mgr., nægir ekki til þess að leyfisyfirvaldið taki ákvörðun um afgreiðslu umsóknar, má vísa málinu til framkvæmdastjórnarinnar innan tveggja mánaða frá því að eitt eða fleiri aðildarríki, sem leitað var til í samræmi við 1. mgr., sendir frá sér neikvæða ákvörðun.
8.     Að höfðu samráði við þau aðildarríki sem hlut eiga að máli skal framkvæmdastjórnin, innan fjögurra mánaða frá móttöku tilkynningarinnar frá leyfisyfirvaldinu, taka ákvörðun sem kemur til framkvæmda þrjátíu dögum eftir að hlutaðeigandi aðildarríkjum er tilkynnt um hana.
9.     Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar gildir þar til samkomulag hefur náðst milli hlutaðeigandi aðildarríkja.

9. gr.
Endurnýjun og breytingar á leyfum

Að breyttu breytanda tekur áttunda grein til umsókna um endurnýjun leyfa eða breytinga á skilyrðum fyrir framkvæmd leyfisbundinna flutninga.
Ef gerðar eru minni háttar breytingar á skilyrðum fyrir rekstri, einkum aðlögun á tíðni ferða, fargjaldi eða áætlunartímum, nægir að leyfisyfirvaldið sendi hlutaðeigandi aðildarríkjum upplýsingar um breytingarnar.
Aðildarríkin geta einnig komið sér saman um að einungis leyfisyfirvaldið geti breytt skilyrðum fyrir rekstri.

10. gr.
Leyfi fellt niður

1.     Með fyrirvara um ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1370/2007 frá 23. október 2007 um almenna farþegaflutninga á járnbrautum og á vegum ( 1 ) fellur leyfi til reglubundinna flutninga úr gildi í lok gildistímans eða þremur mánuðum eftir að leyfisyfirvald fær tilkynningu frá leyfishafa um að hann hyggist fella niður flutningaþjónustuna. Í tilkynningunni skulu ástæður þessa koma fram.
2.     Ef þörfin fyrir flutninga er ekki lengur fyrir hendi styttist fresturinn, skv. 1. mgr., í einn mánuð.
3.     Leyfisyfirvald skal tilkynna lögbærum yfirvöldum hinna aðildarríkjanna að leyfið sé fallið niður.
4.     Leyfishafi skal með mánaðar fyrirvara og fullnægjandi auglýsingum tilkynna notendum viðkomandi flutningaþjónustu að hún hafi verið afturkölluð.

11. gr.
Skyldur flutningafyrirtækja

1.     Flutningafyrirtæki í reglubundnum flutningum er skuldbundið til að tryggja, nema óviðráðanleg atvik komi til og þar til leyfistímabilið rennur út, flutningaþjónustu sem fullnægir settum reglum um órofna þjónustu, reglubundnar ferðir og nægilegt framboð og uppfylla önnur skilyrði sem lögbært yfirvald setur í samræmi við 3. mgr. 6. gr.
2.     Flutningafyrirtæki skal sýna leiðir, viðkomustaði, tímaáætlun, fargjöld og flutningsskilmála á þann hátt að tryggt sé að slíkar upplýsingar séu aðgengilegar öllum notendum.
3.     Með fyrirvara um reglugerð (EB) nr. 1370/2007 geta viðkomandi aðildarríki, ef þau samþykkja það sameiginlega og með samþykki leyfishafa, breytt skilyrðunum fyrir rekstri reglubundinna flutninga.

IV. KAFLI
ÓREGLUBUNDNIR FLUTNINGAR OG ÖNNUR ÞJÓNUSTA SEM ER UNDANÞEGIN LEYFUM
12. gr.
Eftirlitsskjöl

1.     Óreglubundnir flutningar skulu starfræktir með hliðsjón af akstursskrá að undanskildum flutningum sem um getur í annari undirgrein 3. mgr. 5. gr.
2.     Flutningafyrirtæki, sem stundar óreglubundna flutninga, skal fylla út akstursskrá fyrir hverja ferð.
3.     Í akstursskránni skulu a.m.k. koma fram eftirfarandi upplýsingar:
a)     tegund flutningaþjónustu,
b)     aðalleið,
c)     flutningafyrirtæki sem hlut eiga að máli.
4.     Akstursskrárnar skulu fást afhentar í heftum hjá lögbærum yfirvöldum aðildarríkisins þar sem flutningafyrirtækið hefur staðfestu eða stofnunum sem þau tilnefna.
5.     Framkvæmdastjórnin skal ákveða útlit akstursskrárinnar og heftanna og hvernig þau skuli notuð. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, með því að bæta við hana, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun, sem um getur í 2. mgr. 26. gr.
6.     Ef um er að ræða sérstakar áætlunarferðir, sem um getur í þriðja undirlið 2. mgr. 5. gr., skal samningurinn, eða staðfest, rétt endurrit samningsins, gilda sem eftirlitsskjal.

13. gr.
Stuttar skoðunarferðir

Flutningafyrirtæki er heimilt, innan ramma óreglubundinna flutninga milli landa, að stunda óreglubundna flutninga (stuttar skoðunarferðir) í öðru aðildarríki en því þar sem það hefur staðfestu.
Slík þjónusta er ætluð farþegum sem eru hafa ekki aðsetur í aðildarríkinu og hafa áður verið fluttir af sama flutningafyrirtæki með einhverri þeirri flutningaþjónustu milli landa sem nefnd var í fyrstu málsgrein og skal hún fara fram með sama ökutæki eða öðru ökutæki frá sama flutningafyrirtæki eða sama hópi flutningafyrirtækja.

V. KAFLI
GESTAFLUTNINGAR
14. gr.
Meginregla

Sérhverju flutningafyrirtæki, sem annast farþegaflutninga á vegum gegn gjaldi og hefur Bandalagsleyfi, skal vera heimilt, með þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í þessum kafla og án mismununar á grundvelli ríkisfangs flutningafyrirtækisins eða staðfestustaðar þess, að stunda gestaflutninga eins og tilgreint er í 15. gr.

