Íhaldsflokkurinn

Íhaldsflokkurinn var stofnaður 1924 af flestum þingmönnum Borgaraflokksins (eldri). Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust 1929 í Sjálfstæðisflokknum.


Æviágrip þingmanna: 24

  1. Ágúst Flygenring fæddur 1865. Konungkjörinn alþingismaður 1905—1913, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1923—1925 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).
  2. Árni Jónsson fæddur 1891. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1923—1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn), landskjörinn alþingismaður (Norður-Múlasýslu) 1937—1942 (Sjálfstæðisflokkur).
  3. Björn Kristjánsson fæddur 1858. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1900—1931 (Framfaraflokkur, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1917.
  4. Björn Líndal fæddur 1876. Alþingismaður Akureyrar 1923—1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).
  5. Eggert Pálsson fæddur 1864. Alþingismaður Rangæinga 1902—1919 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn) og 1923—1926 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).
  6. Einar Jónsson fæddur 1868. Alþingismaður Rangæinga 1908—1919 og 1926—1931 (Heimastjórnarflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  7. Halldór Steinsson fæddur 1873. Alþingismaður Snæfellinga 1911—1913 og 1916—1933 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  8. Hákon Kristófersson fæddur 1877. Alþingismaður Barðstrendinga 1913—1931 (Bændaflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  9. Ingibjörg H. Bjarnason fædd 1867. Landskjörinn alþingismaður 1922—1930 (Kvennalistinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  10. Jóhann Þ. Jósefsson fæddur 1886. Alþingismaður Vestmanneyinga 1923—1959 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármála- og sjávarútvegsmálaráðherra 1947—1949, sjávarútvegs-, samgöngu- og iðnaðarmálaráðherra 1949—1950.
  11. Jóhannes Jóhannesson fæddur 1866. Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1900—1901 og 1903—1913, alþingismaður Seyðfirðinga 1916—1931 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  12. Jón Auðunn Jónsson fæddur 1878. Alþingismaður Ísafjarðar 1919—1923, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1923—1933 og 1934—1937 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  13. Jón Kjartansson fæddur 1893. Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1923—1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn), 1953—1959 (Sjálfstæðisflokkur).
  14. Jón Magnússon fæddur 1859. Alþingismaður Vestmanneyinga 1902—1913, alþingismaður Reykvíkinga 1914—1919, landskjörinn alþingismaður 1922—1926 (utan flokka, Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn). Forsætisráðherra 1917—1922 og 1924—1926.
  15. Jón Ólafsson fæddur 1869. Alþingismaður Reykvíkinga 1927—1931, alþingismaður Rangæinga 1931—1937 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Kosinn landskjörinn alþingismaður (Rangæinga) 1937, en dó áður en þing kom saman.
  16. Jón Sigurðsson fæddur 1888. Alþingismaður Skagfirðinga 1919—1931 (Framsóknarflokkur, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur), 1933—1934 og 1942—1959, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1934—1937 (Sjálfstæðisflokkur).
  17. Jón Þorláksson fæddur 1877. Alþingismaður Reykvíkinga 1921—1926, landskjörinn alþingismaður 1926—1934 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1924—1926, forsætis- og fjármálaráðherra 1926—1927.
  18. Jónas Kristjánsson fæddur 1870. Landskjörinn alþingismaður 1926—1930 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  19. Magnús Guðmundsson fæddur 1879. Alþingismaður Skagfirðinga 1916—1937, landskjörinn alþingismaður (Skagfirðinga) 1937 (utan flokka, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Fjármálaráðherra 1920—1922, atvinnumálaráðherra 1924—1927, dómsmálaráðherra 1932—1934.
  20. Magnús Jónsson fæddur 1887. Alþingismaður Reykvíkinga 1921—1946 (utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur). Atvinnumálaráðherra 1942.
  21. Ólafur Thors fæddur 1892. Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1926—1959, alþingismaður Reyknesinga 1959—1964 (Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn). Dómsmálaráðherra 1932, atvinnumálaráðherra 1939—1942, sjávarútvegs- og iðnaðarmálaráðherra 1950—1953, forsætisráðherra 1942, 1944—1947, 1949—1950, 1953—1956 og 1959—1963.
  22. Pétur Ottesen fæddur 1888. Alþingismaður Borgfirðinga 1916—1959 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).
  23. Sigurjón Þ. Jónsson fæddur 1878. Alþingismaður Ísafjarðar 1923—1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).
  24. Þórarinn Jónsson fæddur 1870. Konungkjörinn alþingismaður 1905—1908, alþingismaður Húnvetninga 1911—1913 og 1916—1923, alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1923—1927 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn). Sagði af sér þingmennsku 1908.