1.2.2024

Umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda 1. febrúar 2024

Umræður um ársskýrslur alþjóðanefnda eru á dagskrá þingfundar í dag en Alþingi á aðild að átta alþjóðlegum þingmannasamtökum: Alþjóðaþingmannasambandinu, Evrópuráðsþinginu,  NATO-þinginu, Norðurlandaráði,  Vestnorræna ráðinu, þingmannanefndum EFTA og EES, þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál  og þingi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE-þinginu). 

Meginmarkmið alþjóðastarfs Alþingis er meðal annars að stuðla að framþróun lýðræðis, mannréttinda og réttarríkisins og að efla samstarf um stærstu áskoranir samtímans sem ganga þvert á landamæri, s.s. loftslagsmál, norðurslóðamál og jafnréttismál.