15. gr.
Leyfilegir gestaflutningar

Gestaflutningar skulu leyfðir í eftirtöldum tegundum flutningaþjónustu:
a)    sérstökum áætlunarferðum, að því tilskildu að þær séu hluti samnings milli skipuleggjandans og flutningafyrirtækisins,
b)    óreglubundnum flutningum,
c)    reglubundnum flutningum, sem eru starfræktir sem liður í millilandaflutningum flutningafyrirtækis, sem hefur ekki aðsetur í gistiaðildarríkinu, í samræmi við þessa reglugerð, að undanskildum flutningum í þágu borgarkjarna eða borgarþyrpingar eða flutninga á milli þeirra og nærliggjandi svæða. Gestaflutningar skulu ekki starfræktir nema í tengslum við slíka millilandaflutninga.

16. gr.
Reglur um starfrækslu gestaflutninga

1.     Með fyrirvara um löggjöf Bandalagsins skal starfræksla gestaflutninga háð gildandi lögum og stjórnsýslufyrirmælum í gistiaðildarríkinu að því er varðar eftirfarandi atriði:
a)    skilyrði sem gilda um flutningssamninginn,
b)    þyngd og mál ökutækja,
c)    kröfur varðandi flutninga á tilteknum hópum farþega, s.s. skólabörnum, börnum og hreyfihömluðum,
d)    aksturs- og hvíldartíma,
e)    virðisaukaskatt (VSK) á flutningaþjónustu.
Ef við á, geta þyngd og mál, sem um getur í b-lið fyrstu undirgreinar, farið yfir þau mörk sem gilda í staðfestuaðildarríki flutningafyrirtækisins en mega ekki undir neinum kringumstæðum fara yfir þau mörk, sem gistiaðildarríkið setur, vegna umferðar innanlands eða tæknilegra eiginleika sem getið er í þeim sönnunargögnum sem um getur í 1. mgr. 6. gr. tilskipunar 96/53/EB.
2.     Ef ekki er kveðið á um annað í löggjöf Bandalagsins skal starfræksla gestaflutninga, sem eru hluti flutningaþjónustunnar, sem kveðið er á um í c-lið 15. gr., lúta gildandi lögum og stjórnsýsluákvæðum í gistiaðildarríkinu að því er varðar leyfi, útboðsaðferðir, akstursleiðir og reglufestu, samfellu og tíðni þjónustunnar og leiðarlýsingar.
3.     Tæknistaðlar um gerð og búnað ökutækja, sem notaðir eru í gestaflutningum, skulu vera hinir sömu og mælt er fyrir um varðandi ökutæki sem notaðir eru til millilandaflutninga.
4.     Beita skal landslögum og stjórnsýslufyrirmælum, sem um getur í 1. og 2. mgr., gagnvart flutningafyrirtækjum, sem hafa ekki aðsetur í aðildarríki með sömu skilyrðum og gilda um flutningafyrirtæki sem hafa staðfestu í gistiaðildarríkinu, svo að hægt sé koma í veg fyrir hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs eða staðfestustaðar.

17. gr.
Eftirlitsskjöl vegna gestaflutninga

1.     Gestaflutningar í formi óreglubundinna flutninga skulu starfræktir með hliðsjón af akstursskrá, sem um getur í 12. gr., sem skal geymd í ökutækinu, og ber að framvísa henni ef viðurkenndur eftirlitsmaður krefst þess
2.     Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram í akstursskránni:
a)    brottfarar- og komustaðir þjónustunnar,
b)    brottfarardagur og lokadagur þjónustunnar.
3.     Akstursskrárnar fást afhentar í heftum, sem um getur í 12. gr. sem eru vottuð af lögbæru yfirvaldi eða þar til bærri stofnun í staðfestuaðildarríkinu.
4.     Ef um er að ræða sérstakar áætlunarferðir skal samningur flutningafyrirtækisins og skipuleggjanda flutninganna eða staðfest, rétt endurrit, gilda sem eftirlitsskjal.
Þó ber að fylla akstursskrána þannig út að hún sýni mánaðarlegt yfirlit.
5.     Akstursskrám skal skila lögbæru yfirvaldi eða þar til bærri stofnun í staðfestuaðildarríkinu í samræmi við þá málsmeðferð sem framangreint yfirvald eða stofnun mælir fyrir um.

VI. KAFLI
EFTIRLIT OG VIÐURLÖG
18. gr.
Farseðlar

1.     Flutningafyrirtæki, sem starfrækja reglubundna flutninga, að undanskildum sérstökum áætlunarferðum, skulu gefa út farseðla fyrir einn eða hópfarseðla þar sem koma fram eftirfarandi upplýsingar:
a)    um brottfarar- og komustaði og, eftir því sem við á, ferðina til baka,
b)    um gildistíma farseðils,
c)    um verð ferðarinnar.
2.     Skylt er að framvísa farseðlinum, sem um getur í 1. mgr., ef viðurkenndur eftirlitsmaður fer fram á það.

19. gr.
Eftirlit á vegum og í fyrirtækjum

1.     Leyfið eða eftirlitsskjalið skal geymt í ökutækinu og ber að framvísa því ef viðurkenndur eftirlitsmaður fer fram á það.
2.     Flutningafyrirtæki, sem hafa hópbifreiðir í farþegaflutningum milli landa, skulu heimila hvers konar eftirlitsskoðanir til þess að tryggja að reksturinn fari fram eins og vera ber, einkum að því er varðar akstur og hvíldartíma ökumanna. Í tengslum við framkvæmd þessarar reglugerðar er viðurkenndum eftirlitsmönnum heimilt:
a)    að kanna bókhald og önnur skjöl er varða rekstur flutningafyrirtækisins,
b)    að taka afrit af eða útdrætti úr bókhaldi og öðrum skjölum á staðnum,
c)    að fá aðgang að öllu húsnæði, landsvæði og ökutækjum flutningafyrirtækis,
d)    að krefjast upplýsinga um alla þætti bókhalds, skjala og gagnagrunna.

20. gr.
Gagnkvæm aðstoð

Aðildarríkin skulu veita hvert öðru gagnkvæma aðstoð við að tryggja beitingu þessarar reglugerðar og eftirlit með henni. Þau skulu skiptast á upplýsingum með milligöngu tengiliða í aðildarríkjunum sem komið er á fót skv. 18. gr. reglugerðar (EB) nr. 1071/2009.

