Framkvæmd fjárlaga 2015

(1501076)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
24.08.2015 80. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón L Björnsson.
Farið var yfir framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mánuði ársins.
Velferðarráðuneyti: Hlynur Hreinsson, Hrönn Ottósdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Sturlaugur Tómasson og Sveinn Magnússon. Farið var yfir þann hluta af framkvæmd fjárlaga sem heyrir undir ráðuneytið.
15.06.2015 77. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón L. Björnsson.
Bankasýsla ríkisins: Jón Gunnar Jónsson.
Farið var yfir sölu á eignarhlut ríkisins í viðskiptabönkum eftir að ríkissjóður stofnaði nýja banka í kjölfar bankahrunsins.

Vegagerðin: Hreinn Haraldsson.
Atvinnuvegaráðuneytið: Ingvi Már Pálsson og Þórður Reynisson.
Farið var yfir aðdraganda að jarðgangaframkvæmd við Bakka á Húsavík og kostnaðaráætlanir. Einnig var farið yfir stöðu framkvæmda við Vaðlaheiðargöng.
10.06.2015 75. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Innanríkisráðuneytið: Sigurbergur Björnsson. Lagt fram ódagsett minnisblað ráðuneytisins um skýringar við hækkun kostnaðaráætlunar við gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Sigurbergur fór yfir forsendur og fleira vegna jarðgangna við Bakka, Húsavík. Einnig yfir stöðu framkvæmda við Vaðlaheiðargöng.
26.05.2015 68. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Fjármála- og efnahagsráðuneytið: Bjarni Benediktsson og Guðmundur Árnason. Lagt fram minnisblað ráðuneytisins dags. 22. maí 2015 um fjáraukalagafrumvarp 2015, aukaframlög til brýnna framkvæmda á ferðamannastöðum og á vegakerfinu vegna stóraukins ferðamannastraums til landsins.
04.05.2015 60. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Velferðarráðuneytið: Sturlaugur Tómasson, Hlynur Hreinsson, Dagný Brynjólfsdóttir og Unnur Ágústsdóttir.
Landspítali: María Heimisdóttir.
Farið var yfir eftirlit með framkvæmd þeirra fjárlagaliða sem undir ráðuneytið heyra. Einnig var farið yfir fjármál Landspítalans.
25.03.2015 53. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Ríkissaksóknari: Sigríður Friðjónsdóttir.
Embætti sérstaks saksóknara: Ólafur Þór Hauksson, Björn Þorvaldsson, Sveinn I. Magnússon og Ásdís Ingibjargardóttir
Rætt var um rekstur embættanna.
23.03.2015 52. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Vegagerðin: Hreinn Haraldsson, Einar Pálmason og Hannes Már Sigurðsson.
Rætt var um ábendingar sem fram koma í nýlegu veikleikamati fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Lagt fram yfirlit frá Vegagerðinni yfir framlög á fjárlögum til þjónustu o.fl.
16.03.2015 51. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Ríkisendurskoðun: Sveinn Arason og Jón L. Björnsson. Farið var yfir minnisblað Ríkisendurskoðunar dags. 16. mars 2015 um skil og afgreiðslu á rekstraráætlunum stofnana vegna 2015.
11.03.2015 48. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Velferðarráðuneytið: Hrönn Ottósdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Sturlaugur Tómasson, Hlynur Hreinsson og Einar Magnússon.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Gísli Þ. Magnússon og Auður Árnadóttir.
Innanríkisráðuneytið: Ragnhildur Hjaltadóttir, Pétur Fenger og Oddur Einarsson.
Farið var yfir athugasemdir og ábendingar sem fram koma í minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti dags. 6. mars 2015.
09.03.2015 46. fundur fjárlaganefndar Framkvæmd fjárlaga 2015
Fjármála- og efnahagsráðuneyti: Ingþór Karl Eiríksson, Viðar Helgason og Sigurður H. Helgason. Farið var yfir áhættumat ráðuneytisins vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga.