Alþingiskosningar 1894

Ástæða þess að alþingiskosningar fóru fram árið 1894 – reglulegar kosningar áttu annars að fara fram 1898 – var að árið áður samþykkti Alþingi „frumvarp til stjórnarskipunarlaga um hin sjerstöku málefni Íslands“ sem eins og heitið gefur til kynna fól í sér stjórnarskrárbreytingu. Varð því samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar að rjúfa þing, efna til alþingiskosninga og leggja lögin fyrir nýtt þing. Kosningarnar fóru fram í júní árið 1894 og aukaþing var haldið það ár. Það lá hins vegar fyrir þegar þing var rofið að dönsk stjórnvöld myndu ekki staðfesta stjórnarskrárbreytinguna sem Alþingi hafði samþykkt og hún varð aldrei að veruleika.

 Um kosningarnar
Kjördagur / kosningatímabil Júní 1894
Mannfjöldi 72.928
Kjósendur á kjörskrá 6.733
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 9,2%
Greidd atkvæði 1.779
Kosningaþátttaka 26,4%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 2,4%
Kosningaþátttaka karla 26,4%
Kosningaþátttaka kvenna 0%
Kjördæmakjörnir þingmenn 30
Konungkjörnir þingmenn 6
Heildarfjöldi þingmanna 36
Kjördæmi og þingmenn 1894
Reykjavík 1
Gullbringu- og Kjósarsýsla 2
Árnessýsla 2
Rangárvallasýsla 2
Vestmannaeyjasýsla 1
Vestur-Skaftafellssýsla 1
Austur-Skaftafellssýsla 1
Suður-Múlasýsla 2
Norður-Múlasýsla 2
Norður-Þingeyjarsýsla 1
Suður-Þingeyjarsýsla 1
Eyjafjarðarsýsla 2
Skagafjarðarsýsla 2
Húnavatnssýsla 2
Strandasýsla 1
Ísafjarðarsýsla 2
Barðastrandarsýsla 1
Dalasýsla 1
Snæfells- og Hnappadalssýsla 1
Mýrasýsla 1
Borgarfjarðarsýsla 1