Nefnda- og greiningarsvið

Nefnda- og greiningarsvið aðstoðar fastanefndir þingsins og þingmenn við nefndastörf, þingmálagerð o.fl., sinnir ýmsum greiningarverkefnum og rækir rannsóknaþjónustu. Eitt af meginhlutverkum sviðsins er að stuðla að vönduðu lagasetningarferli. Starfsfólk sviðsins starfar í tveimur deildum, nefndadeild og fjárlaga- og greiningardeild.

Nefndadeild veitir fastanefndum faglega aðstoð og lögfræðilega ráðgjöf, m.a. við yfirferð mála, gerð nefndarálita og breytingartillagna og gagna- og upplýsingaöflun. Í nefndadeild er einnig starfrækt stoðteymi sem sinnir ýmiss konar stoðþjónustu við skrifstofu Alþingis. Stoðteymi sinnir m.a. undirbúningi og skipulagningu nefndarfunda, sér um bókun funda og gesta fyrir nefndir þingsins og vinnur gögn og samantektir. Teymið sinnir einnig ritaraþjónustu fyrir forseta þingsins, skrifstofustjóra og framkvæmdastjórn, auk þess að sinna skjalavörslu og ferlaskráningu og starfa í skjalateymi.

Fjárlaga- og greiningardeild veitir fjárlaganefnd og framtíðarnefnd aðstoð og ráðgjöf og sinnir faglegri yfirferð frumvarps til fjárlaga, fjármálaáætlunar og fjármálastefnu auk annarra mála. Rannsókna- og upplýsingaþjónusta er jafnframt starfrækt í deildinni og sinnir hún gagna- og upplýsingaöflun fyrir þingmenn, þingnefndir og starfsfólk skrifstofunnar. Þar eru tekin saman minnisblöð, gerðar greiningar og úttektir á gögnum og ritaðar samantektir um þingmál.

Fjárlaga- og greiningardeild sér einnig um rekstur bókasafns Alþingis. Afgreiðslutími safnsins er samkvæmt samkomulagi. Frekari upplýsingar fást í síma 563 0630 eða með því að senda fyrirspurnir í tölvupósti.

Starfsfólk nefnda- og greiningarsviðs hefur aðsetur á 2. hæð Smiðju, Tjarnargötu 9. Fundarherbergi fastanefnda þingsins eru á 1. hæð Smiðju.


Starfsfólk nefnda- og greiningarsviðs

Nafn Netfang Símanúmer
Hildur Eva Sigurðardóttir sviðsstjóri 563 0500

Fjárlaga- og greiningardeild

Jón Magnússon deildarstjóri 563 0500
Anna Sigurborg Ólafsdóttir verkefnastjóri 563 0500
Axel Viðar Egilsson verkefnastjóri 563 0500
Eyþór Benediktsson hagfræðingur 563 0500
Kristján Sveinsson sérfræðingur 563 0500
Ólafur Elfar Sigurðsson verkefnastjóri 563 0500
Sóley Hjartardóttir upplýsingafræðingur 563 0500

Nefndadeild

Elín Ósk Helgadóttir deildarstjóri 563 0500
Arnar Kári Axelsson verkefnastjóri 563 0500
Björn Freyr Björnsson, lögfræðingur þingeftirlits 563 0500
Brynjar Páll Jóhannesson lögfræðingur 563 0500
Halldóra Viðarsdóttir, sérfræðingur og ritari forseta 563 0500
Inga Skarphéðinsdóttir, í leyfi 563 0500
Inga Valgerður Stefánsdóttir lögfræðingur 563 0500
Ívar Már Ottason lögfræðingur 563 0500
Kristel Finnbogad. Flygenring, leiðandi lögfræðingur 563 0500
Sigrún Rósa Björnsdóttir lögfræðingur 563 0500
Sigrún Helga Sigurjónsdóttir sérfræðingur 563 0500
Þórdís Hadda Yngvadóttir teymisstjóri 563 0500
Þórhildur Líndal lögfræðingur 563 0500
Þuríður Benediktsdóttir lögfræðingur 563 0500