Sjálfstæðisflokkurinn eldri

Sjálfstæðisflokkurinn eldri bauð fram í kosningunum 1908 af andstæðingum uppkastsins og var kosningabandalag þjóðræðismanna og landvarnarmanna og hlaut 25 þingmenn. Flokkurinn var formlega stofnaður á næsta þingi. Flokkurinn klofnaði 1909 í „ráðherralið“ og „sparklið“ og aftur 1915 í „langsum“ og „þversum“. Hluti þingmanna gekk í Framsóknarflokkinn 1916. Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í Borgaraflokknum (eldri) 1924. Sjálfstæðisflokkurinn varð svo að Frjálslynda flokknum, sem rann saman við Íhaldsflokkinn 1929 undir heitinu Sjálfstæðisflokkur.


Æviágrip þingmanna: 44

  1. Ari Arnalds fæddur 1872. Alþingismaður Strandamanna 1908—1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn)).
  2. Benedikt Sveinsson fæddur 1877. Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1908—1931 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn), Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Borgaraflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).
  3. Bjarni Jónsson frá Vogi fæddur 1863. Alþingismaður Dalasýslu 1908—1926 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn), Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Borgaraflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  4. Björn Hallsson fæddur 1875. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1914—1915 og 1919—1923 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Bændaflokkurinn eldri, utan flokka (Heimastjórnarflokkurinn), Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið).
  5. Björn Jónsson fæddur 1846. Alþingismaður Strandamanna 1878—1880, alþingismaður Barðstrendinga 1908—1912 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri). Ráðherra Íslands 1909—1911.
  6. Björn Kristjánsson fæddur 1858. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1900—1931 (Framfaraflokkur, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1917.
  7. Björn Sigfússon fæddur 1849. Alþingismaður Húnvetninga 1892—1900 og 1908—1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  8. Björn Þorláksson fæddur 1851. Alþingismaður Seyðfirðinga 1909—1911, konungkjörinn alþingismaður 1912—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  9. Einar Arnórsson fæddur 1880. Alþingismaður Árnesinga 1914—1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn langsum), alþingismaður Reykvíkinga 1931—1932 (Sjálfstæðisflokkur). Ráðherra Íslands 1915—1917, dóms- og menntamálaráðherra 1942—1944.
  10. Guðmundur Eggerz fæddur 1873. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1913—1915 (Heimastjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  11. Guðmundur Hannesson fæddur 1866. Alþingismaður Húnvetninga 1914—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  12. Gunnar Ólafsson fæddur 1864. Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1908—1911, landskjörinn alþingismaður 1925—1926 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  13. Hannes Þorsteinsson fæddur 1860. Alþingismaður Árnesinga 1900—1911 (Heimastjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  14. Hákon Kristófersson fæddur 1877. Alþingismaður Barðstrendinga 1913—1931 (Bændaflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  15. Hálfdan Guðjónsson fæddur 1863. Alþingismaður Húnvetninga 1908—1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  16. Hjörtur Snorrason fæddur 1859. Alþingismaður Borgfirðinga 1914—1915, landskjörinn alþingismaður 1916—1925 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  17. Jakob Möller fæddur 1880. Alþingismaður Reykvíkinga 1919—1927 (utan flokka, (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Borgaraflokkurinn eldri, Frjálslyndi flokkurinn) og 1931—1945 (Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1939—1942, fjármála- og dómsmálaráðherra 1942.
  18. Jens Pálsson fæddur 1851. Alþingismaður Dalamanna 1890—1900, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1908—1912 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn).
  19. Jón Jónsson fæddur 1871. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1908—1911 og 1914—1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  20. Jón Sigurðsson fæddur 1871. Alþingismaður Mýramanna 1908—1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka).
  21. Jón Þorkelsson fæddur 1859. Alþingismaður Snæfellinga 1892—1893, alþingismaður Reykvíkinga 1908—1911, konungkjörinn alþingismaður 1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  22. Jósef J. Björnsson fæddur 1858. Alþingismaður Skagfirðinga 1908—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkur eldri).
  23. Karl Einarsson fæddur 1872. Alþingismaður Vestmanneyinga 1914—1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  24. Karl Finnbogason fæddur 1875. Alþingismaður Seyðfirðinga 1914—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  25. Kristinn Daníelsson fæddur 1861. Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1908—1911, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1913—1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum).
  26. Kristján Jónsson fæddur 1852. Konungkjörinn alþingismaður 1893—1905, alþingismaður Borgfirðinga 1908—1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka). Ráðherra Íslands 1911—1912.
  27. Magnús Jónsson fæddur 1887. Alþingismaður Reykvíkinga 1921—1946 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Atvinnumálaráðherra 1942.
  28. Magnús Pétursson fæddur 1881. Alþingismaður Strandamanna 1914—1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  29. Magnús Th. S. Blöndahl fæddur 1861. Alþingismaður Reykvíkinga 1908—1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  30. Magnús Torfason fæddur 1868. Alþingismaður Rangæinga 1900—1901 (Framfaraflokkurinn), alþingismaður Ísafjarðar 1916—1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), alþingismaður Árnesinga 1923—1933 (utan flokka, Framsóknarflokkur), landskjörinn alþingismaður (Árnesinga) 1934—1937 (Bændaflokkurinn, utan flokka).
  31. Ólafur Briem fæddur 1851. Alþingismaður Skagfirðinga 1886—1919 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).
  32. Pétur Ottesen fæddur 1888. Alþingismaður Borgfirðinga 1916—1959 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  33. Pétur Þórðarson fæddur 1864. Alþingismaður Mýramanna 1916—1927 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sparnaðarbandalagið, Framsóknarflokkur).
  34. Sigurður Eggerz fæddur 1875. Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1911—1915, landskjörinn alþingismaður 1916—1926, alþingismaður Dalamanna 1927—1931 (utan flokka, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Frjálslyndi flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn). Ráðherra Íslands 1914—1915, fjármálaráðherra 1917—1920, forsætisráðherra 1922—1924.
  35. Sigurður Gunnarsson fæddur 1848. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1890—1900, alþingismaður Snæfellinga 1908—1911 og 1914—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  36. Sigurður H. Kvaran fæddur 1862. Alþingismaður Akureyrar 1908—1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), alþingismaður Suður-Múlasýslu 1919—1923 (Heimastjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn eldri).
  37. Sigurður Sigurðsson fæddur 1864. Alþingismaður Árnesinga 1900—1901 og 1908—1919 (Framfaraflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).
  38. Sigurður Stefánsson fæddur 1854. Alþingismaður Ísfirðinga 1886—1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904—1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917—1923 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).
  39. Skúli Thoroddsen fæddur 1859. Alþingismaður Eyfirðinga 1890—1892, alþingismaður Ísfirðinga 1892—1902, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1903—1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
  40. Stefán Stefánsson fæddur 1863. Alþingismaður Skagfirðinga 1900—1908, konungkjörinn alþingismaður 1908—1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).
  41. Sveinn Björnsson fæddur 1881. Alþingismaður Reykvíkinga 1914—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri) og 1919—1920 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið).
  42. Þorleifur Jónsson fæddur 1864. Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1908—1934 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).
  43. Þorsteinn M. Jónsson fæddur 1885. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1916—1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).
  44. Þórarinn Benediktsson fæddur 1871. Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1914—1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).