Samskipta- og alþjóðasvið

Hlutverk samskipta- og alþjóðasviðs er að annast ytri samskipti Alþingis, jafnt innan lands sem á alþjóðavettvangi. Starfsfólk sviðsins starfar í tveimur deildum, almannatengslum og alþjóðadeild.

Almannatengsl hafa umsjón með leiðsögn gesta um hús Alþingis, sinna rekstri Skólaþings og fræðslustarfi á öllum skólastigum, halda utan um rafræna miðla Alþingis, svo sem vef og samfélagsmiðla, ásamt því að annast viðburðahald á vegum þingsins. Jafnframt sjá almannatengsl um samskipti við fjölmiðla, svörun fyrirspurna frá almenningi og útgáfu kynningarefnis um Alþingi.

Alþjóðadeild veitir forseta Alþingis, alþjóðanefndum og utanríkismálanefnd faglega aðstoð í utanríkismálum og alþjóðastarfi. Í því felst m.a. undirbúningur fyrir þátttöku í reglulegu alþjóðastarfi þingforseta og í þeim átta alþjóðlegu þingmannasamtökum sem Alþingi er aðili að auk skipulagningar alþjóðlegra þingmannafunda sem haldnir eru á Íslandi og heimsókna erlendra gesta.

Starfsfólk samskipta- og alþjóðasviðs hefur aðsetur í Skúlahúsi, Kirkjustræti 4.


Starfsfólk samskipta- og alþjóðasviðs

Nafn Netfang Símanúmer
Jörundur Kristjánsson sviðsstjóri 563 0500

Almannatengsl

Margrét Sveinbjörnsdóttir deildarstjóri 563 0500
Arnór Steinn Ívarsson, fræðslu- og upplýsingafulltrúi 563 0500
Heiðrún Pálsdóttir viðburðastjóri 563 0500
Helga Einarsdóttir verkefnastjóri 563 0500
Solveig K. Jónsdóttir verkefnastjóri 563 0500
Tómas Leifsson fræðslustjóri 563 0500

Alþjóðadeild

Stígur Stefánsson deildarstjóri 563 0500
Arna Gerður Bang, sérfræðingur í alþjóðamálum 563 0500
Auður Örlygsdóttir, sérfræðingur í alþjóðamálum 563 0500
Eggert Ólafsson, lögfræðingur EES-mála 563 0500
Helgi Þorsteinsson, sérfræðingur í alþjóðamálum 563 0500
Hildur Edwald, sérfræðingur í alþjóðamálum 563 0500