Alþingiskosningar 1900

Kjörsókn í þingkosningum árið 1900 var til muna meiri en verið hafði í fyrri alþingiskosningum og er það ugglaust til vitnis um vaxandi áhuga almennings á stjórnmálum. Sem fyrr voru stjórnarskipunarmál og tengsl Íslands og Danmerkur fyrirferðarmest í stjórnmálaumræðunni og að þessu sinni bar hæst tillögur Valtýs Guðmundssonar stjórnmálamanns og prófessors um lausn málsins sem kenndar voru við hann og kölluð valtýska.

Í kosningaskýrslu kemur fram að „atkvæðasmalar“ hafi látið til sín taka við kosningarnar og nú einnig í sveitum landsins þar sem þorri kjósenda var búsettur. Má ætla að vöxtur í kjörsókn hafi að einhverju leyti stafað af atbeina atkvæðasmalanna við að koma kjósendum á kjörfund. Kosningarnar leiddu til verulegrar endurnýjunar þingheims en í þeim voru kjörnir 14 nýir þingmenn sem ekki höfðu áður setið á Alþingi.

 Um kosningarnar
Kjördagur / kosningatímabil September 1900
Mannfjöldi 77.967
Kjósendur á kjörskrá 7.329
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 9,4%
Greidd atkvæði 3.573
Kosningaþátttaka 48,7%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 4,6%
Kosningaþátttaka karla 48,7%
Kosningaþátttaka kvenna 0%
Kjördæmakjörnir þingmenn 30
Konungkjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 36
Kjördæmi og þingmenn 1900
Reykjavík 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 2
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjasýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Suður-Múlasýsla 2
Norður-Múlasýsla 2
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Eyjafjarðarsýsla 2
Skagafjarðarsýsla 2
Húnavatnssýsla 2
Strandasýsla 1
Ísafjarðarsýsla 2
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfells- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1