Þingfunda- og útgáfusvið

Hlutverk þingfunda- og útgáfusviðs er að annast undirbúning og framkvæmd þingfunda, vinna að útgáfu á umræðum í þingsal og uppsetningu og útgáfu á þingskjölum og lögum. Þá er haldið utan um inntöku varaþingmanna og hagsmunaskráningu. Starfsfólk þingfunda- og útgáfusviðs starfar í tveimur deildum, þingfundadeild og útgáfudeild.

Þingfundadeild annast m.a. gerð og birtingu dagskrár þingfunda, skráningu þingskjala og upptöku og útsendingu umræðna á þingfundum. Þá hefur deildin umsjón með mælendaskrá við umræður, atkvæðagreiðslum og lagaskráningu. Þingfundadeild annast einnig upplýsingaþjónustu við þingmenn á þingfundum og ráðgjöf og aðstoð við gerð og frágang fyrirspurna og skýrslubeiðna.

Útgáfudeild annast yfirlestur, uppsetningu og útgáfu á þingskjölum og lögum á prenti og á vef. Þá vinnur deildin að útgáfu á umræðum í þingsal. Útgáfudeild annast einnig uppfærslu og útgáfu lagasafnsins á vef Alþingis og útgáfu Alþingistíðinda auk þess að leiða stafræna þróun hjá skrifstofunni.

Þingfundadeild er með aðsetur á 2. og 3. hæð í Alþingishúsinu og útgáfudeild er á 2. og 3. hæð í Skjaldbreið og 3. hæð í Blöndahlshúsi við Kirkjustræti 8a og 8b.

Starfsfólk þingfunda- og útgáfusviðs

Nafn Netfang Símanúmer
Ingvar Þór Sigurðsson sviðsstjóri 563 0500

Útgáfudeild

Elín Valdís Þorsteinsdóttir deildarstjóri 563 0500
Atli Freyr Steinþórsson sérfræðingur 563 0500
Álfhildur Álfþórsdóttir ritstjóri 563 0500
Árni Davíð Magnússon sérfræðingur 563 0500
Birgitta Bragadóttir sérfræðingur 563 0500
Díana Rós A. Rivera sérfræðingur 563 0500
Friðrik Magnússon ritstjóri 563 0500
Haukur Hannesson ritstjóri 563 0500
Jón Gíslason sérfræðingur 563 0500
Kristján F. Sigurðsson sérfræðingur 563 0500
Laufey Einarsdóttir sérfræðingur 563 0500
Steinunn Haraldsdóttir sérfræðingur 563 0500
Vala Ágústa Káradóttir sérfræðingur 563 0500

Þingfundadeild

Guðný Vala Dýradóttir deildarstjóri 563 0500
Hlöðver Ellertsson tæknistjóri 563 0500
Sigrún Gautsdóttir sérfræðingur 563 0500