Jóhann Páll Jóhannsson

Jóhann Páll Jóhannsson
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þingflokkur: Samfylkingin

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021 (Samfylkingin).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 31. maí 1992. Foreldrar: Jóhann G. Jóhannsson (fæddur 9. maí 1955) tónskáld og Bryndís Pálsdóttir (fædd 15. júlí 1963) fiðluleikari. Maki: Anna Bergljót Gunnarsdóttir (fædd 28. desember 1991) efnafræðingur. Foreldrar: Gunnar Örn Gunnarsson og Olga Bergljót Þorleifsdóttir.

Stúdentspróf MR 2012. BA-próf í heimspeki með lögfræði sem aukagrein HÍ 2015. MS-próf í sagnfræði frá Edinborgarháskóla 2017. MS-próf í evrópskri stjórnmálahagfræði frá London School of Economics and Political Science 2020.

Blaðamaður á DV 2012–2015. Blaðamaður á Stundinni 2015–2019.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2021 (Samfylkingin).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2021–2023, fjárlaganefnd 2023, velferðarnefnd 2023–.

Íslandsdeild Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2023–2024.

Æviágripi síðast breytt 26. janúar 2024.

Áskriftir