Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum

(1501077)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
03.06.2015 73. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum
Lagt fram bréf Ríkisútvarpsins ohf. dagsett 28. maí 2015 um upplýsingagjöf stofnunarinnar til fjárlaganefndar Alþingis og meðferð trúnaðarupplýsinga.
06.05.2015 61. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum
Póst- og fjarskiptastofnun: Hrafnkell V. Gíslason, Björn Geirsson, Friðrik Pétursson og Óskar Þórðarson.

Íbúðalánasjóður: Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, Haukur Leósson, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sigurður Jón Björnsson.
29.04.2015 59. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum
Kjartan Eiríksson og Sigurður Kári Kristjánsson frá Kadeco. Rætt um rekstur Kadeco og horfur. Munu senda nefndinni minnisblað um stöðu mála hjá Ásbrú og Háskólavöllum.

Magnús Geir Þórðarson, Ingvi Hrafn Óskarsson og Anna B. Sigurðardóttir frá Ríkisútvarpinu. Farið yfir fjárhagsstöðu og rekstrarhorfur stofnunarinnar.
22.04.2015 57. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum
Dagskrárliðnum var frestað.
20.04.2015 56. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum
Samkeppniseftirlitið: Páll Gunnar Pálsson og Eva Ómarsdóttir. Farið var yfir samkeppnismál í póstþjónustu á Íslandi.
15.04.2015 55. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum
Íslandspóstur hf.: Ingimundur Sigurpálsson og Eiríkur Haukur Hauksson. Farið var yfir fjármál Íslandspósts hf.

Á fundinn barst tölvupóstur þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir að skýrsla um fjárhagsleg málefni fyrirtækisins sem send voru fjárlaganefnd daginn áður yrðu flokkuð sem trúnaðarmál. Var það samþykkt.
25.03.2015 53. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf.: Halldór Guðmundsson og Guðfinna Bjarnadóttir. Rætt var um fjárhagsstöðu Hörpunnar.
09.03.2015 46. fundur fjárlaganefndar Eftirlit með B- og E-hluta fyrirtækjum
Farice ehf. Ómar Benediktsson og Martha Árnadóttir. Farið var yfir lykiltölur í ársskýrslu 2014.