Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Nr. 17/144.

Þingskjal 1577  —  27. mál.


Þingsályktun

um aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að skipa starfshóp sem móti stefnu og aðgerðaáætlun til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu svo bjóða megi landsmönnum, hvar sem þeir eru í sveit settir, fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu. Heilsugæslustöðin Kirkjubæjarklaustri, Heilsugæsla höfuð­borgar­svæðisins, landlæknir og Landspítali tilnefni einn fulltrúa hver í hópinn en einn fulltrúa skipi heilbrigðisráðherra án tilnefningar.
    Starfshópurinn ljúki störfum fyrir 1. mars 2016.

Samþykkt á Alþingi 1. júlí 2015.