21. gr.
Afturköllun Bandalagsleyfa og samþykkja

1.     Lögbær yfirvöld í aðildarríkinu, þar sem viðkomandi flutningafyrirtæki hefur staðfestu, skulu afturkalla Bandalagsleyfi ef handhafi þess:
a)    uppfyllir ekki lengur þau skilyrðin sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 3. gr. eða
b)    hefur gefið rangar upplýsingar vegna gagnanna sem beðið var um vegna útgáfu Bandalagsleyfis.
2.     Leyfisyfirvaldið skal afturkalla leyfið ef leyfishafi uppfyllir ekki lengur skilyrðin fyrir útgáfu þess samkvæmt þessari reglugerð, einkum ef aðildarríkið, þar sem flutningafyrirtækið hefur staðfestu, fer fram á það. Yfirvaldið skal þegar í stað tilkynna það til lögbærra yfirvalda hlutaðeigandi aðildarríkis.

22. gr.
Viðurlög við brotum í staðfestuaðildarríki

1.     Ef um alvarleg brot á löggjöf Bandalagsins um flutninga á vegum er að ræða, sem framin eru eða sýnt er fram á að hafi verið framin í einhverju aðildarríki, einkum að því er varðar reglur sem gilda um ökutæki, akstur og hvíldartíma ökumanna og rekstur án leyfis á samhliða eða tímabundinni þjónustu, sem um getur í 5. undirgrein 1. mgr. 5. gr., skulu lögbær yfirvöld í aðildarríkinu, þar sem hið brotlega flutningafyrirtæki hefur staðfestu, grípa til viðeigandi aðgerða, sem geta falið í sér viðvörun ef kveðið er á um það í landslögum, til að fylgja málinu eftir. Það kann m.a. að leiða til beitingar eftirfarandi stjórnsýsluviðurlaga:
a)    tímabundinnar eða varanlegrar afturköllunar á sumum eða öllum staðfestum, réttum endurritum af Bandalagsleyfi,
b)    tímabundinnar eða varanlegrar afturköllunar á Bandalagsleyfinu.
Slík viðurlög skulu ákveðin eftir að endanleg ákvörðun hefur verið tekin í málinu og í samræmi við það hversu alvarlegt brot handhafa Bandalagsleyfis telst og hve mörg staðfest, rétt endurrit hann hefur undir höndum vegna millilandaflutninganna sem hann stundar.
2.     Lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríkinu skulu tilkynna lögbærum yfirvöldum í aðildarríkinu, þar sem sýnt er fram á að brot hafi verið framið, eins fljótt og unnt er og eigi síðar en sex vikum frá endanlegri ákvörðun í málinu, hvaða viðurlögum, ef einhverjum, hefur verið beitt af þeim sem um getur í 1. mgr.
Ef slíkum viðurlögum er ekki beitt skulu lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríkinu tilgreina ástæður þess.
3.     Lögbær yfirvöld skulu tryggja að viðurlög, sem beitt er gagnvart viðkomandi flutningafyrirtæki séu, heilt yfir, í réttu hlutfalli við brotið eða brotin sem viðurlög liggja við, að teknu tilliti til viðurlaga við sama broti sem beitt er í aðildarríkinu þar sem sýnt hefur verið fram á að brot hafi verið framið.
4.     Þessi grein hefur ekki áhrif á möguleikann á því að lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríki flutningafyrirtækisins geti dregið flutningafyrirtækið fyrir þar til bæran innlendan dómstól. Komi til slíkrar málshöfðunar ber viðkomandi lögbæru yfirvaldi að tilkynna það lögbærum yfirvöldum í aðildarríkjunum þar sem sýnt hefur verið fram á að brot hafi verið framið.
5.     Aðildarríki skulu tryggja rétt flutningafyrirtækja til að áfrýja ákvörðun um stjórnsýsluviðurlög sem er beitt samkvæmt þessari grein.

23. gr.
Viðurlög við brotum í gistiaðildarríki

1.     Ef lögbær yfirvöld í aðildarríki hafa vitneskju um alvarlegt brot á þessari reglugerð eða löggjöf Bandalagsins um flutninga á vegum, sem rekja má til flutningafyrirtækis sem hefur ekki aðsetur í aðildarríkinu, skal aðildarríkið á yfirráðasvæðinu, þar sem sýnt hefur verið fram á að brot hafi verið framið, senda lögbærum yfirvöldum í aðildarríkinu, þar sem flutningafyrirtækið hefur staðfestu, eins fljótt og unnt er og eigi síðar en sex vikum frá endanlegri ákvörðun, eftirfarandi upplýsingar:
a)    lýsingu á brotinu og hvaða dag og hvenær dags það var framið,
b)    flokk, tegund og alvarleika brotsins og
c)    viðurlög sem beitt var og komu til framkvæmda.
Lögbær yfirvöld í gistiaðildarríkinu geta farið fram á að lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríkinu beiti stjórnsýsluviðurlögum í samræmi við 22. gr.
2.     Með fyrirvara um saksókn geta lögbær yfirvöld í gistiaðildarríki beitt viðurlögum gagnvart flutningafyrirtækjum sem hafa ekki aðsetur í því ríki og hafa gerst brotleg við þessa reglugerð eða lög Bandalagsins eða landslög um flutninga á vegum á yfirráðasvæði þess meðan á gestaflutningum stóð. Beita skal viðurlögunum án mismununar og geta þau m.a. verið áminning eða, ef um alvarleg brot er að ræða, tímabundið bann við gestaflutningum á yfirráðasvæði gistiaðildarríkisins þar sem brotið var framið.
3.     Aðildarríkin skulu tryggja rétt flutningafyrirtækja til að áfrýja ákvörðun um stjórnsýsluviðurlög sem er beitt samkvæmt þessari grein.

24. gr.
Skráning í rafrænar landsskrár

Aðildarríki skulu sjá til þess að alvarleg brot á löggjöf Bandalagsins um flutninga á vegum, sem rekja má til flutningafyrirtækja með staðfestu á yfirráðasvæði þeirra, sem leitt hafa til beitingar viðurlaga einhvers aðildarríkis, ásamt tímabundinni eða varanlegri afturköllun Bandalagsleyfis eða staðfests, rétts endurrits séu skráð í rafrænar landsskrár yfir flutningafyrirtæki á vegum. Færslur í skrána, sem varða tímabundna eða varanlega afturköllun Bandalagsleyfis, skulu varðveittar í gagnagrunninum í tvö ár hið minnsta eftir að tímabil afturköllunar rennur út, ef um er að ræða tímabundna afturköllun, eða frá dagsetningu afturköllunar, ef um er að ræða varanlega afturköllun.

