Alþingiskosningar 1967

Fimm stjórnmálasamtök buðu fram við þingkosningarnar sumarið 1967: Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Óháði lýðræðisflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur. Óháði lýðræðisflokkurinn bauð einungis fram í Reykjavíkurkjördæmi en hinir í öllum kjördæmum landsins.

Fyrir þessar kosningar komu fram tveir listar Alþýðubandalagsins í Reykjavík, G-listi og I-listi. Efstur manna á hinum síðarnefnda var Hannibal Valdimarsson. Forsvarsmenn þessa framboðs fóru fram á það við landskjörstjórn að hún heimilaði að framboðslisti þess yrði talinn Alþýðubandalagsframboð og merktur bókstöfunum GG. Þetta vildu aðstandendur G-listans ekki fallast á þar sem listi þeirra hefði verið samþykktur á félagsfundi Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík og væri hann því eini löglegi framboðslisti flokksins en listi Hannibals og félaga hans utanflokkaframboð.

Landskjörstjórn og yfirkjörstjórn reyndust ekki samstíga í málinu. Yfirkjörstjórn úrskurðaði að listinn sem Hannibal leiddi skyldi teljast utanflokkaframboð og fá listabókstafinn I. Þessari niðurstöðu breytti landskjörstjórnin og heimilaði að listi Hannibals fengi listabókstafina GG. Úrskurði landskjörstjórnar var fylgt við kosningarnar í Reykjavík, þar sem umræddur framboðslisti hafði listabókstafinn I, en þegar kom að úthlutun jöfnunarþingsæta fór yfirkjörstjórn eftir niðurstöðu sinni og taldi atkvæði greidd I-listanum til Alþýðubandalagsatkvæða. Alþingi staðfesti þá niðurstöðu þegar úrskurðað var um kjörbréf Steingríms Pálssonar, þingmanns Alþýðubandalagsins, sem var 8. landskjörinn þingmaður, og Hannibal var talinn til þingflokks Alþýðubandalagsins er 88. löggjafarþing hófst haustið 1967 en árið eftir sagði hann endanlega skilið við flokkinn.

Um kosningarnar
Kjördagur 11. júní 1967
Mannfjöldi 197.221
Kjósendur á kjörskrá 107.101
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 53,9%
Greidd atkvæði 97.855
Kosningaþátttaka 91,4%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 49,6%
Kosningaþátttaka karla 92,9%
Kosningaþátttaka kvenna 89,8%
Kjördæmakjörnir þingmenn 49
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 60
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 96.090
Sjálfstæðisflokkur   37,5%  23 þingmenn
Framsóknarflokkur   28,1%  18 þingmenn
Alþýðubandalag   17,6%  10 þingmenn
Alþýðuflokkur 15,7% 9 þingmenn
Óháði lýðræðisflokkurinn 1,1%
Jöfnunarþingmenn
Alþýðubandalag 4
Alþýðuflokkur 4
Sjálfstæðisflokkur 3
Kjördæmi og þingmenn 1967
Reykjavíkurkjördæmi 15 þingmenn
Reykjaneskjördæmi 8 þingmenn
Vesturlandskjördæmi 6 þingmenn
Vestfjarðakjördæmi 6 þingmenn
Norðurlandskjördæmi vestra 6 þingmenn
Norðurlandskjördæmi eystra 8 þingmenn
Austurlandskjördæmi 5 þingmenn
Suðurlandskjördæmi 6 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 11. júní 1967
Reykjavíkurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur
2. Auður Auðuns Sjálfstæðisflokkur
3. Gylfi Þ. Gíslason Alþýðuflokkur
4. Þórarinn Þórarinsson Framsóknarflokkur
5. Jóhann Hafstein Sjálfstæðisflokkur
6. Magnús Kjartansson Alþýðubandalag
7. Birgir Kjaran Sjálfstæðisflokkur
8. Eggert G. Þorsteinsson Alþýðuflokkur
9. Hannibal Valdimarsson Utan flokka, I-listi / Alþýðubandalag
10. Pétur Sigurðsson Sjálfstæðisflokkur
11. Einar Ágústsson Framsóknarflokkur
12. Ólafur Björnsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmenn
13. Sigurður Ingimundarson Alþýðuflokkur
14. Eðvarð Sigurðsson Sjálfstæðisflokkur
15. Sveinn Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Á. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
2. Jón Skaftason Framsóknarflokkur
3. Emil Jónsson Alþýðuflokkur
4. Pétur Benediktsson Sjálfstæðisflokkur
5. Gils Guðmundsson Alþýðubandalag
Jöfnunarþingmenn
6. Jón Ármann Héðinsson Alþýðuflokkur
7. Geir Gunnarsson Alþýðubandalag
8. Sverrir Júlíusson Sjálfstæðisflokkur
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ásgeir Bjarnason Framsóknarflokkur
2. Jón Árnason Sjálfstæðisflokkur
3. Halldór E. Sigurðsson Framsóknarflokkur
4. Friðjón Þórðarson Sjálfstæðisflokkur
5. Benedikt Gröndal Alþýðuflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Jónas Árnason Alþýðubandalag
Vestfjarðakjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Sigurvin Einarsson Framsóknarflokkur
2. Sigurður Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
3. Bjarni Guðbjörnsson Framsóknarflokkur
4. Matthías Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
5. Birgir Finnsson Alþýðuflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Steingrímur Pálsson Alþýðubandalag
Norðurlandskjördæmi vestra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Skúli Guðmundsson Framsóknarflokkur
2. Gunnar Gíslason Sjálfstæðisflokkur
3. Ólafur Jóhannesson Framsóknarflokkur
4. Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokkur
5. Björn Pálsson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Jón Þorsteinsson Alþýðuflokkur
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Gísli Guðmundsson Framsóknarflokkur
2. Jónas G. Rafnar Sjálfstæðisflokkur
3. Ingvar Gíslason Framsóknarflokkur
4. Björn Jónsson Alþýðubandalag
5. Stefán Valgeirsson Framsóknarflokkur
6. Magnús Jónsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmenn
7. Bragi Sigurjónsson Alþýðuflokkur
8. Bjartmar Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur
Austurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Eysteinn Jónsson Framsóknarflokkur
2. Páll Þorsteinsson Framsóknarflokkur
3. Jónas Pétursson Sjálfstæðisflokkur
4. Lúðvík Jósepsson Alþýðubandalag
5. Vilhjálmur Hjálmarsson Framsóknarflokkur
Suðurlandskjördæmi
1. Ingólfur Jónsson Sjálfstæðisflokkur
2. Ágúst Þorvaldsson Framsóknarflokkur
3. Guðlaugur Gíslason Sjálfstæðisflokkur
4. Björn Fr. Björnsson Framsóknarflokkur
5. Steinþór Gestsson Sjálfstæðisflokkur
6. Karl Guðjónsson Alþýðubandalag