Alþingiskosningar 1979

Alþingi var rofið 15. október 1979 þótt síðast hefði verið kosið 25. júní 1978. Fóru alþingiskosningar fram 2. og 3. desember 1979.

Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur buðu fram í öllum kjördæmum landsins.

Tvær stjórnmálahreyfingar, Fylking byltingarsinnaðra kommúnista og Hinn flokkurinn, buðu aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmi og Sólskinsflokkurinn bauð einungis fram í Reykjaneskjördæmi.

Í Norðurlandskjördæmi eystra og Suðurlandskjördæmi komu fram framboð félaga í Sjálfstæðisflokknum sem fóru fram á að framboðslisti þeirra yrði talinn listi Sjálfstæðisflokksins en ekki varð af því þar sem kjördæmisráð flokksins höfnuðu málaleitaninni og voru framboðin úrskurðuð utan flokka. Fulltrúi L-lista í Suðurlandskjördæmi var kjörinn á þing.

Um kosningarnar
Kjördagur 2.–3. desember 1979
Mannfjöldi 224.522
Kjósendur á kjörskrá 142.073
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 62,6%
Greidd atkvæði 126.929
Kosningaþátttaka 89,3%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 56,5%
Kosningaþátttaka karla 90,5%
Kosningaþátttaka kvenna 88,2%
Kjördæmakjörnir þingmenn 49
Jöfnunarþingmenn 11
Heildarfjöldi þingmanna 60
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 123.751
Sjálfstæðisflokkur  35,4%  21 þingmaður
Framsóknarflokkur   24,9%  17 þingmenn
Alþýðubandalag 19,7% 11 þingmenn
Alþýðuflokkur 17,4% 10 þingmenn
Listi utan flokka í Suðurlandskjördæmi   1,2%  1 þingmaður
Listi utan flokka í Norðurlandskjördæmi eystra   0,7%  
Fylking byltingarsinnaðra kommúnista   0,4%  
Hinn flokkurinn 0,1%  
Sólskinsflokkur  0,1%  
Jöfnunarþingmenn
Sjálfstæðisflokkur   7
Alþýðuflokkur 3
Alþýðubandalag 1
Kjördæmi og þingmenn 1979
Reykjavíkurkjördæmi 15 þingmenn
Reykjaneskjördæmi 7 þingmenn
Vesturlandskjördæmi 6 þingmenn
Vestfjarðakjördæmi 6 þingmenn
Norðurlandskjördæmi vestra 6 þingmenn
Norðurlandskjördæmi eystra 7 þingmenn
Austurlandskjördæmi 6 þingmenn
Suðurlandskjördæmi 7 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 2.–3. desember 1979
Reykjavíkurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Geir Hallgrímsson Sjálfstæðisflokkur
2. Svavar Gestsson Alþýðubandalag
3. Albert Guðmundsson Sjálfstæðisflokkur
4. Benedikt Gröndal Alþýðuflokkur
5. Ólafur Jóhannesson Framsóknarflokkur
6. Birgir Ísleifur Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur
7. Guðmundur J. Guðmundsson Alþýðubandalag
8. Gunnar Thoroddsen Sjálfstæðisflokkur
9. Vilmundur Gylfason Alþýðuflokkur
10. Friðrik Sophusson Sjálfstæðisflokkur
11. Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalag
12. Guðmundur G. Þórarinsson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmenn
13. Pétur Sigurðsson Sjálfstæðisflokkur
14. Guðrún Helgadóttir Alþýðubandalag
15. Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokkur
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Á. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
2. Kjartan Jóhannsson Alþýðuflokkur
3. Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokkur
4. Geir Gunnarsson Alþýðubandalag
5. Jóhann Einvarðsson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmenn
6. Karl Steinar Guðnason Alþýðuflokkur
7. Salome Þorkelsdóttir Sjálfstæðisflokkur
Vesturlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Alexander Stefánsson Framsóknarflokkur
2. Friðjón Þórðarson Sjálfstæðisflokkur
3. Davíð Aðalsteinsson Framsóknarflokkur
4. Skúli Alexandersson Alþýðubandalag
5. Eiður Guðnason Alþýðuflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Jósef H. Þorgeirsson Sjálfstæðisflokkur
Vestfjarðakjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Matthías Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
2. Steingrímur Hermannsson Framsóknarflokkur
3. Sighvatur Björgvinsson Alþýðuflokkur
4. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
5. Ólafur Þ. Þórðarson Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Karvel Pálmason Alþýðuflokkur
Norðurlandskjördæmi vestra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Páll Pétursson Framsóknarflokkur
2. Pálmi Jónsson Sjálfstæðisflokkur
3. Stefán Guðmundsson Framsóknarflokkur
4. Ragnar Arnalds Alþýðubandalag
5. Ingólfur Guðnason Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmaður
6. Eyjólfur Konráð Jónsson Sjálfstæðisflokkur
Norðurlandskjördæmi eystra
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Ingvar Gíslason Framsóknarflokkur
2. Stefán Valgeirsson Framsóknarflokkur
3. Lárus Jónsson Sjálfstæðisflokkur
4. Stefán Jónsson Alþýðubandalag
5. Guðmundur Bjarnason Framsóknarflokkur
6. Árni Gunnarsson Alþýðuflokkur
Jöfnunarþingmaður
7. Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokkur
Austurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Tómas Árnason Framsóknarflokkur
2. Helgi Seljan Alþýðubandalag
3. Halldór Ásgrímsson Framsóknarflokkur
4. Sverrir Hermannsson Sjálfstæðisflokkur
5. Hjörleifur Guttormsson Alþýðubandalag
Jöfnunarþingmaður
6. Egill Jónsson Sjálfstæðisflokkur
Suðurlandskjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Þórarinn Sigurjónsson Framsóknarflokkur
2. Steinþór Gestsson Sjálfstæðisflokkur
3. Jón Helgason Framsóknarflokkur
4. Garðar Sigurðsson Alþýðubandalag
5. Magnús H. Magnússon Alþýðuflokkur
6. Eggert Haukdal Utan flokka í Suðurlandskjördæmi, L-listi
Jöfnunarþingmaður
7. Guðmundur Karlsson Sjálfstæðisflokkur