VII. KAFLI
FRAMKVÆMD
25. gr.
Samningar milli aðildarríkja

1.     Aðildarríkin geta gert tvíhliða og marghliða samninga um frekara afnám hafta í þjónustu sem reglugerð þessi tekur til, einkum að því er varðar fyrirkomulag við veitingu leyfa og einföldun eða afnám eftirlitsskjala, sér í lagi á landamærasvæðum.
2.     Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um hvers konar samninga sem gerðir eru skv. 1. mgr.

26. gr.
Nefndarmeðferð

1.     Framkvæmdastjórnin skal njóta aðstoðar nefndar sem komið er á fót með 1. mgr. 18. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 3821/85 frá 20. desember 1985 um að taka upp skráningarbúnað í ökutækjum í flutningum á vegum ( 1 ).
2.     Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda ákvæði 1.–4. mgr. 5. gr. a og 5. gr. b og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.

27. gr.
Viðurlög

Aðildarríkin skulu setja reglur um viðurlög við brotum gegn ákvæðum þessarar reglugerðar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að þeim sé beitt. Viðurlögin skulu vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brotið og hafa letjandi áhrif. Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni þessi ákvæði eigi síðar en 4. desember 2011 og skulu tilkynna henni, án tafar, um hvers konar breytingar sem síðar verða á þeim.
Þau skulu sjá til þess að öllum slíkum ráðstöfunum sé beitt án mismununar á grundvelli ríkisfangs eða staðfestustaðar flutningafyrirtækisins.

28. gr.
Skýrslugjöf

1.     Aðildarríkin skulu á tveggja ára fresti tilkynna framkvæmdastjórninni hve mörg Bandalagsleyfi fyrir reglubundnum flutningum voru gefin út á næstliðnu ári og hve mörg leyfi fyrir reglubundnum flutningum voru í gildi við lok skýrslutímabilsins. Þessar upplýsingar skulu gefnar sérstaklega fyrir hvert ákvörðunarland reglubundnu flutninganna. Aðildarríkin skulu einnig senda framkvæmdastjórninni upplýsingar um gestaflutninga í formi sérstakra áætlunarferða og óreglubundinna flutninga, sem starfræktir eru af hálfu flutningafyrirtækja með aðsetur í þeim aðildarríkjum á skýrslutímabilinu.
2.     Lögbær yfirvöld í gistiaðildarríkinu skulu á tveggja ára fresti senda framkvæmdastjórninni tölfræðilegt yfirlit um það hve mörg leyfi hafa verið gefin út til gestaflutninga í formi reglubundinna flutninga sem um getur í c-lið 15. gr.
3.     Framkvæmdastjórnin skal ákvarða snið töflunnar sem nota skal til að greina frá tölfræðilegu upplýsingunum sem um getur í 2. mgr. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, með því að bæta við hana, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun, sem um getur í 2. mgr. 26. gr.
4.     Aðildarríkin skulu upplýsa framkvæmdastjórnina, eigi síðar en 31. janúar ár hvert, um það hve mörg flutningafyrirtæki voru handhafar Bandalagsleyfis 31. desember á næstliðnu ári og hversu mörg staðfest, rétt endurrit, jafnmörg ökutækjunum, voru þá í umferð.

29. gr.
Breyting á reglugerð (EB) nr. 561/2006

Eftirfarandi málsgrein bætist við í 8. gr. reglugerðar (EB) nr. 561/2006:
„6a.     Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. er ökumanni í stökum óreglubundnum flutningum með farþega á milli landa, eins og þeir eru skilgreindir í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa (*), heimilt að fresta vikulegum hvíldartíma í allt að 12 sólarhringa samfellt frá síðasta vikulega hvíldartíma svo fremi:
a)    að þjónustan vari minnst 24 klukkustundir samfellt í aðildarríki eða þriðja landi, þar sem reglugerðin gildir, en í öðru ríki en því þar sem þjónustan hófst,
b)    að ökumaðurinn taki, eftir að undanþágan var nýtt:
    i.        annaðhvort tvisvar sinnum vikulegan hvíldartíma eða
    ii.    einn reglubundinn, vikulegan hvíldartíma og einn styttan, vikulegan hvíldartíma sem varir í a.m.k. sólarhring; slíka styttingu skal þó bæta upp með samsvarandi samfelldum hvíldartíma innan þriggja vikna frá lokum undanþágutímabilsins,
c)    að eftir 1. janúar 2014 sé ökutækið búið skráningarbúnaði í samræmi við kröfur I. viðauka B í reglugerð (EBE) nr. 3821/85 og
d)    að eftir 1. janúar 2014, ef ekið er á milli 22.00 og 06.00, sé ökutækið fjölmannað eða aksturstíminn, sem um getur í 7. gr., styttur í þrjár klukkustundir.
Framkvæmdastjórnin skal fylgjast náið með notkun þessarar undanþágu til að tryggja mjög ströng skilyrði fyrir öryggi á vegum, einkum með því að fylgjast með því að samanlagður aksturstími á tímabilinu sem undanþágan tekur til sé ekki óhóflegur. Eigi síðar en 4. desember 2012 skal framkvæmdastjórnin taka saman skýrslu þar sem lagt er mat á afleiðingar undanþágunnar að því er varðar umferðaröryggi og félagslega þætti. Ef framkvæmdastjórnin telur það viðeigandi skal hún leggja til breytingar á reglugerðinni hvað þetta varðar.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 88.“

VIII. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
30. gr.
Niðurfelling

Reglugerðir (EBE) nr. 684/92 og (EB) nr. 12/98 eru hér með felldar úr gildi.
Líta ber á tilvísanir í niðurfelldu reglugerðirnar sem tilvísanir í þessa reglugerð og skulu þær lesnar með hliðsjón af samsvörunartöflunni í III. viðauka.

31. gr.
Gildistaka

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Hún kemur til framkvæmda 4. desember 2011, að undanskilinni 29. gr. sem kemur til framkvæmda 4. júní 2010.
        Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
        Gjört í Strassborg 21. október 2009.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
J. BUZEK C. MALMSTRÖM
forseti. forseti.

I. VIÐAUKI
Öryggisþættir Bandalagsleyfis

Bandalagsleyfið verður að hafa a.m.k. tvo af eftirfarandi öryggisþáttum:
–    almynd,
–    sérstakar trefjar í pappírnum sem eru sýnilegar í útfjólubláu ljósi,
–    minnst eina örprentaða línu (prentun aðeins sýnileg með stækkunargleri og ekki endurgerð með ljósritunarvélum),
–    áþreifanleg rittákn, tákn eða mynstur,
–    tvöfalda númeraröð: raðnúmer og útgáfunúmer,
–    öryggisbakgrunn með fíngerðu, prentuðu bakgrunnsmunstri og regnbogaprentun.

