Alþingiskosningar 1902

Ástæða þess að alþingiskosningar fóru fram í júní 1902, þótt kjörtímabili væri ekki lokið, var að árið áður samþykkti Alþingi frumvarp Valtýs Guðmundssonar og fleiri þingmanna um breytingu á stjórnarskipunarmálum Íslendinga og sambandi Íslands og Danmerkur. Þar sem um stjórnarskrárbreytingu var að ræða varð að boða til kosninga og aukaþing var haldið árið 1902.

 Um kosningarnar
Kjördagur / kosningatímabil Júní 1902
Mannfjöldi 78.641
Kjósendur á kjörskrá 7.539
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 9,5%
Greidd atkvæði 3.968
Kosningaþátttaka 52,6%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 5,0%
Kosningaþátttaka karla 52,6%
Kosningaþátttaka kvenna 0%
Kjördæmakjörnir þingmenn 30
Konungkjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 36
Kjördæmi og þingmenn 1902
Reykjavík 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 2
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjasýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Suður-Múlasýsla 2
Norður-Múlasýsla 2
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Eyjafjarðarsýsla 2
Skagafjarðarsýsla 2
Húnavatnssýsla 2
Strandasýsla 1
Ísafjarðarsýsla 2
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfells- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1