Alþingiskosningar 1886

Alþingiskosningar 1886 fóru fram í júní í stað þess að þær yrðu haldnar að haustinu eins og lög nr. 16/1877 mæltu fyrir um sökum þess að Alþingi samþykkti stjórnarskrárbreytingu vorið 1885, „frumvarp til endurskoðaðra stjórnarskipunarlaga um hin sjerstaklegu málefni Íslands“. Var þing því rofið (stjórnarskrárþingrof) síðsumars 1885 og boðað til kosninga 1. til 10. júní 1886. Stjórnarskrárbreytingin var stöðvuð af stjórnvöldum í Kaupmannahöfn.

 Um kosningarnar
Kjördagur / kosningatímabil Júní 1886
Mannfjöldi 72.243
Kjósendur á kjörskrá 6.648
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 9,2%
Greidd atkvæði 2.036
Kosningaþátttaka 30,6%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 2,8%
Kosningaþátttaka karla 30,6%
Kosningaþátttaka kvenna 0%
Kjördæmakjörnir þingmenn 30
Konungkjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 36
Kjördæmi og þingmenn 1886
Reykjavík 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 2
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjasýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Suður-Múlasýsla 2
Norður-Múlasýsla 2
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Eyjafjarðarsýsla 2
Skagafjarðarsýsla 2
Húnavatnssýsla 2
Strandasýsla 1
Ísafjarðarsýsla 2
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfells- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1