II. VIÐAUKI
Fyrirmynd Bandalagsleyfis
EVRÓPUBANDALAGIÐ

(a)
(Pantone ljósblár sellulósapappír, hið minnsta 100 g/m2, snið: DIN A4)
(Fyrsta síða leyfisins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum aðildarríkisins sem gefur leyfið út)


Auðkennisstafir aðildarríkisins ( 1 ) sem gefur leyfið út Heiti lögbærs yfirvalds eða stofnunar

LEYFI NR. …
(eða)
STAÐFEST, RÉTT ENDURRIT NR.
fyrir farþegaflutninga milli landa með hópbifreiðum gegn gjaldi

Handhafi þessa leyfis ( 2 )               
hefur heimild til að stunda farþegaflutninga á vegum milli landa gegn gjaldi á yfirráðasvæði Bandalagsins samkvæmt þeim skilyrðum, sem mælt er fyrir um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1073/2009 frá 21. október 2009 um sameiginlegar reglur um aðgang að mörkuðum fyrir flutninga með hópbifreiðum milli landa og í samræmi við almenn ákvæði þessa leyfis.
Athugasemdir:     
    
Þetta leyfi gildir frá      til     
Gefið út í      hinn     
    ( 3 )

(b)
(Önnur síða leyfisins)
(Texti á opinberu tungumáli/tungumálum aðildarríkisins sem gefur leyfið út)
ALMENN ÁKVÆÐI

     1.      Þetta leyfi er gefið út samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1073/2009.
     2.      Leyfið er gefið út af lögbærum yfirvöldum í staðfestuaðildarríki fyrirtækisins sem stundar flutninga gegn gjaldi og:
        a)    sem hefur heimild í staðfestuaðildarríkinu til að stunda reglubundna flutninga, þ.m.t. sérstakar áætlunarferðir eða óreglubundnir flutningar með hópbifreiðum,
        b)    sem uppfyllir þau skilyrði sem mælt er fyrir um í reglum Bandalagsins um aðgang að starfsgrein aðila sem stunda farþegaflutninga á vegum innanlands og milli landa,
        c)    sem uppfyllir lagaskilyrði að því er varðar staðla sem gilda um ökumenn og ökutæki.
     3.      Þetta leyfi veitir rétt til að stunda farþegaflutninga milli landa með hópbifreiðum gegn gjaldi, á öllum flutningsleiðum sem farnar eru um yfirráðasvæði Bandalagsins:
        a)    þar sem brottfararstaður og komustaður eru hvor í sínu aðildarríkinu, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki eða þriðju lönd,
        b)    þar sem brottfararstaður og komustaður eru í sama aðildarríki en farþegar eru sóttir eða þeim skilað í öðru aðildarríki eða í þriðja landi,
        c)    frá aðildarríki til þriðja lands og öfugt, hvort sem farið er í gegnum eitt eða fleiri aðildarríki eða þriðju lönd,
        d)    milli þriðju landa þar sem farið er um yfirráðasvæði eins eða fleiri aðildarríkja,
        og akstur án farþega í tengslum við flutninga samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í reglugerð (EB) nr. 1073/2009.
        Ef um er að ræða flutningastarfsemi frá aðildarríki til þriðja lands og öfugt gildir reglugerð (EB) nr. 1073/2009 á þeim hluta leiðarinnar sem farinn er í gegnum yfirráðasvæði aðildarríkja. Hún gildir ekki um þann hluta ferðarinnar innan yfirráðasvæðis aðildarríkisins þar sem farþegar eru sóttir eða þeim skilað svo framarlega sem ekki hafi verið lokið við nauðsynlega samninga milli Bandalagsins og hlutaðeigandi þriðja lands.
     4.      Leyfið er bundið við leyfishafa og er ekki framseljanlegt.
     5.      Lögbært yfirvald í aðildarríkinu, þar sem leyfið er gefið út, getur afturkallað það, einkum ef flutningafyrirtækið:
        a)    uppfyllir ekki lengur þau skilyrði sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 3. gr., reglugerðar (EB) nr. 1073/ 2009,
        b)    hefur veitt rangar upplýsingar að því er varðar gögn sem krafist er vegna útgáfu eða endurnýjunar leyfisins,
        c)    hefur framið alvarlegt brot eða alvarleg brot á lögum Bandalagsins um flutninga á vegum í einhverju aðildarríki, einkum með tilliti til reglna um ökutæki, aksturstíma og hvíldartíma ökumanna og veitingu, án heimildar, samhliða eða tímabundinnar þjónustu sem um getur í fimmtu undirgrein 1. mgr. 5. gr. reglugerðar (EB) nr. 1073/2009. Lögbær yfirvöld í staðfestuaðildarríki hins brotlega flutningafyrirtækis, geta m.a. afturkallað Bandalagsleyfi eða afturkallað tímabundið eða varanlega sum eða öll staðfest, rétt endurrit Bandalagsleyfisins.
        Slík viðurlög skulu ákveðin í samræmi við það hversu alvarlegt brot handhafa Bandalagsleyfis telst og hve mörg staðfest, rétt endurrit hann hefur undir höndum vegna millilandaflutninga sinna.
     6.      Frumrit leyfisins skal geymt hjá flutningafyrirtækinu. Staðfest, rétt endurrit leyfisins skal vera um borð í ökutækinu sem er notað til millilandaflutninganna.
     7.      Framvísa verður leyfinu að beiðni viðurkennds eftirlitsmanns.
     8.      Handhafinn verður að fara að gildandi lögum og stjórnsýslufyrirmælum á yfirráðasvæði hvers aðildarríkis, einkum þeim er varða flutninga og umferð.
     9.      „Reglubundnir flutningar“: flutningar á farþegum milli tiltekinna staða með tilteknu millibili á ákveðnum leiðum þar sem farþegar eru sóttir og þeim skilað á fyrirfram ákveðnum viðkomustöðum og sem eru opnir öllum, sbr. þó, eftir því sem við á, hvort nauðsynlegt geti verið að panta far.
        Flutningar teljast áfram til reglubundinna flutninga þótt breytingar séu gerðar á rekstrarskilyrðum þeirra.
        Veita þarf leyfi fyrir reglubundnum flutningum.
        „Sérstakar áætlunarferðir“: reglubundnir flutningar, óháð skipuleggjanda, þar sem séð er fyrir flutningi á tilteknum hópum farþega, en aðrir farþegar eru útilokaðir, með tilteknu millibili á ákveðnum leiðum þar sem farþegar eru sóttir eða þeim skilað á fyrirfram ákveðnum viðkomustöðum.
        Til sérstakra áætlunarferða teljast:
        a)    flutningar á starfsmönnum til og frá vinnustað,
        b)    flutningur á nemendum til og frá skóla.
        Sérstakar áætlunarferðir teljast áfram til reglubundinna flutninga jafnvel þótt þær kunni að vera lagaðar að mismunandi þörfum notenda.
        Ekki þarf að sækja um leyfi fyrir sérstökum áætlunarferðum ef skipuleggjandi og flutningafyrirtæki hafa gert með sér samning um þá.
        Skipulagning samhliða eða tímabundinnar þjónustu sem er ætlað að þjóna sömu farþegahópum og reglubundnir flutningar sem fyrir eru, skal vera leyfisbundin.
        „Óreglubundnir flutningar“: flutningar sem falla ekki undir skilgreininguna á reglubundnum flutningum, þ.m.t. sérstakar áætlunarferðir, og sem einkennast öðru fremur af því að fluttir eru hópar sem eru settir saman að frumkvæði viðskiptavinar eða flutningafyrirtækisins sjálfs. Skipulagning samhliða eða tímabundinna flutninga, sem eru sambærilegir við reglubundna flutninga, sem fyrir eru, og þjóna sömu farþegahópum, skal háð leyfi í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í III. kafla reglugerðar (EB) nr. 1073/2009. Þessir flutningar teljast áfram til óreglubundinna flutninga jafnvel þótt þeir séu stundaðir með ákveðnu millibili.
        Ekki þarf leyfi til að stunda óreglubundna flutninga.

