Kvennalisti

Í landskjörskosningum 1922 kom fram Kvennalisti, einkum fyrir tilstuðlan kvenna úr kvenfélögum í Reykjavík og Sambandi norðlenskra kvenna. Ingibjörg H. Bjarnason náði kjöri, fyrst kvenna til að taka sæti á Alþingi. Árið 1924 tók Ingibjörg þátt í stofnun Íhaldsflokksins.


Æviágrip þingmanna: 1

  1. Ingibjörg H. Bjarnason fædd 1867. Landskjörinn alþingismaður 1922—1930 (Kvennalistinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).