Alþingiskosningar 1974

Alþingi var rofið 9. maí 1974, þegar um ár var eftir af kjörtímabili þingmanna, og fóru kosningar fram 30. júní 1974.

Fleiri stjórnmálasamtök buðu fram við alþingiskosningarnar 1974 en nokkru sinni áður, alls tíu. Helmingur þeirra bauð fram í öllum kjördæmum landsins: Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna og Sjálfstæðisflokkur. Aðeins þeir stjórnmálaflokkar sem buðu fram í öllum kjördæmum fengu þingmenn kjörna.

Fylkingin – baráttusamtök sósíalista bauð fram í Reykjavíkurkjördæmi og Reykjaneskjördæmi og Kommúnistasamtökin – marxistarnir, lenínistarnir buðu fram í Reykjavík. Þrír Lýðræðisflokkar buðu fram, í Reykjavíkurkjördæmi, Reykjaneskjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra.

Um kosningarnar
Kjördagur 30. júní 1974
Mannfjöldi 213.722
Kjósendur á kjörskrá 126.388
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 58,8%
Greidd atkvæði 115.575
Kosningaþátttaka 91,4%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 54,1%
Kosningaþátttaka karla 92,7%
Kosningaþátttaka kvenna 90,2%
Kjördæmakjörnir þingmenn 49
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 60
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 114.108
Sjálfstæðisflokkur   42,7%  25 þingmenn
Framsóknarflokkur   24,9%  17 þingmenn
Alþýðubandalag 18,3% 11 þingmenn
Alþýðuflokkur 9,1% 5 þingmenn
Samtök frjálslyndra og vinstri manna 4,6% 2 þingmenn
Fylkingin – baráttusamtök sósíalista 0,2%
Kommúnistasamtökin – marxistarnir, lenínistarnir 
 0,1%  
Lýðræðisflokkur í Reykjavík  0,1%  
Lýðræðisflokkur í Norðurlandskjördæmi eystra   0,0%  
Lýðræðisflokkur í Reykjaneskjördæmi   0,0%  
Jöfnunarþingmenn
Alþýðuflokkur 4
Alþýðubandalag 3
Sjálfstæðisflokkur 3
Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1
Kjördæmi og þingmenn 1974
Reykjavíkurkjördæmi 16 þingmenn
Reykjaneskjördæmi 8 þingmenn
Vesturlandskjördæmi 6 þingmenn
Vestfjarðakjördæmi 7 þingmenn
Norðurlandskjördæmi vestra 5 þingmenn
Norðurlandskjördæmi eystra 6 þingmenn
Austurlandskjördæmi 6 þingmenn
Suðurlandskjördæmi 6 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 30. júní 1974
Reykjavíkurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Geir Hallgrímsson Sjálfstæðisflokkur
2. Gunnar Thoroddsen Sjálfstæðisflokkur
3. Magnús Kjartansson Alþýðubandalag
4. Þórarinn Þórarinsson Framsóknarflokkur
5. Ragnhildur Helgadóttir Sjálfstæðisflokkur
6. Jóhann Hafstein Sjálfstæðisflokkur
7. Eðvarð Sigurðsson Alþýðubandalag
8. Pétur Sigurðsson Sjálfstæðisflokkur
9. Gylfi Þ. Gíslason Alþýðuflokkur
10. Einar Ágústsson Framsóknarflokkur
11. Ellert B. Schram Sjálfstæðisflokkur
12. Albert Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmenn
13. Magnús Torfi Ólafsson Samtök frjálslyndra og vinstri manna
14. Eggert G. Þorsteinsson Alþýðuflokkur
15. Svava Jakobsdóttir Alþýðubandalag
16. Guðmundur H. Garðarsson Sjálfstæðisflokkur
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Á. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
2. Oddur Ólafsson Sjálfstæðisflokkur
3. Gils Guðmundsson Alþýðubandalag
4. Jón Skaftason Framsóknarflokkur
5. Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmenn
6. Jón Ármann Héðinsson Alþýðuflokkur
7. Axel Jónsson Sjálfstæðisflokkur
8. Geir Gunnarsson Alþýðubandalag
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ásgeir Bjarnason Framsóknarflokkur
2. Jón Árnason Sjálfstæðisflokkur
3. Halldór E. Sigurðsson Framsóknarflokkur
4. Friðjón Þórðarson Sjálfstæðisflokkur
5. Jónas Árnason Alþýðubandalag
Jöfnunarþingmaður
6. Benedikt Gröndal Alþýðuflokkur
Vestfjarðakjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
2. Steingrímur Hermannsson Framsóknarflokkur
3. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
4. Gunnlaugur Finnsson Framsóknarflokkur
5. Karvel Pálmason Samtök frjálslyndra og vinstri manna
Jöfnunarþingmenn
6. Sighvatur Björgvinsson Alþýðuflokkur
7. Sigurlaug Bjarnadóttir Sjálfstæðisflokkur
Norðurlandskjördæmi vestra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ólafur Jóhannesson Framsóknarflokkur
2. Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokkur
3. Páll Pétursson Framsóknarflokkur
4. Eyjólfur Konráð Jónsson Sjálfstæðisflokkur
5. Ragnar Arnalds Alþýðubandalag
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ingvar Gíslason Framsóknarflokkur
2. Jón G. Sólnes Sjálfstæðisflokkur
3. Stefán Valgeirsson Framsóknarflokkur
4. Lárus Jónsson Sjálfstæðisflokkur
5. Stefán Jónsson Alþýðubandalag
6. Ingi Tryggvason Framsóknarflokkur
Austurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Vilhjálmur Hjálmarsson Framsóknarflokkur
2. Lúðvík Jósepsson Alþýðubandalag
3. Sverrir Hermannsson Sjálfstæðisflokkur
4. Tómas Árnason Framsóknarflokkur
5. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Helgi Seljan Alþýðubandalag