III. VIÐAUKI
SAMSVÖRUNARTAFLA

Reglugerð (EBE) nr. 684/92 Reglugerð (EB) nr. 12/98 Þessi reglugerð
1. gr. 1. gr.
Liður 1.1 í 2. gr. 1. mgr. 2. gr. 2. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 5. gr.
Liður 1.2 í 2. gr. 2. mgr. 2. gr. 3. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 5. gr.
Liður 1.3 í 2. gr. Fimmta undirgrein 1. mgr. 5. gr.
Liður 3.1 í 2. gr. 3. mgr. 2. gr. 4. mgr. 2. gr., 3. mgr. 5. gr.
Liður 3.3 í 2. gr. 3. mgr. 5. gr.
Liður 3.4 í 2. gr. 3. mgr. 5. gr.
4. liður 2. gr. 5. mgr. 2. gr., 5. mgr. 5. gr.
3. gr. 3. gr.
3. gr. a 4. gr.
4. gr. 5. gr.
5. gr. 6. gr.
6. gr. 7. gr.
7. gr. 8. gr.
8. gr. 9. gr.
9. gr. 10. gr.
10. gr. 11. gr.
11. gr. 12. gr.
12. gr. 13. gr.
13. gr. 5. mgr. 5. gr.
1. gr. 14. gr.
4. mgr. 2. gr.
3. gr. 15. gr.
4. gr. 16. gr.
5. gr. 3. mgr. 4. gr.
6. gr. 17. gr.
7. gr. 3. mgr. 28. gr.
8. gr. 26. gr.
9. gr.
14. gr. 18. gr.
15. gr. 19. gr.
1. mgr. 11. gr. 20. gr.
1. mgr. 16. gr. 1. mgr. 21. gr.
2. mgr. 16. gr. 2. mgr. 21. gr.
3. mgr. 16. gr. 1. mgr. 22. gr:
4. mgr. 16. gr. 1. mgr. 23. gr.
5. mgr. 16. gr. 2. mgr. 22. gr.
2. mgr. 11. gr. 2. mgr. 23. gr.
3. mgr. 11. gr. 2. mgr. 23. gr:
4. mgr. 11. gr.
12. gr. 5. mgr. 22. gr., 23. gr.
13. gr.
16. gr. a 10. gr. 26. gr.
17. gr.
18. gr. 25. gr.
19. gr. 14. gr. 27. gr.
20. gr.
21. gr. 30. gr.
22. gr. 15. gr. 31. gr.
Viðauki II. viðauki
Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 51.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 72.
Neðanmálsgrein: 3
(3)    Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 88.
Neðanmálsgrein: 4
(4)    Stjtíð. EB L 124, 23.5.1996, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 5
(5)    Stjtíð. EB L 95, 9.4.1992, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 6
(6)    Stjtíð. EB L 279, 12.11.1993, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 7
(7)    Stjtíð. ESB L 374, 27.12.2006, bls. 5.
Neðanmálsgrein: 8
(8)    Stjtíð. EB L 74, 20.3.1992, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 9
(9)    Stjtíð. EB L 4, 8.1.1998, bls. 10.
Neðanmálsgrein: 10
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 11
(1)    Auðkennisstafir eru: (IS) Ísland, (FL) Liechtenstein, (NO) Noregur.
Neðanmálsgrein: 12
(2)    Nafn eða firmaheiti og fullt heimilisfang farmflytjandans.
Neðanmálsgrein: 13
(3)    „EFTA-ríkin“ í því sem hér fer á eftir.
Neðanmálsgrein: 14
(4)    Undirskrift og stimpill lögbærs yfirvalds eða stofnunar sem gefur leyfið út.
Neðanmálsgrein: 15
(1)    „Ökutæki“ er vélknúið ökutæki, skráð í EFTA-ríki, eða samtengt ökutæki þar sem a.m.k. vélknúna ökutækið er skráð í EFTA-ríki og eingöngu notað til vöruflutninga.
Neðanmálsgrein: 16
(1)    Auðkennisstafir eru: (IS) Ísland, (FL) Liechtenstein, (N) Noregur.
Neðanmálsgrein: 17
(2)    „EFTA-ríkin" í því sem hér fer á eftir.
Neðanmálsgrein: 18
(3)    Heiti eða firmaheiti og póstfang farmflytjandans.
Neðanmálsgrein: 19
(4)    Heiti ríkisins þar sem farmflytjandinn hefur staðfestu.
Neðanmálsgrein: 20
(5)    Undirskrift og stimpill lögbærs yfirvalds eða stofnunar sem gefur leyfið út.
Neðanmálsgrein: 21
(1)    „Ökutæki“: vélknúið ökutæki, skráð í EFTA-ríki, eða samtengt ökutæki þar sem a.m.k. vélknúna ökutækið er skráð í EFTA-ríki og eingöngu notað til vöruflutninga.
Neðanmálsgrein: 22
(1)    Auðkennisstafir aðildarríkjanna eru: (IS) Ísland, (FL) Liechtenstein, (NO) Noregur.
Neðanmálsgrein: 23
(2)    Fullt heiti eða firmaheiti og heimilisfang flutningafyrirtækisins.
Neðanmálsgrein: 24
(3)    „EFTA-ríkin“ í því sem hér fer á eftir.
Neðanmálsgrein: 25
(4)    Undirskrift og stimpill lögbærs yfirvalds eða stofnunar sem gefur leyfið út.
Neðanmálsgrein: 26
(1)    Auðkennisstafir aðildarríkjanna eru: (IS) Ísland, (FL) Liechtenstein, (NO) Noregur.
Neðanmálsgrein: 27
(2)    Yfirvald eða stofnun fyrirfram tilnefnd af hverju EFTA-ríki í því skyni að gefa út þetta vottorð.
Neðanmálsgrein: 28
(3)    Strikið yfir það sem á ekki við.
Neðanmálsgrein: 29
(4)    Kenninafn og eiginnöfn, fæðingarstaður og fæðingardagur.
Neðanmálsgrein: 30
(5)    Nánari upplýsingar um prófið.
Neðanmálsgrein: 31
(6)    Strikið yfir það sem á ekki við.
Neðanmálsgrein: 32
(7)    Stjtíð. EB L 300, 14.11.2009, bls. 51.
