Alþingiskosningar 2007

Þingmannatala í kjördæmum breyttist frá kosningunum árið 2003 á þá leið að það fækkaði um einn kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi en fjölgaði um einn í Suðvesturkjördæmi, sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 361/2003. Með þessu var brugðist við því að í þingkosningunum 2003 höfðu kjósendur að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi verið meira en helmingi færri en kjósendur að baki hverjum þingmanni í Suðvesturkjördæmi.

Kjördæmamörk í Reykjavík breyttust lítillega til að halda þeirri skipan að tala kjósenda í hvoru kjördæmi um sig yrði sem jöfnust, sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 328/2007.

Sex stjórnmálasamtök buðu fram í öllum kjördæmum: Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, Íslandshreyfingin, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Öll fengu þau kjörna fulltrúa á Alþingi nema Íslandshreyfingin.

Um kosningarnar
Kjördagur 12. maí 2007
Mannfjöldi 307.672
Kjósendur á kjörskrá 221.330
Hlutfall kosningarbærra af heildarmannfjölda 71,1%
Greidd atkvæði 185.071
Kosningaþátttaka 83,6%
Hlutfall kjósenda af heildarmannfjölda 60,1%
Kosningaþátttaka karla 83,3%
Kosningaþátttaka kvenna 83,9%
Kjördæmakjörnir þingmenn 54
Jöfnunarþingmenn 9
Heildarfjöldi þingmanna 63
Kosningaúrslit
Gild atkvæði 182.169
Sjálfstæðisflokkur  36,6% 25 þingmenn
Samfylkingin   26,8% 18 þingmenn
Vinstrihreyfingin – grænt framboð   14,4% 9 þingmenn
Framsóknarflokkur 11,7% 7 þingmenn
Frjálslyndi flokkurinn 7,3% 4 þingmenn
Íslandshreyfingin 3,3%
Jöfnunarþingmenn
Frjálslyndi flokkurinn 3
Samfylkingin  3
Framsóknarflokkur 1
Sjálfstæðisflokkur 1
Vinstrihreyfingin – grænt framboð 1
Kjördæmi og þingmenn 2007
Reykjavíkurkjördæmi suður 11 þingmenn
Reykjavíkurkjördæmi norður 11 þingmenn
Suðvesturkjördæmi 12 þingmenn
Norðvesturkjördæmi 9 þingmenn
Norðausturkjördæmi 10 þingmenn
Suðurkjördæmi 10 þingmenn
Þingmenn að loknum alþingiskosningum 12. maí 2007
Reykjavíkurkjördæmi suður
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Geir H. Haarde Sjálfstæðisflokkur
2. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Samfylkingin
3. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokkur
4. Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingin
5. Kolbrún Halldórsdóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð
6. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur
7. Ásta Möller Sjálfstæðisflokkur
8. Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingin
9. Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmenn
10. Jón Magnússon Frjálslyndi flokkurinn
11. Álfheiður Ingadóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Reykjavíkurkjördæmi norður
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkur
2. Össur Skarphéðinsson Samfylkingin
3. Guðfinna S. Bjarnadóttir Sjálfstæðisflokkur
4. Katrín Jakobsdóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð
5. Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingin
6. Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokkur
7. Helgi Hjörvar Samfylkingin
8. Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
9. Árni Þór Sigurðsson Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Jöfnunarþingmenn
10. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Samfylkingin
11. Ellert B. Schram Samfylkingin
Suðvesturkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Þorgerður K. Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokkur
2. Gunnar Svavarsson Samfylkingin
3. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur
4. Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðisflokkur
5. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingin
6. Ögmundur Jónasson Vinstrihreyfingin – grænt framboð
7. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur
8. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingin
9. Ragnheiður E. Árnadóttir Sjálfstæðisflokkur
10. Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokkur
Jöfnunarþingmenn
11. Árni Páll Árnason Samfylkingin
12. Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokkur
Norðvesturkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Sturla Böðvarsson Sjálfstæðisflokkur
2. Guðbjartur Hannesson Samfylkingin
3. Magnús Stefánsson Framsóknarflokkur
4. Jón Bjarnason Vinstrihreyfingin – grænt framboð
5. Einar K. Guðfinnsson Sjálfstæðisflokkur
6. Guðjón A. Kristjánsson Frjálslyndi flokkurinn
7. Karl V. Matthíasson Samfylkingin
8. Einar Oddur Kristjánsson Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
9. Kristinn H. Gunnarsson Frjálslyndi flokkurinn
Norðausturkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokkur
2. Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokkur
3. Kristján L. Möller Samfylkingin
4. Steingrímur J. Sigfússon Vinstrihreyfingin – grænt framboð
5. Arnbjörg Sveinsdóttir Sjálfstæðisflokkur
6. Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokkur
7. Einar Már Sigurðarson Samfylkingin
8. Þuríður Backman Vinstrihreyfingin – grænt framboð
9. Ólöf Nordal Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
10. Höskuldur Þórhallsson Framsóknarflokkur
Suðurkjördæmi
Kjördæmakjörnir þingmenn
1. Árni M. Mathiesen Sjálfstæðisflokkur
2. Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingin
3. Guðni Ágústsson Framsóknarflokkur
4. Árni Johnsen Sjálfstæðisflokkur
5. Lúðvík Bergvinsson Samfylkingin
6. Kjartan Ólafsson Sjálfstæðisflokkur
7. Atli Gíslason Vinstrihreyfingin – grænt framboð
8. Bjarni Harðarson Framsóknarflokkur
9. Björk Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkur
Jöfnunarþingmaður
10. Grétar Mar Jónsson Frjálslyndi flokkurinn