Laga- og stjórnsýslusvið

Laga- og stjórnsýslusvið hefur á hendi úrlausn sérhæfðra verkefna á sviði lögfræði fyrir forseta, forsætisnefnd og framkvæmdastjórn skrifstofu þingsins. Sviðið hefur auk þess umsjón með fundum forsætisnefndar. Starfsfólk sviðsins er til ráðgjafar um lagasetningu sem varðar starfsemi Alþingis, m.a. þingsköp, alþingiskosningar, birtingu laga og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, og löggjöf um stofnanir Alþingis, ríkisendurskoðanda, umboðsmann Alþingis og rannsóknarnefndir. Laga- og stjórnsýslusviði er enn fremur ætlað að stunda rannsóknir á sviði stjórnskipunarréttar, einkum hvað varðar starfsemi þjóðþinga.

Starfsfólk laga- og stjórnsýslusviðs hefur aðsetur á 2. hæð í Kristjánshúsi, Kirkjustræti 10.



Starfsfólk laga- og stjórnsýslusviðs

Nafn Netfang Símanúmer
Þórhallur Vilhjálmsson sviðsstjóri 563 0500
Laufey Helga Guðmundsdóttir lögfræðingur 563 0500