Neðanmálsgrein: 33
(8)    Undirskrift og stimpill lögbærs yfirvalds eða stofnunar sem gefur vottorðið út.
Neðanmálsgrein: 34
(1)    Stjtíð. ESB C 151, 17.6.2008, bls. 16.
Neðanmálsgrein: 35
(2)    Stjtíð. ESB C 14, 19.1.2008, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 36
(3)    Álit Evrópuþingsins frá 21. maí 2008 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum), sameiginleg afstaða ráðsins frá 9. janúar 2009 (Stjtíð. ESB C 62 E, 17.3.2009, bls. 1), afstaða Evrópuþingsins frá 23. apríl 2009 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum) og ákvörðun ráðsins frá 24. september 2009.
Neðanmálsgrein: 37
(4)    Stjtíð. EB L 124, 23.5.1996, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 38
(1)    Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 72.
Neðanmálsgrein: 39
(2)    Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 88.
Neðanmálsgrein: 40
(1)    Stjtíð. EB L 281, 23.11.1995, bls. 31.
Neðanmálsgrein: 41
(1)    Stjtíð. EB L 184, 17.7.1999, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 42
(1)    Stjtíð. EB L 222, 14.8.1978, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 43
(1)    Stjtíð. ESB L 102, 11.4.2006, bls. 35.
Neðanmálsgrein: 44
(1)    Stjtíð. EB L 370, 31.12.1985, bls. 8.
Neðanmálsgrein: 45
(2)    Stjtíð. ESB L 102, 11.4.2006, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 46
(1)    Ákvörðun ráðsins 85/368/EBE frá 16. júlí 1985 um samanburð á kröfum um starfsmenntun og hæfi milli aðildarríkja Evrópubandalagsins (Stjtíð. EB L 199, 31.7.1985, bls. 56).
Neðanmálsgrein: 47
(1)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/15/EB frá 11. mars 2002 um skipulag á vinnutíma farstarfsmanna sem sjá um flutninga á vegum (Stjtíð. EB L 80, 23.3.2002, bls. 35).
Neðanmálsgrein: 48
(2)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/59/EB frá 15. júlí 2003 um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga (Stjtíð. ESB L 226, 10.9.2003, bls. 4).
Neðanmálsgrein: 49
(1)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/68/EB frá 24. september 2008 um flutning á hættulegum farmi á landi og skipgengum vatnaleiðum (Stjtíð. ESB L 260, 30.9.2008, bls. 13).
Neðanmálsgrein: 50
(2)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 frá 14. júní 2006 um tilflutning úrgangs (Stjtíð. EB L 190, 12.7.2006, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 51
(1)    Auðkennisstafir aðildarríkjanna eru: (B) Belgía, (BG) Búlgaría, (CZ) Tékkland, (DK) Danmörk, (D) Þýskaland, (EST) Eistland, (IRL) Írland, (GR) Grikkland, (E) Spánn, (F) Frakkland, (I) Ítalía, (CY) Kýpur, (LV) Lettland, (LT) Litháen, (L) Lúxemborg, (H) Ungverjaland, (MT) Malta, (NL) Holland, (A) Austurríki, (PL) Pólland, (P) Portúgal, (RO) Rúmenía, (SLO) Slóvenía, (SK) Slóvakía, (FIN) Finnland, (S) Svíþjóð, (UK) Breska konungsríkið.
Neðanmálsgrein: 52
(2)    Yfirvald eða stofnun fyrirfram tilnefnd af hverju aðildarríki Evrópubandalagsins í því skyni að gefa út þetta vottorð.
Neðanmálsgrein: 53
(3)    Strikið yfir það sem á ekki við.
Neðanmálsgrein: 54
(4)    Kenninafn og eiginnöfn, fæðingarstaður og fæðingardagur.
Neðanmálsgrein: 55
(5)    Nánari upplýsingar um prófið.
Neðanmálsgrein: 56
(6)    Stjtíð. EB L 300, 14.11.2009, bls. 51.
Neðanmálsgrein: 57
(7)    Undirskrift og stimpill lögbærs yfirvalds eða stofnunar sem gefur vottorðið út.
Neðanmálsgrein: 58
(1)    Stjtíð. ESB C 204, 9.8.2008, bls. 31.
Neðanmálsgrein: 59
(2)    Álit Evrópuþingsins frá 21. maí 2008 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum ESB), sameiginleg afstaða ráðsins frá 9. janúar 2009 (Stjtíð. ESB C 62 E, 17.3.2009, bls. 46), afstaða Evrópuþingsins frá 23. apríl 2009 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum ESB) og ákvörðun ráðsins frá 24. september 2009.
Neðanmálsgrein: 60
(3)    Stjtíð. EB L 95, 9.4.1992, bls. 1
Neðanmálsgrein: 61
(4)    Stjtíð. EB L 279, 12.11.1993, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 62
(5)    Stjtíð. ESB L 374, 27.12.2006, bls. 5.
Neðanmálsgrein: 63
(1)    Stjtíð. ESB L 102, 11.4.2006, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 64
(1)    Stjtíð. EB L 368, 17.12.1992, bls. 38.
Neðanmálsgrein: 65
(2)    Stjtíð. EB L 18, 21.1.1997, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 66
(3)    Stjtíð. EB L 370, 31.12.1985, bls. 8.
Neðanmálsgrein: 67
(4)    Stjtíð. ESB L 300, 14.11.2009, bls. 51.
Neðanmálsgrein: 68
(5)    Stjtíð. EB L 184, 17.7.1999, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 69
(1)    Stjtíð. ESB L 33, 4.2.2006, bls. 82.
Neðanmálsgrein: 70
(1)    Stjtíð. ESB L 16, 23.1.2004, bls. 44.
Neðanmálsgrein: 71
(1)    Stjtíð. EB L 235, 17.9.1996, bls. 59.
Neðanmálsgrein: 72
(1)    Auðkennisstafir aðildarríkjanna eru: (B) Belgía, (BG) Búlgaría, (CZ) Tékkland, (DK) Danmörk, (D) Þýskaland, (EST) Eistland, (IRL) Írland, (GR) Grikkland, (E) Spánn, (F) Frakkland, (I) Ítalía, (CY) Kýpur, (LV) Lettland, (LT) Litháen, (L) Lúxemborg, (H) Ungverjaland, (MT) Malta, (NL) Holland, (A) Austurríki, (PL) Pólland, (P) Portúgal, (RO) Rúmenía, (SLO) Slóvenía, (SK) Slóvakía, (FIN) Finnland, (S) Svíþjóð, (UK) Breska konungsríkið.
Neðanmálsgrein: 73
(2)    Nafn eða firmaheiti og fullt heimilisfang farmflytjandans.
Neðanmálsgrein: 74
(3)    Undirskrift og stimpill lögbærs yfirvalds eða stofnunar sem gefur leyfið út.
Neðanmálsgrein: 75
(1)    „Ökutæki“ er vélknúið ökutæki, skráð í aðildarríki, eða samtengt ökutæki þar sem a.m.k. vélknúna ökutækið er skráð í aðildarríki og eingöngu notað til vöruflutninga.
Neðanmálsgrein: 76
(1)    Auðkennisstafir aðildarríkjanna eru: (B) Belgía, (BG) Búlgaría, (CZ) Tékkland, (DK) Danmörk, (D) Þýskaland, (EST) Eistland, (IRL) Írland, (GR) Grikkland, (E) Spánn, (F) Frakkland, (I) Ítalía, (CY) Kýpur, (LV) Lettland, (LT) Litháen, (L) Lúxemborg, (H) Ungverjaland, (MT) Malta, (NL) Holland, (A) Austurríki, (PL) Pólland, (P) Portúgal, (RO) Rúmenía, (SLO) Slóvenía, (SK) Slóvakía, (FIN) Finnland, (S) Svíþjóð, (UK) Breska konungsríkið.
Neðanmálsgrein: 77
(2)    Nafn eða firmaheiti og fullt heimilisfang farmflytjandans.
Neðanmálsgrein: 78
(3)    Heiti aðildarríkisins þar sem farmflytjandinn hefur staðfestu.
Neðanmálsgrein: 79
(4)    Undirskrift og stimpill lögbærs yfirvalds eða stofnunar sem gefur leyfið út.
Neðanmálsgrein: 80
(1)    „Ökutæki“: vélknúið ökutæki, skráð í aðildarríki, eða samtengt ökutæki þar sem a.m.k. vélknúna ökutækið er skráð í aðildarríki og eingöngu notað til vöruflutninga.
Neðanmálsgrein: 81
(1)    Stjtíð. ESB C 10, 15.1.2008, bls. 44.
Neðanmálsgrein: 82
(2)    Álit Evrópuþingsins frá 5. júní 2008 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum ESB), sameiginleg afstaða ráðsins frá 9. janúar 2009 (Stjtíð. ESB C 62 E, 17.3.2009, bls. 25), afstaða Evrópuþingsins frá 23. apríl 2009 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum ESB) og ákvörðun ráðsins frá 24. september 2009.
Neðanmálsgrein: 83
(3)    Stjtíð. EB L 74, 20.3.1992, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 84
(4)    Stjtíð. EB L 4, 8.1.1998, bls. 4.
Neðanmálsgrein: 85
(1)    Stjtíð. ESB L 102, 11.4.2006, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 86
(2)    Stjtíð. EB L 18, 21.1.1997, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 87
(3)    Stjtíð. ESB L, 300, 14.11.2009, bls. 51.
Neðanmálsgrein: 88
(4)    Stjtíð. EB L 184, 17.7.1999, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 89
(1)    Stjtíð. EB L 57, 2.3.1992, bls. 27.
Neðanmálsgrein: 90
(2)    Stjtíð. EB L 235, 17.9.1996, bls. 59.
Neðanmálsgrein: 91
(3)    Stjtíð. EB L 226, 10.9.2003, bls. 4.
Neðanmálsgrein: 92
(1)    Stjtíð. ESB L 315, 3.12.2007, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 93
(1)    Stjtíð. EB L 370, 31.12.1985, bls. 8.
Neðanmálsgrein: 94
(1)    Auðkennisstafir aðildarríkjanna eru: (B) Belgía, (BG) Búlgaría, (CZ) Tékkland, (DK) Danmörk, (D) Þýskaland, (EST) Eistland, (IRL) Írland, (GR) Grikkland, (E) Spánn, (F) Frakkland, (I) Ítalía, (CY) Kýpur, (LV) Lettland, (LT) Litháen, (L) Lúxemborg, (H) Ungverjaland, (MT) Malta, (NL) Holland, (A) Austurríki, (PL) Pólland, (P) Portúgal, (RO) Rúmenía, (SLO) Slóvenía, (SK) Slóvakía, (FIN) Finnland, (S) Svíþjóð, (UK) Breska konungsríkið.
Neðanmálsgrein: 95
(2)    Fullt heiti eða firmaheiti og heimilisfang flutningafyrirtækisins.
Neðanmálsgrein: 96
(3)    Undirskrift og stimpill lögbærs yfirvalds eða stofnunar sem gefur leyfið út.